Víkingsvöllur
mánudagur 07. september 2020  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Dómari: Ágúst Hjalti Tómasson
Maður leiksins: Dagný Rún Pétursdóttir
Víkingur R. 2 - 0 Haukar
1-0 Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('25)
2-0 Rut Kristjánsdóttir ('35)
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
0. Freyja Friðþjófsdóttir
2. Dagmar Pálsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('90)
8. Stefanía Ásta Tryggvadóttir
9. Rut Kristjánsdóttir
16. Helga Rún Hermannsdóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
19. Tara Jónsdóttir ('82)
22. Nadía Atladóttir ('82)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('75)

Varamenn:
12. Mist Elíasdóttir (m)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('82)
15. Alice Hanna Rosenkvist ('90)
18. Þórhanna Inga Ómarsdóttir ('82)
21. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('75)
27. Ólöf Hildur Tómasdóttir

Liðstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Þorleifur Óskarsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Theódór Sveinjónsson
Elma Rún Sigurðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Leikplan Víkinga gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik. Þær lágu vel til baka og lokuðu á helstu ógnir Haukaliðsins á sama tíma og þær voru mjög skeinuhættar í skyndisóknum. Haukar komust betur inn í leikinn í síðari hálfleik en áttu í vandræðum með að skapa sér opin marktækifæri gegn þéttum Víkingum.
Bestu leikmenn
1. Dagný Rún Pétursdóttir
Hin 17 ára Dagný er ekki alltaf fyrirferðarmest á vellinum en hún gefur liðinu sínu hrikalega mikið. Er bæði sterk og fljót og myndaði hættulegt sóknardúó með Nadíu Atladóttur í kvöld. Dagný fiskaði víti og var dugleg að vinna fyrir liðið sitt. Tók mikið til sín og opnaði þannig fyrir liðsfélaga sína. Frábær frammistaða hjá þessum efnilega leikmanni.
2. Rut Kristjánsdóttir
Reynsluboltinn var seig á miðjunni. Víkingar voru tvær á móti þremur á miðjunni lengst af í leiknum en lentu aldrei í neinum teljandi vandræðum enda vel skipulagðir vinnuhestar. Stefanía Ásta sem lék við hlið Rutar átti líka virkilega góðan leik.
Atvikið
Rut Kristjáns kom Víkingum í mjög þægilega stöðu með fallegu marki á 35. mínútu. Hún vill hafa mörkin sín falleg og skoraði með laglegu skoti rétt utan teigs.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar vinna langþráðan sigur og fá 3 mikilvæg stig. Stig sem lyfta þeim upp í 6. sætið á markatölu. Haukar dragast hinsvegar aftur úr í baráttunni um sæti í efstu deild. Þær eru nú 7 stigum á eftir Keflavík en eiga leik til góða.
Vondur dagur
Haukaliðið var alveg úr takti í fyrri hálfleik en komst heldur aldrei á almennilegt flug í þeim síðari. Það skrifast á liðsheildina en í svona leikjum er mikilvægt að elstu og reyndustu leikmenn liðsins stígi upp og ég saknaði þess að sjá nokkur töfrabrögð frá Vienna Behnke sem er á góðum degi einn besti leikmaður deildarinnar.
Dómarinn - 6
Eftir að hafa farið yfir málin eftir leik virðist tríóið hafa haft rétt fyrir sér í vítadóminum snemma leiks en ég skrifaði í textalýsingunni að mér hefði fundist það "soft". Ég er hinsvegar handviss um að Haukar hafi átt að fá víti í seinni hálfleik. Set svo spurningarmerki við það að uppbótartími hafi aðeins verið 3 mínútur í leik sem var stopp í að minnsta kosti 2 mínútur vegna meiðsla leikmanns auk þess sem hann var stoppaður fimm sinnum til að gera skiptingar. Þetta með uppbótartímann var vissulega ekki neitt risaatriði en skiptir samt máli og ég skil pirring gestanna.
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
5. Birna Kristín Eiríksdóttir ('62)
6. Vienna Behnke ('75)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir ('62)
14. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
16. Elín Klara Þorkelsdóttir
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
22. Ásta Sól Stefánsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Eygló Þorsteinsdóttir
30. Helga Ýr Kjartansdóttir ('53)

Varamenn:
1. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Berglind Þrastardóttir ('62)
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('62)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('53)
15. Guðríður Ylfa Hauksdóttir
25. Elín Björg Símonardóttir ('75)
39. Berghildur Björt Egilsdóttir

Liðstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Benjamín Orri Hulduson
Thelma Björk Theodórsdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: