Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 31. júlí 2014 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Heimir Guðjóns: Verðum að passa Anders Svensson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH stýrir sínu liði í Svíþjóð í kvöld. FH mætir þá Elfsborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en Elfsborg eru bikarmeistarar í Svíþjóð. Þetta er fyrri leikur liðanna í einvíginu.

,,Við vitum það að Elfsborg er hörkulið og þeir eru mjög sóknarþekjandi lið. Við verðum að spila sterkan varnarleik í fyrri leiknum og reyna halda markinu hreinu. Við teljum okkur vera með meiri reynslu frá því árið 2012. Við fengum hörkuleiki í fyrra og í ár,” sagði Heimir sem hefur styrkt liðið í vikunni með tilkomu Steven Lennon og Indriða Áka.

Heimir segist vera búinn að skoða Elfsborg liðið nokkuð og sé búinn að finna veikleika í þeirra liði.

,,Þeir eru góðir í skyndisóknum og getað haldið boltanum vel innan liðsins. Við þurfum því að undirbúa okkur vel. Anders Svensen er öflugur leikmaður og sá leikmaður sem sér um að stjórna spilinu hjá þeim. Við verðum að passa hann vel í leiknum.”

Heimir segir það mikilvægt að FH liðið haldi boltanum innan liðsins.

,,Það þýðir lítið að vera í eltingarleik allan leikinn og við verðum að nýta okkur þá möguleika sem við fáum sóknarlega. Eins og í öllum liðum eru veikleikar í Elfsborg liðinu og við verðum að nýta okkur þá.”

,,Möguleikarnir eru alltaf til staðar. Það hefst þó ekki nema allir leggist á eitt og við spilum góðan leik í kvöld,” sagði Heimir Guðjóns.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner