De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Keflavík
0
0
Breiðablik
29.05.2023  -  19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skelfilegar satt að segja, Rok og rigning og völlur sem er ekki klár.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 370
Maður leiksins: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
6. Sindri Snær Magnússon
11. Stefan Ljubicic
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason
22. Ásgeir Páll Magnússon
25. Frans Elvarsson
50. Oleksii Kovtun
86. Marley Blair ('80)
89. Jordan Smylie ('80)

Varamenn:
24. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
7. Viktor Andri Hafþórsson
9. Daníel Gylfason
14. Guðjón Pétur Stefánsson
19. Edon Osmani ('80)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('80)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('71)
Ernir Bjarnason ('90)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Klúður í Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Agaður varnarleikur Keflavíkur réði þar líklega mestu en þegar á reyndi hjálpuðu aðstæður þeim líklega talsvert. Fátt verður rætt um annað eftir þennan leik en dauðafærið sem Klæmint Olsen fékk en víkjum að því síðar.
Bestu leikmenn
1. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Kollektívt val á varnarlínu Keflavíkur sem átti góðan leik í dag heilt yfir, Gunnlaugur, Frans, Oleksii sem og fleiri vörðust vel og unnu vel fyrir stiginu.
2. Höskuldur Gunnlaugsson
Fyrirliði Blika var mikið að reyna að skapa fyrir liðsfélaga sína í dag og átti nokkur skot að marki að auki. Fékk ekkert fyrir það á endanum en menn fiska sem róa.
Atvikið
Færi aldarinnar hjá Klæmint Olsen sem setur boltann yfir af örstuttu færi fyrir opnu marki er klippa sem mun á endanum skila sér í eitthvað bloober myndband á Youtube. Honum til varnar þá voru aðstæður vissulega erfiðar en er ekki sanngjarnt á sama hátt að gera þá kröfu á leikmann með á þriðja hundrað marka í meistaraflokki og 56 A-landsleiki að skora af færi sem mælist í sentimetrum?
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik fellur niður í 3. sæti deildarinnar og situr þar með 22 stig 5 stigum á eftir toppliði Víkinga en þau lið mætast næstkomandi föstudag. Keflavík lyftir sér úr botnsætinu upp í það 11. með 6 stig.
Vondur dagur
Klæmint Olsen mun sennilega aldrei vilja sjá þetta færi sitt sem hann brenndi af aftur á lífsleiðinni. Ótrúlegt atvik sem ég er bara ekki búinn að átta mig á til fulls. Hann mun þó ekki hengja haus enda sannur fagmaður.
Dómarinn - 7
Til að hrósa Gunnari þá reyndi hann sitt allra besta til að fá leikinn til að fljóta eins og hægt var. Sleppti mörgum smábrotum sem hann mátti alveg flauta á en leikurinn hefði orðið enn verri fyrir vikið ef hann hefði flautað um of. Auðvitað eitt og eitt atvik sem má tína til en það sem Blikar eru sennilega ósáttastir með er lokaflautið. Gísli Eyjólfsson var að sleppa einn í gegn þegar lokaflautið gall og voru Blikar langt í frá sáttir. Einhverjir gætu sagt að tíminn sé búinn þegar hann er búinn og aðrir sagt að menn eigi að fá að klára augnablikið. Hvort er réttara ætla ég mér ekki að dæma um heldur halda mig við mitt hrós.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('66)
11. Gísli Eyjólfsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
25. Davíð Ingvarsson ('66)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
14. Jason Daði Svanþórsson ('66)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
28. Oliver Stefánsson
30. Andri Rafn Yeoman ('66)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: