Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 31. ágúst 2015 17:39
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Aron Einar: Ég hata svona bögg
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Ísland, býst við að vera klár í slaginn þegar leikið verður gegn Hollandi á fimmtudag. Aron hefur verið að glíma við meiðsli en Fótbolti.net ræddi við hann í dag eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins í Amsterdam.

„Ég komst heill í gegnum æfinguna og mér líður bara vel. Ég var ekki alveg 100 í tempói og reyni betur á þetta á morgun. Þetta var fyrsta æfingin mín síðan síðasta þriðjudag. Ég er að glíma við vöðvameiðsli hér og þetta er óþarfa bögg. Ég hata svona bögg," segir Aron.

„Við erum komnir hérna til að taka 100% á Hollendingum. Fólk er að borga fúlgu fjár til að styðja við bakið á okkur og við ætlum að gera okkar besta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara að mæta einni sterkustu fótboltaþjóð í heimi og með frábæra leikmenn innanborðs. Ef við mætum þeim skipulagðir er ég ekker smeykur við þetta."

„Það er gífurleg pressa á þeim, þeir verða í rauninni að vinna en við komum inn í þennan leik hugsandi það líka að við verðum að vinna."

Ljóst er að Emil Hallfreðsson verður ekki með gegn Hollandi.

„Það er vont að missa Emil út úr þessu. Hann hefur verið frábær síðustu tvö tímabil á Ítalíu. Við erum í raun ein stór fjölskylda og það er leiðinlegt að missa hann út," segir Aron.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar fer Aron meðal annars út í spá sína fyrir umferðina i Pepsi-deild karla í gær.
Athugasemdir
banner
banner