Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Í BEINNI
Lengjudeildin - Umspil
ÍR
LL 1
4
Keflavík
ÍR
1
0
Þróttur R.
Róbert Elís Hlynsson '20 1-0
09.08.2024  -  19:15
ÍR-völlur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og sumar
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 369
Maður leiksins: Róbert Elís Hlynsson (ÍR)
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson
7. Kristján Daði Runólfsson ('66)
11. Bragi Karl Bjarkason ('81)
13. Marc Mcausland (f)
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('96)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson
77. Marteinn Theodórsson ('66)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
8. Alexander Kostic
15. Ísak Óli Helgason
22. Sæþór Ívan Viðarsson ('81)
26. Gils Gíslason ('66)
30. Renato Punyed Dubon ('66)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hrafn Hallgrímsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sindri Rafn Arnarsson
Sigmann Þórðarson

Gul spjöld:
Ágúst Unnar Kristinsson ('54)
Arnór Gauti Úlfarsson ('81)
Kristján Atli Marteinsson ('89)
Renato Punyed Dubon ('93)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Það er eitthvað sérstakt í gangi í Neðra-Breiðholtinu
Hvað réði úrslitum?
ÍR-ingar eru ótrúlegt stemningslið. Þegar þeir komust yfir þá voru þeir aldrei að fara að hleypa Þrótturum aftur inn í þetta. Og þeir voru líklegri til að vinna þetta stærra en Þróttur að jafna. ÍR-liðið er ótrúlega sterkt á grasinu í neðra-Breiðholtinu og það er erfitt að fara þangað. Þeir brjóta hin liðin niður og þau missa trúna á að þau séu að fara að gera eitthvað. Það er andi yfir ÍR-svæðinu þessa dagana, mikill andi.
Bestu leikmenn
1. Róbert Elís Hlynsson (ÍR)
Strákurinn ungi gerði sigurmarkið og var virkilega flottur inn á miðsvæðinu. Félög í efstu deild hafa sýnt honum áhuga og það er skiljanlegt. Mjög flott mark hjá honum og góð frammistaða.
2. Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR)
Er einn mikilvægasti leikmaðurinn í þessu ÍR-liði og á skilið meira umtal fyrir frammistöðu sína í sumar. Frábær í hjarta varnarinnar með Marc McAusland.
Atvikið
Sigurmarkið sem Róbert Elís skorar eftir langt innkast frá eldri bróður sínum, Óliver Elís. Alvöru tenging þar á milli.
Hvað þýða úrslitin?
ÍR hoppar upp í fjórða sæti og er núna fimm stigum á undan liðinu í sjötta sæti. Það eru bara býsna góðar líkur á því að við sjáum ÍR í úrslitakeppninni og þar verða þeir erfiðir við að eiga. Þetta var lykilleikur fyrir Þróttar en þeir eru með 20 stig í sjöunda sæti. Úrslitakeppnin fjarlægist þá.
Vondur dagur
Þróttaraliðið olli mér miklum vonbrigðum í þessum mikilvæga leik. Þeir sköpuðu sér ekki færi eftir að ÍR tók forystuna. Sóknarleikurinn var afskaplega bragðdaufur frá 20. mínútu þangað til það var flautað af. Svo fékk undirritaður fréttir af því að þjálfarinn væri farinn heim áður en hægt var að ná honum í viðtal. Þróttarar fara fúlir á koddann í kvöld.
Dómarinn - 6
Nokkrar skrítnar ákvarðanir en það voru lítil atriði. Ágætlega dæmdur leikur.
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
6. Emil Skúli Einarsson ('45)
20. Viktor Steinarsson ('45)
21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson ('77)
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('91)
99. Kostiantyn Iaroshenko ('62)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('62)
9. Viktor Andri Hafþórsson
14. Birkir Björnsson ('45)
17. Izaro Abella Sanchez
33. Unnar Steinn Ingvarsson ('45)
75. Liam Daði Jeffs ('77) ('91)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Bjarki Reyr Jóhannesson

Gul spjöld:
Emil Skúli Einarsson ('7)
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('68)

Rauð spjöld: