Eyþór Aron Wöhler er genginn í raðir HK á láni frá Breiðabliki. Hann er kominn með leikheimild og má spila með HK þegar liðið spilar gegn Fylki á heimavelli í 4. umferð Bestu deildarinnar á laugardag.
Eyþór er 21 árs framherji sem gekk í raðir Breiðabliks frá ÍA eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir sína frammistöðu á síðasta tímabili.
Eyþór er 21 árs framherji sem gekk í raðir Breiðabliks frá ÍA eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir sína frammistöðu á síðasta tímabili.
Hann er U21 landsliðsmaður, lék sinn fyrsta U21 leik í nóvember og lék í síðasta mánuði sinn annan leik í þeim aldurs flokki. Áður hafði hann spilað tíu leiki fyrir U16-U18.
Í upphafi tímabils hafði Eyþór einungis komið við sögu í einum af fyrstu þremur leikjum Breiðabliks í Bestu en var í byrjunarliðinu þegar liðið sló Fjölni úr leik í 32-liða úrslitum.
Hann var orðaður við HK fyrr í vetur en svaraði þeim sögusögnum á þá leið að hann væri ekki á förum frá Breiðabliki. ÍBV reyndi einnig að fá Eyþór í sínar raðir núna í lok gluggans og mögulega fleiri félög. Niðurstaðan er sú að Eyþór er kominn í hvítt og rautt.
Sjá einnig:
Eyþór birtir klippu úr þekktri bíómynd - Er ekki að fara neitt
Eyþór Wöhler: Fyrst og fremst Óskar Hrafn Þorvalds
Athugasemdir