Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Lengjudeild karla
HK
LL 3
1
Völsungur
Besta-deild karla
ÍBV
LL 0
0
Víkingur R.
Víkingur R.
1
1
HK
0-1 Bjarni Gunnarsson '75
Ágúst Eðvald Hlynsson '80 1-1
Ívar Örn Jónsson '83
21.09.2020  -  20:00
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 5 gráður og léttur vindur.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 270 manns
Maður leiksins: Jón Arnar Barðdal
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason ('76)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('61)
77. Kwame Quee
80. Kristall Máni Ingason
- Meðalaldur 9 ár

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Dofri Snorrason
11. Adam Ægir Pálsson ('61)
14. Sigurður Steinar Björnsson
23. Nikolaj Hansen ('76)
27. Tómas Guðmundsson
- Meðalaldur 29 ár

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('22)
Óttar Magnús Karlsson ('62)
Davíð Örn Atlason ('69)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
Skýrslan: Fjörugt jafntefli í Fossvogi
Hvað réði úrslitum?
Í fyrsta lagi er það að hvorugt lið gat skorað mark til að bjarga lífi sínu stóran hluta leiks. Fyrri hálfleikur var galopinn þar sem að bæði lið fengu urmul af færum en inn vildi boltinn ekki. Víkingar sóttu aðeins meira í seinni hálfleik en lentu undir þegar að korter var eftir. Gerðu vel í að jafna.
Bestu leikmenn
1. Jón Arnar Barðdal
Var eins og einhversskonar blanda af Ji Sung Park og Xavi í þessum leik. Ótrúleg vinnsla í þessum manni og svo átti hann nokkrar frábærar sendingar sem að sköpuðu dauðafæri fyrir HK. Ekki honum að kenna hvað var lítið skorað allaveganna.
2. Kwame Quee
Svipað og með Jón Arnar. Sífelt ógnandi á vængnum og kom sér oft í álitlegar stöður. Hefði átt að skora í kvöld.
Atvikið
Nikolaj Hansen vildi fá tvær vítaspyrnur undir lok leiks í stöðunni 1-1. Í fyrra skiptið virtist vera klárlega brotið á honum innan teigs og í því seinna virtist hann klárlega skalla í hendi varnarmanns HK. Þá var einnig mjög sérstakt hverng mark Óttars var dæmt af.
Hvað þýða úrslitin?
Jafntefli gerir ósköp lítið fyrir bæði lið. Víkingur skríður uppí 9. sætið en HK halda sér í 7. sæti. Hvorugt lið mun falla, en munu ekki blanda sér í neina baráttu af viti.
Vondur dagur
Ívar Örn Jónsson fékk tvö gul spjöld og þar með rautt. Bæði brot ansi klaufaleg og hann á leiðinni í bann.
Dómarinn - 4
Mér fannst Egill virka hálf óöruggur í kvöld. Ég er nokkuð viss um að Víkingar hefðu getað fengið tvö víti undir lok leiks en þá áttu HK allavega að fá eina vítaspyrnu fyrr í leiknum. Áfram gakk og upp með hausinn.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('82)
Arnþór Ari Atlason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
7. Birnir Snær Ingason ('86)
17. Valgeir Valgeirsson
17. Jón Arnar Barðdal
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
22. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('82)
28. Martin Rauschenberg
- Meðalaldur 9 ár

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('82) ('82)
5. Guðmundur Þór Júlíusson ('86)
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Hörður Árnason
30. Stefan Ljubicic

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('4)
Ívar Örn Jónsson ('41)
Leifur Andri Leifsson ('80)

Rauð spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('83)