Bilino Polje - Zenica
Landslið karla - Undankeppni EM
Aðstæður: 17 gráðu hiti, völlurinn virðist þokkalegur
Dómari: Donatas Rumsas (Litáen)
Við verðum á botninum ásamt Liechtenstein eftir fyrstu umferð, en við mætum þeim einmitt næst á sunnudaginn.
Eftir að AÞV tók við byrjaði hann á að losa sig við reynslu og þekkingu í starfsliðinu. Eins og hann ætlaði að finna upp hjólið í stað þess að vinna með gildin sem höfðu hingað til virkað. Vonandi fer hann að finna upp þetta hjól.
— Hans Steinar (@hanssteinar) March 23, 2023
Eins gott! ????
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) March 23, 2023
4-6 mánuðir til að setja upp leikinn, tveir vinstri fóta hafsentar, 3 kantarar/CAM sem miðjumenn, í hvaða heimi býr þjálfarinn?
— Bjarki Thor Hilmarsson (@bjarkithorr) March 23, 2023
AÞV er að sokka #TeamAlbert, það er deginum ljósara. Þvílík sýning hjá strákunum okkar.
— Daníel (@danielmagg77) March 23, 2023
Aldrei gleyma BALTIC CUP. aldrei gleyma þeirri hamingju sem Arnar veitti íslensku þjóðinni #fotboltinet
— Birgir Rafn (@Birgir_Rafn) March 23, 2023
Arnór Sigurðsson er einn af fáum sem ekki hefur verið alveg hundlélegur. Auðvitað tók Arnar hann útaf. Það þarf að gæta samræmis. #fotboltinet
— Gudmundur Brynjolfss (@GBRYNJOLFSSON) March 23, 2023
Leikmaður sem snýr sér undan skoti og setur út löppina í leiðinni, hefur ekkert að gera sem varnarsinnaður miðjumaður. Vandræðilegt að horfa á þetta
— Jón Kristjánsson (@nonnidk) March 23, 2023
Dedic gjörsamlega að hlæja af okkur
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) March 23, 2023
Letileg pressa Hákons og Jóns Dags. Það er verið að hægelda okkur í Bosníu
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 23, 2023
Hann fær að leika sér óáreittur fyrir utan teiginn og hamrar svo boltanum í netið. Ekkert besta skot sem maður hefur séð en hann syngur í netinu.
Þessi varnarleikur er til skammar!
(Dedic hér númer 21)
Nú er ég bara með UEFA B gráðu.
— Björgvin Stefán (@bjorgvinpeturs) March 23, 2023
Tók AÞV bara tvo hafsenta með sér í þetta verkefni? Báða örvfætta í þokkabót?
Sverrir meiðist og hann tekur bara vinstri bakvörðinn Guðmund Þórarinsson inn.
Þetta er nú ljóta helvítis bullið.
Erik Hamrén er á lausu. Hringdu í hann Vanda.
— Hlynur Magnússon (@hlynurm) March 23, 2023
Þetta var okkar langbesta færi í leiknum og við fengum það á silfurfati.
Höfum verið undir á öllum sviðum fyrstu 45 min. Af hverju eru engar breytingar gerðar í hálfleik?
— saevar petursson (@saevarp) March 23, 2023
Nennið þið að heyra í mér þegar þessari uppbyggingu er lokið?
— Óðinn Svan Óðinsson (@OdinnSvan) March 23, 2023
Engar breytingar í hálfleik!
Átti einhver von á einhverju öðru?
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) March 23, 2023
Þið sem viljið halda Arnari sem landsliðsþjálfara, komið út úr hellinum ykkar .. ég þarf aðeins að ræða við ykkur ????
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) March 23, 2023
Það er alltaf hætta þegar þeir komast nálægt teignum.
Ekki einn varnarmaður Íslands tekið ábyrgð í þessum leik. Skammarlegt
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 23, 2023
Þetta er mjög lélegt.
Davíð Kristján er í miklum vandræðum með Dedic. Hann tekur sendingu fyrir. Prevljak á skot í varnarmann og Krunic er lang ákveðnastur í kjölfarið. Hann er fyrstur á boltann og skorar. Mjög svipað fyrsta markinu. Við erum mjög daprir varnarlega, mjög.
Arnar Þór búinn að vera með Bosníumenn upp við kaðlana síðustu þrjár mínúturnar.
— Jói Skúli (@joiskuli10) March 23, 2023
Ótrúlega gáfað af Arnari að reka Lagerbäck og sja um varnar taktíkinna sjálfur #komiðnog #fotboltinet
— Thorir Aronsson (@Thungur_79) March 23, 2023
Dzeko er ekki með, en þeir eru samt sem áður að skapa mikla hættu í teignum.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 23, 2023
Með ólíkindum
— Einar Guðnason (@EinarGudna) March 23, 2023
Fimmta dauðafæri Bosníu á 13 mínútum. Hvernig héldu menn að þetta endaði?
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) March 23, 2023
Þetta er svo fullkomlega verðskuldað, því miður. Verðum að vera þéttari en þetta.
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 23, 2023
Dedic fer illa með Davíð Kristján og Hákon. Á svo sendingu fyrir og sem endar hjá Krunic. Hann klárar mjög vel. Menn ekki nægilega ákveðnir í teignum.
Rúnar Alex er að eiga mjög góðan leik í markinu.
Arnór Sig skorar í dag
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) March 23, 2023
Þetta var fínasta aukaspyrna!
Hvorugur í byrjunarliðinu í kvöld??????? #áframísland pic.twitter.com/vsRyDJsvIB
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) March 23, 2023
???????????????? Djúpur á miðju ????#BIHISL #EURO2024 #fotboltinet pic.twitter.com/4dRteRBCI3
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) March 23, 2023
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, kemur inn á miðjuna og verður þar fyrir aftan Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða, og Hákon Arnar Haraldsson, mest spennandi leikmann liðsins.
Það ætti að fást staðfest eftir örfáar mínútur, þegar byrjunarliðin verða opinberuð!
Fékk Magnús Val Böðvarsson, vallarstjóra KR-vallar, til að meta völlinn í Zenica útfrá þessari mynd sem ég var að taka.
„Fínt fyrir skamman tíma til undirbúnings en maður sér það ekki almennilega fyrr en maður sér boltann rúlla. En sýnist menn hafa komist vel frá sínu," segir Maggi.
???? Til hamingju með tvítugsafmælið Ísak Bergmann!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2023
???? Happy 20th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#AfturáEM pic.twitter.com/eMcyRJAz9Y
Við hverju má búast?
„Þetta verður erfiður leikur gegn liði sem er svipað af styrkleika og við. Ég held að heimamenn verði meira með boltann en við verðum þéttir fyrir og beitum skyndisóknum," segir Þorlákur.
„Í fyrsta leik í riðli þá er mikilvægt að spennustigið sé rétt, það er langt síðan að liðið spilaði leik sem hafði mikla þýðingu. Ég held að einfalt leikplan og það að menn fari eftir því sé góð uppskrift líkt og þegar okkur hefur gengið vel í gegnum tíðina. Eins leiðinlegt og það hljómar þá held ég að liðið sem geri færri mistök taki þennan leik."
„Ég held að þetta verði lokaður leikur, gríðarleg barátta og kannski ekkert augnakonfekt en að Ísland muni vera meira með boltann og vinni leikinn 2-1," segir Einar.
„Lykilinn að góðum úrslitum er agaður og þéttur varnarleikur. Það er sérstaklega mikilvægt þegar að skörð hafa verið hoggin í hrygginn á liðinu. Að pressumómentin verði vel valin, samrýmd og efektív og að við höfum betur í föstum leikatriðum bæði varnar- og sóknarlega. Þetta er týpískur leikur sem ræðst á föstum leikatriðum."
Kröfurnar sem við eigum að gera fyrir þennan riðil er annað sætið. Það finnst mér raunhæft markmið sem við ættum allan tímann að stefna á.
Ingólfur Sigurðsson, yngri flokka þjálfari og sérfræðingur
Að fara þráðbeint upp úr honum. Arnar Þór er búinn að vera með liðið í uppbyggingu í þrjú ár og nú er kominn tími til að sækja úrslit. Allt annað en að minnsta kosti fjögur stig í þessum glugga er óásættanlegt.
Óðinn Svan Óðinsson, íþróttafréttamaður á RÚV
Allt annað en annað sætið í þessum riðli er skandall.
Runólfur Trausti Þórhallsson, markvarðaþjálfari og íþróttafréttamaður
Sé ég ekki af hverju við ættum ekki að gera kröfu á að vera berjast um annað sætið í þessum riðli. Hann er galopinn og ef við tökum Portúgal úr myndinni eru þetta allt þjóðir sem við getum unnið bæði heima og að heiman á góðum degi.
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs:
Ég held að það sé raunhæft að við séum að keppa um að ná öðru sætinu í riðlinum. Portúgalar eru klárlega með besta liðið en það er lítill munur á okkur, Bosníumönnum og Slóvökum. Þetta mun velta mest á því hvort að leikmenn eins og Alfreð og Jóhann Berg komi til með að nýtast liðinu líkt og þeir gerðu fyrir nokkrum árum.
Sjá einnig:
Álitsgjafar skoða verkefnið
Búist er við mikilli stemningu á landsleik Bosníu/Hersegóvínu og Íslands í kvöld. Fjallað hefur verið um að heimamenn séu í einhvers konar heimaleikjabanni og að hluta stúkunnar verði lokað.
Nú hefur hinsvegar komið í ljós að Bosníumenn sleppa við heimaleikjabann þó þeir séu á seinasta séns, vegna óláta áhorfenda. Þeir eru á skilorði í tvö ár.
Reiknað er með fullum velli og rosalegri stemningu á Bilino polje leikvangnum í Zenica í kvöld en hann tekur um 15 þúsund manns.
Ástæðan fyrir því að leikurinn fer fram í Zenica er sú að í borginni er hvað mest stemning fyrir landsliðinu og andrúmsloftið getur verið rosalegt.
„Þeir eru að spila í Zenica sem er völlur þar sem er stuð og stemning. Ég veit ekki hvernig ungt lið Íslands mun höndla það þegar það eru tugir þúsunda að öskra og æpa," sagði Salih Heimir Porca við RÚV.
Edin Dzeko, landsliðsfyrirliði Bosníu/Hersegóvínu, tjáði sig um komandi leik gegn Íslandi á fréttamannafundi í Zenica í gær. Dzeko er skærasta stjarna liðs Bosníu og dýrkaður og dáður í landinu.
„Allir leikmenn þurfa að taka þessum leik eins alvarlega og hægt er, það er eina leiðin til sigurs. Þetta verður ekki auðveldur leikur, það verður mikið um einvígi og kapphlaup," segir Dzeko.
„Við erum með gott lið og ákveðna styrkleika, við þurfum að sýna gæði okkar inni á vellinum. Það er mikilvægt að byrja undankeppnina á góðum úrslitum."
Dzeko spilar með Inter en hann varð á dögunum 37 ára gamall.
„Sú staðreynd að ég er hér í landsliðinu 37 ára sýnir hversu miklu máli þetta skiptir mig. Ég yrði ánægðastur allra ef við tryggjum okkur í fyrsta sinn í lokakeppni EM," segir Dzeko.
„Það var enginn fótbolti, vorum bara á gönguskíðum. Þetta var á hans fyrsta tímabili og þetta var svolítið kúl, eitthvað sem ég hafði aldrei lent í áður." Þjálfari Víkings rifjar upp sín kynni af landsliðsþjálfara Bosníu í skemmtilegu spjalli #fotboltinethttps://t.co/wQieLqPkj2
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 22, 2023
„Við erum að mínu mati með rosalega sterkan hóp, góða leikmenn. Það eru nánast allir að spila mikið og nánast allir að spila mjög vel," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í Zenica í gær.
„Við höfum verið að horfa til þess undanfarnar vikur hverjir eru í sínu besta leikformi."
Arnar hefur aldrei verið með jafn öflugan hóp í höndunum og nú, síðan hann tók við landsliðsþjálfarastarfinu.
„Ég get alveg tekið undir það. Það var erfiðast fyrir mig og okkur að velja þennan hóp. Það eru leikmenn sem eru í hópnum en ættu það fyllilega skilið að vera í honum. Við erum á góðum stað akkúrat núna."
Sérfræðingar tala um jafntefli sem mjög góð úrslit í leiknum í kvöld. Þegar Arnar var spurður að því hver væri ásættanleg uppskera úr þessum glugga vildi hann horfa á þetta í víðara samhengi.
„Við horfum á þetta verkefni sem 2023. Það fór ferli af stað fyrir tveimur árum, þegar ég var ráðinn í þetta starf. Þá fóru hlutir af stað, við ætluðum að ráðast á HM en það fór eins og það fór. Við þurftum að endurskipuleggja okkur á síðasta ári," sagði Arnar.
„Lið eins og Bosnía og Slóvakía telja sig eiga mikla möguleika og við gerum það líka. Við erum með ákveðin markmið um stigafjölda sem við viljum ná í þessari undankeppni og vonandi fáum við sem flest stig í þessari viku."
„Getum ekki bara einbeitt okkur að Dzeko“
Stærsta nafnið hjá heimamönnum er fyrirliðinn og sóknarmaðurinn reynslumikli Edin Dzeko sem spilar í dag fyrir Inter. Hversu mikil áhersla er lögð á að reyna að stöðva hann?
„Við erum með leikplan og það snýst ekki bara um hann. Hann er þeirra skærasta stjarna en þeir eru með marga góða leikmenn. Þeir eru með leikmenn sem eru að spila á háu 'leveli'. Við getum ekki bara einbeitt okkur að Dzeko, það eru aðrir leikmenn sem eru að fæða hann með sendingum og fyrirgjöfum. Við þurfum líka að stöðva það," segir Arnar.
„Það er of seint í rassinn gripið að ætla bara að stoppa hann þegar hann er með boltann."
Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær, þrátt fyrir að taka út leikbann í leiknum í Bosníu. Aron fékk rautt spjald gegn Albaníu í Þjóðadeildinni.
„Ég er kominn hingað til að hjálpa til við að undirbúa liðið eins vel og hægt er. Það er svekkjandi að vera ekki með. En ég mæti ferskur í Liechtenstein leikinn, maður reynir að horfa á þetta jákvæðum augum."
Aron segir það algjörlega í höndum liðsins að búa til betri stemningu fyrir liðinu hjá íslensku þjóðinni. Til að það takist þurfi að sækja úrslit.
„Úrslitin skapa stemningu, við þurfum að ná í úrslitin til að búa til stemningu í kringum okkur aftur. Fá fólk á völlinn aftur. Það er undir okkur komið, hvernig við spilum og hvaða úrslit við náum í. Þetta er alfarið undir okkur komið hvernig framvindan á því verður," segir Aron.
„Ég er mjög spenntur fyrir þessum riðli, það eru skemmtileg verkefni í þessu og góðir möguleikar. Ég er virkilega spenntur fyrir þessari undankeppni."
„Portúgal er langsterkasta liðið í riðlinum, það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að ná í úrslit á móti þeim en að öllu eðlilegu eru þeir að fara að vinna þennan riðil. Hitt verður jafnt og mun ráðast á pínulitlum atriðum," segir Jóhannes Karl.
„Markmiðið er alveg skýrt hjá hópnum, við ætlum okkur að komast á EM. Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Við ætlum okkur að minnsta kosti að ná öðru sætinu. Leikmönnum og þjálfarateyminu þyrstir í það að ná árangri. Við ætlum okkur að uppskeran verði sú að við komumst á EM."
Hann segir að markmiðið sé að ná í að minnsta kosti eitt stig út úr komandi leik í Zenica.
„Það yrði frábært að koma vel út úr þessum glugga, sem við ætlum að gera, og fá spennandi leiki hér heima gegn Slóvakíu og Portúgal í vonandi sól og blíðu. Fyrri leikurinn er sautjánda júní og vonandi stemning og fullur Laugardalsvöllur."
„Það er geggjað að undankeppnin sé að byrja, mikilvægir leikir og mikið undir. Liðið er vel gírað og það er ég líka," segir Arnór. „Það eru margir í okkar hóp að spila mikið og spila vel. Það er stór plús fyrir þetta verkefni að við séum með menn í fantaformi."
„Ég veit að við erum vel gíraðir og vel stemmdir í þetta. Við höfðum eiginlega allt árið í fyrra til að undirbúa okkur undir þetta. Ég held að liðið gæti ekki verið á betri stað en í dag."
„Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Það er ekki spurning. Þetta verður barátta og þolinmæði. Við verðum að vera tilbúnir í það. Við verðum að vera með kassann úti og hafa trú á því sem við erum að gera. Við erum með flottan hóp og við erum í riðli sem gefur okkur góða möguleika. Þetta snýst um að ná í úrslit og það byrjar núna á fimmtudaginn."
Dómari frá Litáen, Donatas Rumsas, verður að störfum í kvöld. Rumsas er 35 ára byggingaverkfræðingur. Dómaratríóið og fjórði dómarinn á vellinum koma allir frá Litáen en hinsvegar verða VAR dómararnir ítalskir. Paolo Valeri er VAR dómari leiksins.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.