Baldur Sigurðsson, miðjumaður Stjörnunnar, var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Inkasso-deildarinnar.
Liðsfélagi Baldurs hjá Stjörnunni og markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar með 15 mörk í 14 leikjum, Hilmar Árni Halldórsson, spáir í 14. umferðina sem hefst í kvöld.
Hilmar var nýkominn úr flugi til Danmerkur þegar hann skilaði af sér spánni. Stjarnan er að fara að spila seinni leik sinn gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leikur endaði 2-0 fyrir FCK á Samsung-vellinum.
Hér að neðan er spá Hilmars.
Leiknir R. 1 - 0 Fram (klukkan 19:15 í kvöld)
1-0 fyrir mínum mönnum, seiglusigur í fínum fótboltaleik. Sævar Atli með markið.
Þór 3 - 0 Njarðvík (klukkan 18:00 á morgun)
Þórsarar koma sterkir til baka eftir skell í síðasta leik. Ignacio og Alvaro leika á alls oddi.
Haukar 1 - 3 ÍA (klukkan 18:30 á morgun)
ÍA fylgir eftir góðum sigri og nýjasta viðbótin á miðjunni setur debut mark.
Selfoss 1 - 2 HK (klukkan 19:15 á morgun)
Selfyssingar byrja af krafti undir nýjum þjálfara en Brynjar Björn og félagar verða of stór biti fyrir þá. Hörður bakvörður laumar inn einu.
Þróttur R. 1 - 1 ÍR (klukkan 19:15 á morgun)
ÍR-ingar hafa verið að bæta sig að undanförnu og það er búið að vera rót í leikmannahóp Þróttar. Liðin munu virða stigið.
Víkingur Ó. 3 - 1 Magni (klukkan 19:15 á morgun)
Ólsarar töpuðu fyrir Magna fyrir norðan og ná fram hefndum í þessum leik. Gonzalo líklegur að skora.
Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir