Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Víkingur R.
6
0
Augnablik
Bergdís Sveinsdóttir '7 1-0
Birta Birgisdóttir '25 2-0
Sigdís Eva Bárðardóttir '54 3-0
4-0 Sigrún Guðmundsdóttir '55 , sjálfsmark
Sigdís Eva Bárðardóttir '71 5-0
Sigdís Eva Bárðardóttir '82 6-0
12.05.2023  -  19:15
Víkingsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Smá blástur, skýjað og einhverjar 8 gráður
Dómari: Nour Natan Ninir
Maður leiksins: Sigdís Eva Bárðardóttir
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir ('57)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f) ('57)
16. Helga Rún Hermannsdóttir ('73)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('57)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir ('73)

Varamenn:
12. Embla Dögg Aðalsteinsdóttir (m)
9. Freyja Stefánsdóttir ('57)
11. Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('73)
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
15. Dagbjört Ingvarsdóttir
19. Tara Jónsdóttir ('57)
25. Ólöf Hildur Tómasdóttir ('57)
32. Freyja Friðþjófsdóttir ('73)

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Þorsteinn Magnússon
María Björg Marinósdóttir
Lisbeth Borg
Guðni Snær Emilsson
Númi Már Atlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Sigdís kláraði Augnablik
Hvað réði úrslitum?
Frammistaða Víkinga í seinni hálfleik og þá sérstaklega frammistaða Sigdísar. Víkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þá sérstaklega fyrstu 10 mínúturnar en þá hefði staðan auðveldlega geta verið 3-0 fyrir Víkingum. Augnablik ógnuðu að marki Víkinga alveg undir restina í fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark. En að lokum var það þriðja mark Víkinga sem réði úrslitunum í dag.
Bestu leikmenn
1. Sigdís Eva Bárðardóttir
Mjög auðvelt val verður að segjast. Skoraði þrennu og hefði auðveldlega getað skorað fleirri. Hún var allt í öllu í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Víkinga.
2. Nadía Atladóttir
Fyrirliði og framherji Víkinga skoraði ekki eitt einasta mark í 6-0 sigri en ég vill samt meina að hún hafi verið mjög góð í dag. Hún var að búa til svæði trekk í trekk fyrir Huldu og Sigdísi til þess að hlaupa í og maður sér bara hversu mikilvægur póstur hún er í þessu Víkingsliði.
Atvikið
Þetta klassíska þriðja mark gerði út um leikinn. Þær skora líka tæpri mínútu seinna og þá vissi maður að þetta væri komið í hús hjá Víkingskonum. Sigdís skoraði þriðja markið fyrir Víking en þá átti hún eftir að skora tvö í viðbót.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingur eru með fullt hús stiga eftir leikinn í kvöld og komnar á toppinn í deildinni eins og stendur. Augnablik detta hinsvegar í neðri helminginn og þeirra fyrsta tap á leiktíðinni er staðreynd.
Vondur dagur
Varnarlína Augnabliks í seinni hálfleik. Líka í rauninni bara allt liðið. Þær áttu kannski þrjú skot í öllum leiknum og voru í nauðvörn allan leikinn. Herdís var að verja mjög vel í fyrri hálfleik og John, þjálfari Víkinga, hælaði henni eftir leikinn þrátt fyrir að fá á sig sex mörk. Ég get þá líka nefnt hana Söru Rún sem kom inn á af bekknum og henni var engin greiði gerður með því. Hún var í stökustu vandræðum með hana Sigdísi í seinni hálfleik en hún skoraði þrennu í kvöld.
Dómarinn - 7
Fær bara létta sjöu frá mér. Þetta var rólegur dagur á skrifstofunni hjá Nour en hann dæmdi þennan leik bara ljómandi vel. Leikurinn fékk að fljóta og ekkert út á hann að setja í kvöld.
Byrjunarlið:
Herdís Halla Guðbjartsdóttir
Edith Kristín Kristjánsdóttir
4. Bryndís Gunnlaugsdóttir
5. Bryndís Halla Gunnarsdóttir ('69)
8. Sunna Kristín Gísladóttir ('74)
9. Viktoría París Sabido
10. Emilía Lind Atladóttir ('52)
11. Díana Ásta Guðmundsdóttir ('69)
13. Sigrún Guðmundsdóttir
19. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
19. Melkorka Kristín Jónsdóttir ('74)

Varamenn:
6. Rakel Sigurðardóttir ('69)
7. Sara Rún Antonsdóttir ('74)
10. Hulda Sigrún Orradóttir
17. Líf Joostdóttir van Bemmel ('69)
20. Brynja Dögg Benediktsdóttir
22. Katla Guðmundsdóttir ('52)
24. Ísabella Eiríksdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Úlfar Hinriksson
Kristófer Sigurgeirsson
Hermann Óli Bjarkason
Guðrún Þóra Elfar

Gul spjöld:

Rauð spjöld: