HS Orku völlurinn
Sunday 18. September 2022  kl. 14:00
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Rok og er að byrja að rigna. Gæti alveg verið betra
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Margrét Árnadóttir
Keflavík 1 - 3 Þór/KA
0-1 Margrét Árnadóttir ('42)
0-2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('45)
0-3 Hulda Ósk Jónsdóttir ('49)
1-3 Caroline Mc Cue Van Slambrouck ('67)
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
3. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Silvia Leonessi ('64)
9. Snædís María Jörundsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('80)
34. Tina Marolt ('80)

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('80)
18. Elfa Karen Magnúsdóttir
19. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('80)
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
33. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('64)

Liðstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Benedikta S Benediktsdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:
Gunnar Magnús Jónsson ('70)
Anita Lind Daníelsdóttir ('76)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Sú staðreynd að Þór/KA varð fyrra til að skora í dag réði eflaust miklu um úrslit leiksins. Hvorugt lið gefið færi á sér þannig séð þegar Keflavík gerðist gjafmilt og gaf gestunum mark undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir létu kné fylgja kviði og gerðu annað skömmu síðar og róðurinn bara of þungur fyrir heimakonur eftir það.
Bestu leikmenn
1. Margrét Árnadóttir
Gerði vel í fyrsta markinu að vera fljót að átta sig og ná til boltans, leika á Samönthu í marki Keflavíkur og skila boltanum í netið. Var þess utan mikið í boltanum í kringum hættuleg augnablik gestaliðsins.
2. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
Var í miklu ati á miðjunni á köflum og kom vel út úr þeirri baráttu. Skoraði þess utan glæsilegt mark.
Atvikið
Fyrsta markið sem Silvia Leonessi færir liði Þórs/KA. Vonlaus sending til baka sem Samantha var aldrei að fara verða fyrri til í sem Margrét gerði vel í að búa til mark úr.
Hvað þýða úrslitin?
Þór/KA fer uppfyrir Keflavík í 7,sæti deildarinnar og er með 17 stig. Keflavík sæti neðar með 16 en bæði lið í ágætum málum eins og er. Gæti breyst ef svo færi að Afturelding vinni Breiðablik.
Vondur dagur
Silvia Leonessi var í miklu brasi í dag. tapaði boltanum á hættulegum stöðum og átti þessa skelfilegu sendingu til baka sem fyrsta markið kom úr. Leið alls ekki vel í rokinu í Keflavík í dag.
Dómarinn - 4
Mér fannst Arnar ekki eiga sinn besta dag á flautunni. Flautaði á eitt sem hann sleppti svo næst og ýmislegt í þeim dúr og virkaði hreinlega eins og hann væri eitthvað illa fyrirkallaður í dag. Mark Keflavíkur eins og ég sé það átti ekki að standa, í það minnsta miðað við það fordæmi sem sett var í leik Keflavíkur og Víkinga á dögunum í Bestu deild karla en það má svo sem deila þá um hvor dómurinn er réttur.
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
4. Arna Eiríksdóttir
6. Unnur Stefánsdóttir
7. Margrét Árnadóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
10. Sandra María Jessen
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('89)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('71)
20. Hulda Björg Hannesdóttir (f)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Varamenn:
2. Angela Mary Helgadóttir
5. Steingerður Snorradóttir ('89)
14. Tiffany Janea Mc Carty ('71)
18. Amalía Árnadóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir

Liðstjórn:
Haraldur Ingólfsson
Perry John James Mclachlan (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir

Gul spjöld:
Harpa Jóhannsdóttir ('69)

Rauð spjöld: