Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KA
3
0
Leiknir R.
Hallgrímur Mar Steingrímsson '15 , víti 1-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '56 , víti 2-0
Ásgeir Sigurgeirsson '70 3-0
Octavio Paez '84
12.05.2021  -  17:30
Dalvíkurvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Gervigras og fínasta veður, 5°C og smá gola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Þorri Mar Þórisson (KA)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson ('75)
3. Dusan Brkovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('88)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('88)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('79)
27. Þorri Mar Þórisson ('79)

Varamenn:
33. Vladan Dogatovic (m)
3. Kári Gautason ('79)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('79)
18. Áki Sölvason
32. Þorvaldur Daði Jónsson ('75)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('88)
90. Elvar Máni Guðmundsson ('88)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson

Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('37)
Andri Fannar Stefánsson ('41)
Dusan Brkovic ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA vinnur öruggan 3-0 sigur á Dalvíkurvelli.
91. mín
Vindhögg frá Degi og Daníel kemst í boltann og er kominn einn í gegn.

Daníel á skot sem fer af varnarmanni og í horn.
88. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
88. mín
Inn:Elvar Máni Guðmundsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
84. mín Rautt spjald: Octavio Paez (Leiknir R.)
Þessi var rosaleg. Hann fór í tveggja fóta á Kára Gautason, of seinn og illa ígrundað.
80. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
80. mín
Inn:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Missti af þessari skiptingu.
80. mín
Octavio, sýndist mér, með aukaspyrnu beint í hendurnar á Steinþóri Má.
79. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
Kári fæddur árið 2003. Þorri átt góðan leik í dag.
79. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
77. mín
Þorri með tilraun með vinstri fyrir utan teig, laust og beint á Guy.
77. mín
KA fær aðra hornspyrnu.
76. mín
Daníel með fyrirgjöf sem gestirnir eru í vandræðum með og gefa hornspyrnu.
75. mín
Inn:Þorvaldur Daði Jónsson (KA) Út:Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Þorvaldur fæddur 2002.
75. mín
Daníel Finns með eina tilraun vel yfir mark KA.
74. mín
Dusan brýtur á Sólon úti hægra megin við vítateig.
73. mín
Nökkvi með skot/fyrirgjöf sem Guy ver út í teiginn og varnarmenn Leiknis ná svo að hreinsa.
72. mín
Sævar Atli með skot/fyrirgjöf sem Steinþór Már grípur.
71. mín
Inn:Octavio Paez (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
70. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Brynjar Ingi Bjarnason
Brynjar á skalla að marki, beint á Ásgeir, eftir smá klafs og Ásgeir kemur boltanum í netið.
70. mín
Dusan skallaði í burtu hornspyrnuna áðan. Núna á KA hornspyrnu.
68. mín Gult spjald: Dusan Brkovic (KA)
Leiknir á núna hornspyrnu.
67. mín
Dusan fær spjald næst þegar boltinn fer úr leik. Reif Sólon niður.
66. mín
Máni með skot sem fer af varnarmanni og Steinþór grípur.
65. mín
Sólon kemur sér í dauðafæri en Steinþór Már gerir frábærlega að verja!
64. mín
Nökkvi með sendingu inn á Steinþór sem skýtur framhjá í góðu færi.
62. mín
Ásgeir í smá kapphlaupi við Guy en markvörðurinn var alltaf með þennan bolta.
61. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Leiknir R.) Út:Emil Berger (Leiknir R.)
59. mín
Sólon Breki að gera sig líklegan en Þorri bjargar þessu og hreinsar í innkast.
56. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Haukur Heiðar Hauksson
Curse of the commentator... KA fór upp og skoraði eftir að ég sagði að Leiknir væri betra liðið á vellinum.

Örugg spyrna hjá Hallgrími sem er kominn með fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum.
55. mín
VÍTI!!!! KA

Bjarki sparkar Hauk mjög klaufalega niður eftir aukaspyrnuna frá Hallgrími. Þetta var furðulegt.
54. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Braut illa á Ásgeiri sem liggur eftir.
53. mín
Sævar með fyrirgjöf í Andra en fær boltann aftur í sig og aftur fyrir. Leiknir mun betra liðið á vellinum.
49. mín
Sævar Atli færir sig aðeins neðar á völlinn með komu Sólons inn á völlinn.
48. mín
Fyrirgjöf frá hægri sem Sólon skallar áfram en ekkert varð úr þessu. Leiknir byrjar á því að sækja.
47. mín
Daníel Finns sýndist mér með tilraun en skotið laust og framhjá.
46. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

KA byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
KA er búið að vera öflugra liðið í leiknum, átt fleiri upphlaup en hafa verið klaufar í ákvörðunum sínum á síðasta þriðjungi.
Rjómi Norðurlands, Perlan, er hérna rétt hjá Magnús.

Leyfum smá tuði að fljóta með

45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks eftir að Hallgrímur á skottilraun en rangstaða dæmd á Ásgeir sýndist mér.
45. mín
45+1

Sævar Atli með frábæran sprett upp hægra megin, kemur sér inn á teiginn og reynir að finna Dag en vörn KA kemur þessu í burtu.
42. mín
Hratt upphlaup hjá KA. Steinþór sendir á Nökkva sem finnur Ásgeir inn á teignum en Ásgeir skýtur í höndina á sér og aukaspyrna dæmd.
41. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)
41. mín
Emil skallar spyrnu Hallgríms í burtu.
40. mín
Gyrðir eilítið óheppinn og hreinsar boltann í hornspyrnu þegar hann tók hann af Nökkva.
39. mín
Skemmtilegt hjá Leiknisljónunum. Þeir töldu sekúndurnar sem það tók Steinþór að taka markspyrnuna. Þrettán sekúndur voru það.
38. mín
Boltinn fellur einhvern veginn fyrir Árna Elvar við vítateig KA og Árni lætur vaða með vinstri en skotið framhjá.
37. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Brýtur á Sævari Atla í hröðu upphlaupi. Hárrétt.
36. mín
Haukur Heiðar fellur inn á teignum þegar boltinn er á leiðinni inn á teiginn en Vilhjálmur Alvar dettur ekki í hug að dæma víti.
35. mín
Hallgrímur með skot sem Guy ver en nær ekki að halda. Nökkvi nær í frákastið en Guy ver tilraun Nökkva með tilþrifum. KA á horn.
34. mín
Ásgeir gerir vel inn á teignum sem Guy ver til hliðar.

Daníel nær í frákastið og kemur boltanum á Þorra sem á skot í varnarmann.
32. mín
Hornið tekið út fyrir teig á Andra Fannar sem á fyrirgjöf. Mér sýndist það vera Haukur Heiðar sem reyndi við þennan skallabolta en náði ekki að stýra boltanum á markið.

Eftir útsparkið vann Þorri skallaeinvígi, Daníel kom boltanum á Ásgeir sem fann Nökkva sem átti skot framhjá nærstönginni.
31. mín
KA á hornspyrnu.
29. mín
Hallgrímur með fyrirgjöf sem Guy grípur. Guy er snöggur að koma boltanum í leik. Ásgeir vinnur boltann strax og Daníel reynir snöggt skot frá vítateig en skotið yfir.
27. mín
Sævar Atli ætlar einn á einn úti vinstra megin við teiginn gegn Brynjari en Brynjar var með þetta í teskeið.
26. mín
Dusan brýtur á Sævari á miðjum vallarhelmingi KA. Fín fyrirgjafarstaða úti á kantinum.

Haukur Heiðar skallar í burtu.
25. mín
Ágætis sókn hjá KA en vantaði smá brodd í Steinþór að stinga sér í átt að marki eftir flotta sendingu frá Daníel. KA hélt lífi í sókninni en skapaði enga hættu í kjölfarið.
24. mín
Guy í smá skógarhlaup en það blessast allt saman.
23. mín
Gyrðir brýtur á Þorra og fær tiltal.
21. mín
Þorri vinnur boltann laglega af Mána úti við hliðarlínu, Þorri að byrja leikinn vel á heimavelli.
20. mín
Arnar kallar: Þetta er of erfitt.

Langur bolti upp í horn sem Guy skýlir út fyrir en Nökkvi reynir að komast í.
15. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Steinþór Freyr Þorsteinsson
Þéttingsfast í vintra hornið framhjá höndunum á Guy.
15. mín
VÍTI KA!!!

Steinþór felldur, klaufalegt! Sýnist þetta vera Árni Elvar en hélt fyrst að þetta hefði verið Dagur sem braut.
13. mín
Fyrirgjöf frá Hallgrími sem Dagur skallar í burtu.
12. mín
Daníel Finns með fína tilraun eftir flottan sprett frá Arnóri upp hægri kantinn og inn á teiginn. Skotið rétt framhjá.
11. mín
Máni reynir að taka Þorra á við vítateiginn en Þorri gerir vel og hættan líður hjá.
5. mín
Lið Leiknis:
Guy
Arnór - Bjarki - Dagur -Gyrðir
Emil - Árni- Daði
Daníel -Sævar - Máni

Númerin eru svolítið óskýr svo ég er ekki alveg 100% með þetta.
5. mín
Emil með tilraun sem ver yfir mark KA.
4. mín
Máni krækir í aukaspyrnu á fínum stað, nokkrum metrum frá vítateig KA.
1. mín
Lið KA:

Steinþór Már
Þorri - Brynjar - Dusan - Andri
Haukur - Daníel
Nökkvi - Steinþór Freyr - Hallgrímur
Ásgeir
1. mín
Leikur hafinn
Leiknir byrjar með boltann.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn. Leiknir leikur í bláu og fjólubláu og KA í gulum treyjum og bláum stuttbuxum.

KA leikur í átt að Svarfaðardal, perlu Norðurlands, í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Leikur þessara liða í Mjólkurbikarnum í fyrra endaði með 6-0 sigri KA í fyrra þar sem tveir leikmenn Leiknis fengu rautt.
Fyrir leik
Elfar Árni fær á sig gagnrýni fyrir að taka Aguero víti, tók eitt æfingavíti.
Fyrir leik
Ég held að KA sé að stilla upp í 4-2-3-1 með Hauk Heiðar og Þorra í bakvörðunum. Ég miða það út frá þeim orðum Hallgríms Mar í hlaðvarpsþætti fyrir mót að það hafi ekkert verið æft 5-manna vörn í vetur. Þetta kemur allt saman í ljós þegar leikurinn byrjar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 1-3 sigrinum gegn KR síðasta föstudag. Hrannar Björn Steingrímsson, Jonathan Hendrickx og Rodri eru meiddir. Inn koma Haukur Heiðar Hauksson, Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stálmúsin) og Þorri Mar Þórisson. Ívar Örn Árnason er ekki í leikmannahópi KA. Elfar Árni Aðalsteinsson er á varamannabekknum , þar er líka Bjarni Aðalsteinsson sem kom nýlega frá Bandaríkjunum eftir að hafa verið þar í skóla í vetur. Einnig má sjá Vladan Djogatovic sem kom á láni frá Grindavík á dögunum.

Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir eina breytingu á sínu liði frá 3-3 jafnteflinu gegn Breiðabliki. Brynjar Hlöðversson er ekki með í dag og Arnór Ingi Kristinsson kemur inn í liðið. Manga Escobar er ekki í leikmannahópi Leiknis.
Fyrir leik
Sævar Atli Magnússon, Emil Berger og Máni Austmann skoruðu í 3-3 jafntefli gegn Breiðabliki. Markalaust var gegn Stjörnunni.

Líklegt byrjunarlið:
Guy
Gyrðir - Bjarki - Brynjar - Dagur
Daði - Emil
Máni - Daníel - Manga
Sævar Atli
Fyrir leik
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvö mörk og Brynjar Ingi Bjarnason í 3-1 útisigri á KR í síðustu umferð. Markalaust var í fyrstu umferðinni gegn HK. Hallgrímur var valinn besti maður 2. umferðar. Hrannar Björn Steingrímsson meiddist undir lok leiks og þeir Rodri og Jonathan Hendrickx fóru meiddir af velli í leiknum. Hrannar verður ekki með í dag en klukkan 16:30 kemur í ljós hvort hinir verða klárir í slaginn. Þegar hefur verið greint frá því að Steinþór Már Auðunsson verður í markinu og Þorri Mar Þórisson byrjar leikinn.

Líklegt byrjunarlið:
Steinþór Már
Þorri - Dusan - Brynjar - Ívar
Andri Fannar - Haukur Heiðar/Steinþór Freyr
Nökkvi - Daníel - Hallgrímur
Ásgeir
Fyrir leik
KA kemur inn í leikinn með fjögur stig í fyrstu tveimur leikjunum á meðan Leiknir er með tvö stig. KA vann KR í síðasta leik og gerði jafntefli gegn HK í fyrstu umferð.

Leiknir gerði jafntefli Breiðabliki í síðasta leik og Stjörnunni í fyrstu umferð.

Leikurinn fer fram á Dalvík þar sem kalt hefur verið fyrir norðan og Greifavöllur er ekki tilbúinn fyrir knattspyrnuleiki.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsngu frá Dalvíkurvelli þar sem KA hittir fyrir lið Leiknis.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 á besta gervigrasi landsins.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('71)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('80)
8. Árni Elvar Árnason ('46)
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('80)
10. Daníel Finns Matthíasson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger ('61)
23. Arnór Ingi Kristinsson
23. Dagur Austmann

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
6. Ernir Bjarnason ('61)
14. Davíð Júlían Jónsson ('80)
21. Octavio Paez ('71)
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Sólon Breki Leifsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Ágúst Leó Björnsson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('54)

Rauð spjöld:
Octavio Paez ('84)