Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
KR
0
1
Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson '82
13.05.2023  -  16:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Hellirigning og völlurinn lítur ekki vel út.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Oliver Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('79)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Benoný Breki Andrésson ('79)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('32)
Olav Öby ('45)
Atli Sigurjónsson ('53)
Ægir Jarl Jónasson ('58)
Kristján Flóki Finnbogason ('69)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Gísli græjaði öll stigin í erfiðum aðstæðum
Hvað réði úrslitum?
Sigurmark sem var í engum takti við leikinn, frábært samspil og geggjað slútt. Leikurinn var lokaður, Blikar héldu boltanum betur og voru kannski líklegri en sköpuðu nánast ekkert. Gísli átti skot fyrir utan teig sem Simen varði og norski markvörðurinn sló einu sinni boltann yfir markið, það var svona það helsta sem hann þurfti að gera í leiknum, Anton hinu megin þurfti heldur ekki mikið að gera, þurfti ekki að verja tilraunina frá Jóhannesi Kristni í byrjun seinni hálfleiks því hún fór ekki á markið.
Bestu leikmenn
1. Oliver Sigurjónsson
Fannst Oliver frábær í þessum leik, setti oft fótinn hreinlega niður og stöðvaði einhverjar tilraunir KR til að sækja, vann boltann og hóf sókn í hina áttina. Fann sig virkilega vel í þessum erfiðu aðstæðum í dag.
2. Gísli Eyjólfsson
Hetjan í leiknum, tók þetta færi gríðarlega vel og tryggði sigurinn. Höskuldur var einnig virkilega góður hjá Blikum og Finnur Tómas átti sennilega sinn besta leik hjá KR í sumar.
Atvikið
Sigurmarkið, geggjað samspil milli Gísla, Höskulds og Klæmints. Það var í raun í engum takti við það sem annars gerðist í þessum leik.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin heilt yfir í dag þýða að Breiðablik er þriðja liðið í þriggja liða baráttu efst í deildinni, í humátt á eftir Víkingi og Val. Fjórði sigur liðsins í röð og framlagið í þessum leik til mun meiri fyrirmyndar en það sem liðið sýndi í síðasta leik. Hin hliðin á peningnum er sú að þetta var fimmta tap KR í röð, fimmti leikurinn í röð þar sem liðið nær ekki að skora og liðið er komið í fallsæti. Ef Fylkir vinnur á morgun verður KR í botnsæti deildarinnar! Frammistaðan og hjartað sem liðið sýndi í dag gefur fyrirheit á betri tíma. Framundan eru bikarleikir hjá liðunum, svo mætir Breiðablik KA í deildinni og KR heimsælir Fram þar sem þrjú stig þurfa að nást.
Vondur dagur
Þessi leikur fær þetta bara fyrir að vera hreinlega hundleiðinlegur og höfðu aðstæður mest um það að segja. Aðstæður fá falleinkunn í dag.
Dómarinn - 8
Mér fannst Erlendur dæma þennan leik virkilega vel, ekki erfiðasti leikurinn til að dæma, náðist ekki hraði í að hækka erfiðleikastigið.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('88)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('71)
30. Andri Rafn Yeoman ('61)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Alex Freyr Elísson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('61)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson ('88)
20. Klæmint Olsen ('71)
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: