Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
HK
1
0
Fylkir
Örvar Eggertsson '85 1-0
29.04.2023  -  14:00
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hefðbundnar
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Örvar Eggertsson (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Eyþór Aron Wöhler ('81)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('81)
11. Marciano Aziz ('74)
18. Atli Arnarson ('92)
21. Ívar Örn Jónsson

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('92)
14. Brynjar Snær Pálsson ('74)
19. Birnir Breki Burknason
20. Ísak Aron Ómarsson
23. Hassan Jalloh ('81)
30. Atli Þór Jónasson ('81)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Kári Jónasson
Bergþór Snær Jónasson
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Atli Arnarson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ! Geggjaður endir á frekar lokuðum leik. Takk fyrir samfylgdina. Skýrsla og viðtöl væntanleg.
94. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
ALLIR FRAM!
93. mín
Hornið verður að engu og Fylkir á aukaspyrnu
92. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
92. mín
Gott skot! Örvar með fast skot utan að teigi sem Ólafur ver í horn
91. mín
Óskar spyrnir boltanum á fjærstöngina þar sem Orri Sveinn setur hann framhjá
90. mín
4 mínútur í uppbótartíma!
90. mín
Hornspyrna! Fylkir fær horn alveg í lokin
89. mín
HK duglegir að tefja í innköstum og aukaspyrnum. Núna liggur Örvar eftir niðri en stendur fljótlega aftur upp
85. mín Gult spjald: Ólafur Ingvar Guðfinnsson (Fylkir)
Sá ekki beint hver þetta var en einhver pirringur á varamannabekk Fylkismanna yfir markinu. Þeir vildu meina að Atli hafi brotið á Orra.
85. mín MARK!
Örvar Eggertsson (HK)
HVER ANNAR?! Atli Þór sleppur einn í gegn og Orri var í stökustu vandræðum með að ná af honum boltann. Atli Þór miklu sterkari og tekur skotið beint á Arnar en Örvar er fyrsti maður á boltann og kemur HK yfir!!! KÓRINN SPRINGUR AF FÖGNUÐI!!
84. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Fylkir) Út:Ólafur Karl Finsen (Fylkir)
84. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
83. mín
Þórður liggur niðri og heldur utan um hausinn. HK-ingar réttilega pirraðir þar sem Hassan og Atli þór voru komnir í góða stöðu tveir á tvo.
81. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (HK) Út:Eyþór Aron Wöhler (HK)
81. mín
Inn:Hassan Jalloh (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
80. mín
Arnór breki með góða fyrirgjöf sem hrekkur á Óskar. Hann tekur skot í varnarmann og aftur fyrir. Hornspyrna sem Fylkir eiga
76. mín
Óskar sprækur Óskar fær boltann úti vinstra meginn og dansar framhjá Birki en setur hann í hliðarnetið.
74. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
Ómar eitthvað að hrista upp í sóknarleiknum. Aziz var búinn að vera sprækur samt sem áður
72. mín
HK vilja vítaspyrnu Einhver HK öskur fyrir vítaspyrnu. Ásgeir Eyþórs og Örvar Eggerts rekast saman en ekkert er dæmt.
71. mín
Ágætis spil Ólli Kalli fær boltann frá Elís og kemur honum á Þórð sem fer framhjá þremur varnarmönnum HK en skotið er laust og auðvelt fyrir Arnar í markinu
69. mín
Ágætis færi hjá Fylki. Þórður sleppur inn fyrir og sendir hann út á Óla Kalla sem á skot fyrir utan teig yfir markið.
68. mín
Arnþór Ari kemur með ágæta fyrirgjöf á Atla Arnas sem skallar boltann inn í teig en finnur engan og Fylkir fær markspyrnu
65. mín
Geggjað samspil hjá sóknarþrennu HK en Arnór Breki hreinsar í innkast þegar Örvar ætlar að taka skotið
63. mín
Skot framhjá! Elís rafn fær boltann frá Birki Eyþórs og tekur hörku skot úti hægra meginn en framhjá fer hann
62. mín
Frekar tíðindalitlar mínútur. Finnst Fylkir vera að ógna örlítið meira þessa stundina en þetta er galopið sýnist mér
58. mín
Aftur er hann fyrir innan! Eyþór Wöhler er kominn einn gegn Ólafi en flaggið fer enn eina ferðina á loft. Hann verður að fara að passa sig.
55. mín
Rangur! Örvar með geggjaðan skalla sem Ólafur ver glæsilega í markinu en flaggið er komið á loft
54. mín
Færi! Þórður sleppur í gegn eftir samspil við Óla Kalla en Arnar ver meistaralega.
53. mín
Örvar sleppur einn í gegn eftir langan bolta frá Birki og Ásgeir dettur á meðan boltinn er á leiðinni í gegn. Einar dæmir brot og HK-ingar ósáttir.
50. mín
Arnþór Ari sleppur í gegn og setur hann innfyrir á Örvar sem tekur skotið beint á Ólaf í markinu
50. mín
Benedikt með hornið sem finnur Óla Kalla á fjærstönginni sem skallar hann yfir.
49. mín
Fylkir fær horn.
46. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
46. mín
Við erum farin af stað! Góða skemmtun og megi sem flest mörk vera sokruð í þeim síðari
46. mín
Liðin ganga þá aftur til vallar og þetta fer að hefjast í bráð
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur Þá blæs Einar Ingi í flautu sína og það er kominn hálfleikur. Frekar kaflaskiptur leikur en Fylkismenn hafa samt fengið aðeins fleiri og betri færi. Sjáumst eftir korter!
45. mín
Eyþór Wöhler fær boltann í gegn frá Aziz, hann kemur með fyrirgjöfina sem endar í hliðarnetinu
45. mín
Fylkismenn endá að brjóta á Atla Arnars og HK hefur skyndisókn
45. mín
+3 í uppbótartíma og Fylkir fær horn!
45. mín
Frekar tíðindalitlar mínútur. Fylkismenn halda vel í boltann
41. mín
Örvar fær boltann inn á vítateig Fylkismann, rúllar honum síðan út á Arnþór Ara sem tekur skotið rétt yfir
40. mín Gult spjald: Atli Arnarson (HK)
Tekur rosalegan Zidane en missir boltann langt frá sér og fer í groddaralega tæklingu á Nikulási
38. mín
Vá! Ívar Örn tekur aukaspyrnuna sem sleikir þverslána og fer rétt yfir
37. mín
HK fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Eftir geggjað hlaup frá Birki inn á völlin brýtur Arnór á honum
35. mín
Ásgeir Eyþórs skallar boltann framhjá á fjærstönginni eftir góðan bolta frá Arnóri Breka
34. mín
Horn Fylkir fær horn. Þórður slapp í gegn en Ahmad setur þetta í horn
32. mín
Færi! Birkir Valur fær boltann úti hægra meginn sem kemur með hann inn í á Örvar sem kassar hann framhjá á nærstönginni. Einhver hróp fyrir víti en mér sýndist þetta vera ekki mikið
28. mín
Benedikt tekur hornið sem verður að engu. Fylkismenn samt ennþá með knöttinn
27. mín
Fylkir fær horn eftir geggjað samspil
24. mín
Eyþór Wöhler sleppur einn í gegn en hann er langt fyrir innan
23. mín
Þetta er mjög jafn leikur. Liðin skiptast á færum en núna eru þessar klassísku 20 mínútur liðnar og þá fer þetta að skýrast aðeins betur.
21. mín
Víti?! Fylkismenn vilja hér Víti. Þórður kemur með fyrirgjöf sem Arnar grípur en missir boltann síðan og Óli Kalli ætlar að skalla hann á markið en Birkir valur fer dálítið hátt með sólann og sparkar boltanum í burtu. Alveg hægt að dæma eitthvað á þetta
20. mín
Leikurinn byrjar hér aftur og Örvar skokkar inn á
19. mín
Örvar liggur niðri eftir árekkstur á stöngina. Sá þetta ekki alveg nógu vel en hann er staðinn upp og haltrar hér útaf.
18. mín
Ívar Örn með fyrirgjöf sem Ólafur grípur og hann sendir Fylki í skyndisókn sem er stoppuð af Leifi.
16. mín
HK fær hornspyrnu úti hægra meginn, góður staður fyrir fyrirgjöf. Arnór Breki braut.
14. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
HK að hefja skyndisókn sem er stoppuð af Birki. Gott brot
12. mín
Fylkismenn syngja afmælissöngin fyrir Ásgeir Eyþórs. Þrítugsafmæli!
11. mín
Benedikt kemur með hættulegan bolta en Orri Sveinn skallar hann rétt yfir
10. mín
Gott spil hjá Fylki en Örvar vinnur vel niður og Fylkismenn eiga hér sína fyrstu hornspyrnu
9. mín
Léleg fyrirgjöf og Fylkismenn hefja skyndisókn en það er engin annar en Aziz sem stoppar hana
8. mín
HK að fá hér sína aðra hornspyrnu
8. mín
Færi! Ásgeir með langan bolta sem Óli Kalli skallar á Þórð sem skítur framhjá. Fyrsta alvöru færið komið
6. mín
Arnór Gauti tekur langt innkast sem HK hreinsar í burtu, Arnór fær hann aftur en boltinn fer yfir alla og aftur fyrir
5. mín
Boltinn kemur fyrir og það er mikið klafs í teignum en Fylkismenn hreinsa
4. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins á HK
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Einar Ingi Jóhannsson flautar þetta í gang!
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og Besta stefið ómar í tækjunum í Kórnum.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til búningsherbergja og fólkið er byrjað að týnast inn. Fylkismenn láta vel í sér heyra!
Fyrir leik
Emil og Ragnar Bragi ekki í hóp Hvorki Emil né Ragnar Bragi eru í hóp hjá Fylki hér í dag en þeir sátu báðir á bekknum í sigri Fylki á FH.


Fyrir leik
Ég held að uppstilling HK í dag verður svona:

Arnar Freyr
Birkir - Ahmad Faqa - Leifur - Ívar Örn
Arnþór Atli - Atli Arnars
Aziz
Eyþór Wöhler - Atli Hrafn - Örvar Eggerts
Fyrir leik
Ég ætla að skjóta á það að uppstilling Fylkis í dag verður svona:

Ólafur Kristófer
Elís - Ásgeir - Orri - Arnór Breki
Arnór Gauti
Nikulás - Birkir Eyþórs
Þórður - Óli Kalli - Benedikt
Fyrir leik
Eyþór Wöhler byrjar! Það er frumraun í HK treyju í dag fyrir Eyþór Aron Wöhler. Hann kemur inn í liðið fyrir Hassan Jalloh sem hefur verið sprækur í upphafi móts.


Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Byrjunarliðin eru klár og HK-ingar gera tvær breytingar á meðan Fylkismenn halda sig við sama lið og vann FH 4-2. Eyþór Wöhler og Ahmad Faqa koma inn í HK liðið fyrir Hassan Jalloh og Eið Atla.
Fyrir leik
Eyþór Wöhler mættur í Kórinn Eins og greint var frá í vikunni er Eyþór Aron Wöhler búinn að semja við HK. Hann verður á láni út tímabilið frá Breiðablik en hann keppti einmit á móti HK í fyrstu umferð, þá í grænni treyju. Það verður áhugavert að sjá hvort hann fær að byrja í dag.


Fyrir leik
Sú Lang Besta Eftir geggjaðan leik í gærkvöldi lítur taflan góða svona út. Með sigri fara HK-ingar tímabundið upp í annað sætið en Fylkismenn geta einnig klifrað í annað sætið ef þeir sigra HK með að minnsta kosti þremur mörkum.

1. Víkingur - 9 stig
2. Breiðablik - 6 stig
3. Valur - 6 stig
4. KA - 5 stig
5. HK - 4 stig
6. FH - 4 stig
--------------
7. KR- 4 stig
8. Keflavík- 4 stig
9. Fylkir - 3 stig
10. Stjarnan - 3 stig
11. ÍBV - 3 stig
12. Fram - 2 stig

Deildin hefur verið mjög jöfn til þessa þar sem allir geta unnið alla en þannig viljum við hafa það!
Fyrir leik
Dómari leiksins Einar Ingi Jóhannsson heldur um flautuna í Kórnum en honum til aðstoðar verða Eðvarð Eðvarðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.

Samkvæmt Trasfermarkt er þetta tölfræði Einars Inga í efstu deild:
Leikir: 45
Gul spjöld: 165
Gult og rautt: 2
Beint rautt: 2
Vítaspyrnur: 15


Fyrir leik
HK í Evrópu? Starkaður Pétursson er spámaður 4. umferðar Bestu Deildarinnar en hann kom með mjög áhugaverða spá fyrir HK. Hann spáði þeim sigri gegn Fylki og Evrópusæti í ár. Hann hafði þetta að segja um leikinn:

HK 1-0 Fylkir
„Ég tók ekki eftir einni spá í upphafi móts sem spáði HK-ingum ekki falli. Ég er blessunarlega maður bjartsýnar. Ég spái HK Evrópusæti í ár. Allir elska Öskubusku.. 1-0 fyrir HK."


Fyrir leik
Viðureignir HK og Fylkis Samkvæmt KSÍ hafa HK og Fylkir mæst 27 sinnum en HK-ingarnir hafa verið í stökustu vandræðum með Fylkismennina í þeim leikjum.

Fylkir sigrar: 17 (63%)
Jafntefli: 6 (22%)
HK sigrar: 4 (15%)


Fyrir leik
Fylkir komnir á blað Fylkismennirnir mæta í Kórinn með kassann úti eftir seinustu umferð. Eftir svekkjandi 2-1 tap í fyrstu umferð gegn Keflavík og 2-0 tap í annari umferð gegn góðu Víkingsliði náðu Fylkismenn í sín fyrstu stig í seinustu umferð. Þeir unnu FH í Árbænum 4-2 og sýndu þar þjóðinni hvað þeir geta gert á góðum degi. Ásgeir Eyþórsson átti hreint út sagt stórkostlegan leik gegn FH en svo má líka nefna innkomu Óskars Borgþórssonar sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar.


Fyrir leik
HK byrja vel HK hafa byrjað sterkt í þeirri Bestu miðað við væntingar. Eftir geggjaðan 4-3 sigur á Blikum í 1. umferð gerðu þeir 1-1 jafntefli gegn Fram í 2. umferð. Í seinustu umferð töpuðu þeir 5-4 í Garðabænum gegn Stjörnunni. HK-ingar hafa verið að gefa okkur veisluleiki hingað til og á ég ekki von á neinu öðru hér í dag. HK hafa skorað næst flest mörk í deildinni hingað til. Þeir hafa skorað 9 mörk í þremur leikjum en ekkert lið var með fleiri mörk eftir þrjá leiki. Þeir eiga einnig eitt stykki næst markahæsta leikmann deildarinnar í Örvari Eggertssyni. Margir hafa verið að kalla hann hinn Íslenska Edi Cavani. Það er bara tímaspursmál hvenær hann hendir í bogafagnið.


Fyrir leik
Nýliðaslagur! Heil og sæl ágætu lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu úr Kórnum góða. Lengjudeildarmeistararnir úr Árbænum rölta yfir Elliðárdalinn og í efri byggðir Kópavogs þar sem þeir mæta HK.


Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f) ('94)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('46)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('84)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
24. Elís Rafn Björnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Ólafur Karl Finsen ('84)

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Stefán Gísli Stefánsson
6. Frosti Brynjólfsson ('84)
9. Pétur Bjarnason ('84)
25. Þóroddur Víkingsson ('94)
77. Óskar Borgþórsson ('46)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Michael John Kingdon
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Birkir Eyþórsson ('14)
Ólafur Ingvar Guðfinnsson ('85)

Rauð spjöld: