Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
Breiðablik
2
0
ÍA
1-0 Gylfi Veigar Gylfason '21 , sjálfsmark
Aron Bjarnason '86 2-0
27.08.2017  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Hæg gola að markinu Sporthúsmegin, skýjað og 11 stiga hiti. Völlurinn virkar geggjaður.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 702
Maður leiksins: Aron Bjarnason
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
10. Martin Lund Pedersen
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('73)
18. Willum Þór Willumsson ('80)
19. Kristinn Jónsson ('59)
21. Dino Dolmagic
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Arnþór Ari Atlason ('59)
9. Hrvoje Tokic ('73)
16. Ernir Bjarnason ('80)
21. Guðmundur Friðriksson
35. Brynjar Óli Bjarnason
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Dino Dolmagic ('61)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Blikar í efri hlutann en dökkt yfir Skagamönnum
Hvað réði úrslitum?
Andartaks einbeitingarleysi Skagamanna í fyrsta marki leiksins, þeir voru einhvern veginn aldrei líklegir eftir það til að ná sér í stig.
Bestu leikmenn
1. Aron Bjarnason
Mark og stoðsending tryggir manni þennan titil, Aron líflegur allan tímann og réð úrslitum í kvöld.
2. Willum Þór Willumsson
Það var ekki að sjá að Willum væri að leika sinn annan leik í byrjunarliði Blika í kvöld. Vann fullt af boltum og er alltaf að finna réttar sendingar. Eins og Milos sagði í viðtalinu hefur hann alla burði til að ná mjög langt.
Atvikið
Ótrúlegur sofandaháttur Skagamanna upp úr horni gaf Blikum sjálfsmark. Það er einfaldlega ekki í boði að slökkva á sér í nokkrar sekúndur í leik í PEPSI-deild. Skagamenn upplifðu það í kvöld.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar lyfta sér upp í efri hlutann, sitja í 6.sæti og ef úrslit verða þeim hagstæð geta þeir tekið þátt í slagnum um 3.sætið sem gefur Evrópusæti. Skagamenn sitja fastir á botninum, eftir leiki þessarar umferðar eru nú 9 stig í öryggið fyrir þá...og bara 5 leikir eftir.
Vondur dagur
Skagamenn náðu ekki að gera sér almennilegan mat úr fínum kafla í síðari hálfleik, þar vantaði upp á áræðni og sjálfstraust á síðasta þriðjungi. Tek engan einn út, menn þurfa ákveðni til að skora mörk. Hana vantaði í sóknarleik Skagamanna.
Dómarinn - 9,0
Rock solid frammistaða teymisins. Hélt línu allan leikinn og allar ákvarðanir réttar held ég. Fá ekki hærra vegna þess að leikurinn var auðdæmdur. Vel gert.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Albert Hafsteinsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
15. Hafþór Pétursson ('79)
18. Rashid Yussuff ('46)
20. Gylfi Veigar Gylfason
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('84)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson ('79)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('46)
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Patryk Stefanski ('84)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Þórður Guðjónsson

Gul spjöld:
Hafþór Pétursson ('19)
Albert Hafsteinsson ('85)

Rauð spjöld: