Þróttur R.
6
1
ÍR
Viktor Jónsson
'2
1-0
1-1
Jón Gísli Ström
'33
, víti
Daði Bergsson
'36
2-1
Aron Þórður Albertsson
'59
3-1
Emil Atlason
'70
4-1
Emil Atlason
'72
5-1
Aron Þórður Albertsson
'76
6-1
01.08.2018 - 19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Geggjaðar!!
Dómari: Bjarki Danielsen
Maður leiksins: Emil Atlason (Þróttur)
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Geggjaðar!!
Dómari: Bjarki Danielsen
Maður leiksins: Emil Atlason (Þróttur)
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Finnur Tómas Pálmason
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
('45)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Viktor Jónsson
('67)
11. Jasper Van Der Heyden
15. Egill Darri Makan Þorvaldsson
('45)
16. Óskar Jónsson
23. Guðmundur Friðriksson
Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Teitur Magnússon
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Emil Atlason
('45)
20. Logi Tómasson
('45)
26. Kristófer Konráðsson
('67)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jón Breki Gunnlaugsson
Halldór Geir Heiðarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttarar ganga frá ÍR á heimavelli. Þvílík frammistaða!
Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
89. mín
Þróttarar komast þrír á móti tveimur, Emil getur skotið en rennir honum út á Loga sem setur hann utanfótar í hliðarnetið.
87. mín
En og aftur er Emil Atla nálægt því að fullkomna þrennuna. Hendir í smá bakhrindingu eftir hornspyrnu og fær frían skalla sem Helgi ver vel.
86. mín
Logi Tómasson er að bjóða upp á einhverjar bestur hornspyrnur á Íslandi hérna í dag. Vá!
Emil Atla er alltof góður fyrir þessa Inkasso deild #fotboltinet
— Birkir Karl Sigurðss (@birkirkarl) August 1, 2018
82. mín
Kristófer Konráðs að sóla svartar keilur á vellinum. Leggur hann síðan inn í teiginn á Emil sem rennir honum rétt framhjá.
81. mín
Axel Sig með fyrsta næstum færi seinni hálfleiksins fyrir ÍR, skot af 25 metrunum sem fer lengst framhjá.
79. mín
Kristó Konráð langar að vara með í veislunni og reynir langskot sem Helgi á ekki í miklum erfiðleikum með.
Mikið er nú fallegt að sjá Emil Atlason kominn á blað eftir erfið ár. Ekki eitt heldur tvö mörk à kvöld. #fotboltinet #lifi
— Ãsgeir Halldórsson (@asgeir86) August 1, 2018
76. mín
MARK!
Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Emil Atlason
Stoðsending: Emil Atlason
Þetta er niðurlæging!!!! Miðvarðapar ÍR Halldór og SKúli eru í einhverju sirkús hérna og eru að gefa mörk á tombóluverði. Skúli missir boltann yfir sig. Emil nær honum og leikur á Halldór, rennir honum síðan fyrir á Aron í staðinn fyrir að skjóta sjálfur.
74. mín
Emil næstum búinn að fullkomna þrennuna!!!! Kemst einn í gegn og Helgi kemur á móti í markinu. Emil ætlar að lyfta honum yfir hann en botlinn fer rétt yfir.
72. mín
MARK!
Emil Atlason (Þróttur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
Stoðsending: Logi Tómasson
En ein geggjaða hornspyrnan hjá Loga endar loksins með marki. Snýr hann skemmtilega á fjær þar engin dekking er og Emil svífur hæst í teignum.
70. mín
MARK!
Emil Atlason (Þróttur R.)
Þróttarar eru að ganga frá þessu! Þróttur taka snögga auakspyrnu. Stinga honum inn á Jasper sem kemur með góðan bolta fyrir, ÍR mistakast að hreinsa frá. Emil endar einhvernveginn með boltann og getur ekki annað en skorað.
63. mín
Menn liggja hérna útum allan völl, flestir með þjóhátíðarkrampa sýnist mér en Stebbi Páls þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla sem líta ekki vel út.
59. mín
MARK!
Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Geysist upp vinstri vænginn og fíflar Andra Jónasar áður en hann setur hann öruggt í fjær. ÍR verið arfaslakir í seinni hálfleik og þetta er fyllilega verðskuldað.
56. mín
Arnar Darri er eitthvað vankaður eftir högg og þarfnast aðhlynningar. Sveinn Óli varamarkvörður er sendur að hita.
54. mín
Inn:Jesus Suarez Guerrero (ÍR)
Út:Axel Kári Vignisson (ÍR)
Maðurinn með rándýra nafnið kominn inná í sínum fyrsta leik fyrir ÍR
53. mín
Jasper með geggjaða aukaspyrnu innfyrir þar er enginn annar en Viktor Jóns mættur í skalla sem smellur í slánni. VÁ! Strax eftir það kemur fyrirgjöf og Emil Atla setur boltann rétt framhjá. Þróttarar ráða lögum og lofum á vellinum í þessum seinni hálfleik.
51. mín
Logi með skemmtilega hornspyrnu sem smellur í slánni!
Annað horn þar sem Logi reynir sama og fer í nærhornið. Helgi rétt nær að bjarga en tæpt var það.
Annað horn þar sem Logi reynir sama og fer í nærhornið. Helgi rétt nær að bjarga en tæpt var það.
49. mín
Aron Þórður á miklum sprett upp völlinn en er kominn í þrönga stöðu og setur hann laflaust á Helga í markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
ÍR hefja seinni hálfleikinn á klassískri íslenskri langri miðju.
ÍR hefja seinni hálfleikinn á klassískri íslenskri langri miðju.
45. mín
Inn:Logi Tómasson (Þróttur R.)
Út:Egill Darri Makan Þorvaldsson (Þróttur R.)
Tvöföld skipting hjá Þróttrum í hálfleik. Athyglisvert.
45. mín
Inn:Emil Atlason (Þróttur R.)
Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
Þróttur gerðu skiptingu í hálfleik. Ekki amalegt að eiga einn Emil Atla á bekknum.
44. mín
Eitraður bolti fyrir frá Guðmundi Friðriks og eftir mikinn darraðardans í teignum skóflar Viktor boltanum rétt framhjá. Rosalega tæpt.
42. mín
Guffi fer niður og vill fá aukaspyrnu sem hann fær ekki og segir nokkur vel valin orð á færeysku við dómarann.
38. mín
Strax eftir markið geysast ÍR í sókn og boltinn endar fyrir utan teig þar sem Axel Kári kemur á ferðinni en setur hann rétt framhjá.
36. mín
MARK!
Daði Bergsson (Þróttur R.)
Þróttarar eru ekki lengi að svara!! Aron Þórður með fast skot sem Helgi nær ekki að halda og Daði Bergs er fyrstur að átta sig í teignum og potar honum inn.
33. mín
Mark úr víti!
Jón Gísli Ström (ÍR)
Ström-vélin heldur áfram að bæta í!!! Hrikalega örugg spyrna. Setur Arnar Darra í vitlaust horn.
32. mín
ÍR fá VÍTI!!!! Hárrétt hjá Færeyingnum. Eftir hornspyrnu ÍR sem berst boltinn á Ágúst Frey sem hamrar honum í átt að marki. Birkir Þór hoppar fyrir og fær boltann í hendina.
28. mín
Lítið að gerast þessa stundina. ÍR hafa þó verið að sækja í sig veðrið og beita hættulegum skyndisóknum.
22. mín
Axel með geggjaðan sprett og skilur Finn Tómas eftir í rykinu. Hann er nánast kominn einn á móti markmanni en touchið svíkur hann og Birkir Þór hendir sér í eina tveggja fóta inn í teig og tekur bara boltann. Það þurfti kúlur til að henda sér í þessa tæklingu.
21. mín
Guffi kemur með góða sendingu fyrir og Axel gerir vel í að vinna stöðu en hittir boltann illa.
Skömmu seinna berst boltinn út á Axel Kára eftir lélega hreinsun en hann lúðrar honum yfir.
Skömmu seinna berst boltinn út á Axel Kára eftir lélega hreinsun en hann lúðrar honum yfir.
19. mín
Inn:Halldór Arnarsson (ÍR)
Út:Már Viðarsson (ÍR)
Már getur ekki haldið áfram leik eftir höfuðhöggið og Halldór Arnars tekur hans stað.
17. mín
Axel fer illa með Egil Makan og vinnur aukaspyrnu úti á hægri kanti. Stebbi Páls tekur spyrnuna og "curvar" hann í fær rétt yfir samskeytin. Mér sýndist Arnar Darri samt vera með allt á hreinu.
15. mín
Aron Þórður með guðdómlega sendingu innfyrir á Viktor Jóns sem tekur á móti honum og setur hann niðri við stöng en Helgi ver vel. Aðstoðardómarinn var hinsvegar búinn að flagga rangstöðu.
14. mín
Þróttarar eru að ná að stjórna öllu spili þessa stundina á meðn ÍR ganga ill að halda bolta.
9. mín
Aftur kemur fyrirgjöf frá Jasper og aftur er Viktor að gera sig breiðan í teignum en nú nær Már að stoppa hann. Már liggur eftir, þeir virðast hafa skallað saman. Ef ekki væri fyrir Má þarna væri staðan 2-0.
8. mín
Andri Jónasson hægri bakvörður ÍR er að vinna með skelfilegt look. Með risastór göt aftan á kálfa á báðum sokkum.
6. mín
Fyrsta tilraun gestanna. Gísli Martin fær boltann fyrir utan teig og ætlar að snúa hann í fjær en skotið ekki nógu gott.
2. mín
MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Jasper Van Der Heyden
Stoðsending: Jasper Van Der Heyden
Jasper með góðan sprett upp hægri kantinn og kemur með frábæra fyrirgjöf á markteig þar sem Viktor Jóns stangar hann inn. Þarna klikkaði Helgi í markinu. Ætlaði að fara út í boltann en hætti síðan við. Frábær byrjun Þróttara.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, frábærar aðstæður og nóg af lausum sætum. Þróttur hefðbundnir rauðir og hvítir á meðan ÍR eru í sínum geggjuðu svörtu varabúningum.
Fyrir leik
2/3 af dómurum leiksins í dag koma frá Færeyjum. Bjarki Danielsen er á flautunni og á flöggunum eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Sámal Weihe.
Fyrir leik
Leikmenn sem ég mæli með fylgjast vel með í dag.
Jón Gísli Ström
Betur þekktur sem Ström-vélin er vonandi fyrir ÍR-inga að hrökkva í gang. Jón Gísli skoraði jöfnunar- og sigurmark ÍR gegn Selfoss í síðustu umferð á 6 mínútum. Það vita allir hvað Jón Gísli getur á góðum degi og verður fróðlegt að sjá hvort hann láti kné fylgja kviði í leiknum í dag.
Óskar Jónsson
Óskar er nýgengin til liðs við Þróttar frá Blikum á láni. Það sem er athyglisvert við það er að Óskar var hjá ÍR fyrrihluta sumars áður en Blikar kölluðu hann til baka og sendu til Þróttara. Óskar var algjör lykilmaður í liði ÍR og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur inn í lið Þróttara sem er talsvert betur mannað.
Jón Gísli Ström
Betur þekktur sem Ström-vélin er vonandi fyrir ÍR-inga að hrökkva í gang. Jón Gísli skoraði jöfnunar- og sigurmark ÍR gegn Selfoss í síðustu umferð á 6 mínútum. Það vita allir hvað Jón Gísli getur á góðum degi og verður fróðlegt að sjá hvort hann láti kné fylgja kviði í leiknum í dag.
Óskar Jónsson
Óskar er nýgengin til liðs við Þróttar frá Blikum á láni. Það sem er athyglisvert við það er að Óskar var hjá ÍR fyrrihluta sumars áður en Blikar kölluðu hann til baka og sendu til Þróttara. Óskar var algjör lykilmaður í liði ÍR og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur inn í lið Þróttara sem er talsvert betur mannað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.
Gulli Jóns gerir þrjár breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn Fram. Árni Þór, Rafn Andri og Kristófer Konráðs detta ú og inn koma Aron Þórður ásamt nýju mönnunum Agli Darra og Óskari.
Binni Gests gerir tvær breytingar á liði ÍR frá sigrinum á Selfoss. Jónatan og Halldór Jón setjast á bekkinn. Inn koma töframaðurinn Guffi og Skúli Sigurz.
Gulli Jóns gerir þrjár breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn Fram. Árni Þór, Rafn Andri og Kristófer Konráðs detta ú og inn koma Aron Þórður ásamt nýju mönnunum Agli Darra og Óskari.
Binni Gests gerir tvær breytingar á liði ÍR frá sigrinum á Selfoss. Jónatan og Halldór Jón setjast á bekkinn. Inn koma töframaðurinn Guffi og Skúli Sigurz.
Lifi Þróttur. Hrikalega steikt að það gerist ennþá sumarið 2018 að meistaraflokkar félaga séu að spila á sama tÃma. Ekkert stórmál ef annað liðið er að spila hinum megin á landinu en dapurt að þurfa að velja á milli þess að sjá strákana à dalnum eða stelpurnar à Kef #fotboltinet
— Mist Rúnarsdóttir (@MistRunarsdotti) August 1, 2018
Fyrir leik
Bæði lið gerðu vart við sig á leikmannamarkaðnum. Þróttur fengu Teitur Pétursson, Óskar Jónsson, Egil Makan Þorvaldsson og Loga Tómasson á láni. Í staðinn misstu þeir Ólaf Hrannar, Karl Brynjar og Víði Þorvarðar.
ÍR sóttu Jesus Suarez frá Leikni Fáskúsfirði ásamt því að Halldór Arnarsson samdi aftur við uppeldisfélagið eftir dvöl í Hollandi. Þeir misstu í staðinn Óskar Jónsson ásamt því að minni spámenn róuðu á önnur mið.
ÍR sóttu Jesus Suarez frá Leikni Fáskúsfirði ásamt því að Halldór Arnarsson samdi aftur við uppeldisfélagið eftir dvöl í Hollandi. Þeir misstu í staðinn Óskar Jónsson ásamt því að minni spámenn róuðu á önnur mið.
Fyrir leik
Gullkálfurinn úr Efra-Breiðholti Hilmar Árni Halldórsson þekkir Inkasso deildina ágætlega og var fenginn til að spá í spilin fyrir 14. umferðina. Hann hafði þetta að segja um leikinn:
Þróttur R. 1 - 1 ÍR
ÍR-ingar hafa verið að bæta sig að undanförnu og það er búið að vera rót í leikmannahóp Þróttar. Liðin munu virða stigið.
Hér má sjá spánna í heild sinni.
Þróttur R. 1 - 1 ÍR
ÍR-ingar hafa verið að bæta sig að undanförnu og það er búið að vera rót í leikmannahóp Þróttar. Liðin munu virða stigið.
Hér má sjá spánna í heild sinni.
Fyrir leik
ÍR eru í tíunda sæti deildarinnar og geta með hagstæðum úrslitum í kvöld lyft sér upp í það sjöunda. Þróttarar eru hins vegar í fimmta sæti og verða það eftir umferðina sama hvernig fer.
Fyrir leik
Liðin mættust í 3. umferð deildarinnar á Hertz-vellinum þar sem Þróttarar unnu öruggan 3-1 sigur, Ólafur Hrannar sem er kominn heim í Leikni skoraði ásamt þeim Hrein Inga og Jasper Heyden. Guffi skoraði fyrir ÍR í leiknum. Óskar Jónsson fékk að líta rauða spjaldið í þeim leik hjá ÍR en hann er nú orðinn leikmaður Þróttar.
Svakalegur miðvikudagur framundan, við mætum og styðjum, Lifi Þróttur #kottarar #fotboltinet #lifi #hjartaðÃreykjavik #inkassodeildin https://t.co/FhqBIhXPgH pic.twitter.com/JYbRYlocWA
— Þróttur (@throtturrvk) July 30, 2018
Fyrir leik
Bæði lið koma á ágætis "rönni" inn í þennan leik. Þróttur hafa fengið sjö stig af síðustu níu mögulegum á meðan ÍR hafa unnið tvo af síðustu þremur.
Þróttur gerðu 2-2 jafntefli gegn Fram á útivelli á meðan ÍR unnu magnaðan sigur á Selfoss 3-2.
Þróttur gerðu 2-2 jafntefli gegn Fram á útivelli á meðan ÍR unnu magnaðan sigur á Selfoss 3-2.
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
4. Már Viðarsson (f)
('19)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jón Gísli Ström
9. Ágúst Freyr Hallsson
10. Stefán Þór Pálsson
('65)
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
13. Andri Jónasson
16. Axel Sigurðarson
22. Axel Kári Vignisson
('54)
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
7. Jónatan Hróbjartsson
9. Björgvin Stefán Pétursson
10. Viktor Örn Guðmundsson
17. Jesus Suarez Guerrero
('54)
19. Brynjar Óli Bjarnason
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Styrmir Erlendsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Ólafur Þór Gunnarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: