Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Breiðablik
2
1
Fjölnir
Thomas Mikkelsen '14 1-0
1-1 Birnir Snær Ingason '82
Oliver Sigurjónsson '91 2-1
16.07.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Loksins sól!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 752
Maður leiksins: Andri Rafn Yeoman
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason
9. Thomas Mikkelsen ('86)
11. Gísli Eyjólfsson ('71)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson ('80)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('86)
19. Aron Bjarnason
20. Kolbeinn Þórðarson ('71)
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('80)
36. Aron Kári Aðalsteinsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
Skýrslan: Aukaspyrna í uppbótartíma fleytir lífi í toppbaráttuna
Hvað réði úrslitum?
Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma réði úrslitum svo einfalt er það. Oliver setti hann bara í markmannshornið og Doddi átti greinilega ekki von á því, hann á að verja þetta en tökum ekkert af Oliver.
Bestu leikmenn
1. Andri Rafn Yeoman
Andri var frábær í dag eins og svo oft áður, stjórnaði miðjunni mjög vel og vann öll einvígi og var einnig ógnandi í sóknarleiknum.
2. Birnir Snær Ingason
Frábær seinni hálfleikur hjá Birni Snæ sem var síógnandi og skoraði flott mark. Þurfti því miður að fara útaf í lokin en hann var frábær í dag.
Atvikið
Það er aukaspyrnan aftur, Fjölnir hafði unnið sig aftur inn í leikinn og virtust ætla sigla heim með stig gegn góðu Blika liði en þá kemur þetta sigurmark eins og tuska í andlitið í uppbótartíma.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik pressar stíft á Stjörnuna og Val og eru í 3.sætinu með 22 stig, þremur stigum frá þeim. Fjölnir eru í bullandi fallbaráttu með 12 stig í 10.sæti og hafa einungis unnið 1 og tapað 5 í síðustu 6 umferðum.
Vondur dagur
Tveir menn sem keppa um þennan titil, annar er Þórir Guðjónsson sem var lítið sem ekkert að ógna en hann sleppur í dag þar sem Almarr Ormarsson tekur þennan vafasama titil. Almarr er búinn að vera frábær í sumar, besti maður Fjölnis en hann komst aldrei í takt við leikinn í dag, missti boltann oft og var yfirspilaður á miðjunni. Vondur dagur hjá honum en við vitum að hann kemur sterkur tilbaka.
Dómarinn - 8
Flottur leikur hjá Vilhjálmi, eiginlega bara mjög góður. Man ekki eftir einhverri vitleysu hjá honum og hélt góðu floti á leiknum, ekki erfiður leikur að dæma en steig ekki feilspor.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('90)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Almarr Ormarsson ('87)
26. Ísak Óli Helgason ('73)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
8. Igor Jugovic ('87)
8. Arnór Breki Ásþórsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('90)
20. Valmir Berisha ('73)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('90)

Rauð spjöld: