HK
1
2
Víkingur R.
0-1
Viktor Örlygur Andrason
'29
0-2
Nikolaj Hansen
'74
Karl Friðleifur Gunnarsson
'75
Eyþór Aron Wöhler
'86
1-2
21.05.2023 - 19:15
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Leikið er innandyra
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Leikið er innandyra
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Eyþór Aron Wöhler
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson
('75)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
11. Marciano Aziz
('85)
14. Brynjar Snær Pálsson
21. Ívar Örn Jónsson
('43)
Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson
('43)
('46)
16. Eiður Atli Rúnarsson
('75)
19. Birnir Breki Burknason
('46)
20. Ísak Aron Ómarsson
23. Hassan Jalloh
('85)
29. Karl Ágúst Karlsson
Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson
Gul spjöld:
Eyþór Aron Wöhler ('71)
Eiður Atli Rúnarsson ('82)
Brynjar Snær Pálsson ('90)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!!!
Víkingar vinna frábæran sigur og hafa þar með unnið fyrstu átta leiki sína í Bestu deildinni!
Víkingar vinna frábæran sigur og hafa þar með unnið fyrstu átta leiki sína í Bestu deildinni!
90. mín
En HK-ingar ná ekki að búa sér til neitt í sókninni þar á eftir. Ingvar með boltann.
90. mín
Pablo þræðir Loga í gegn en fyrsta snertingin hjá Loga er alltof þung. Arnór tekur boltann upp og kemur honum strax í leik.
90. mín
Sá ekki alveg uppbótartímann en það ætti að vera dágóður tími í ljósi stoppa í seinni hálfleiknum.
90. mín
HK-ingar eru að leita að jöfnunarmarkinu. Það gengur ágætlega hjá Víkingum að verjast. Eru komnir í fimm manna varnarlínu eftir að Halldór Smári kom inn á.
Alltaf rautt því miður
— valgeir valgeirsson (@valgeirvalgeirs) May 21, 2023
86. mín
MARK!
Eyþór Aron Wöhler (HK)
MARK!!!!!
HK minnkar muninn!
Og það er tími eftir til að jafna þetta.
Barningur inn á teignum. Brynjar Snær á skot sem fer af varnarmanni Víkinga og upp í loft. Eyþór vinnur svo baráttuna og kemur boltanum yfir línuna.
Nær HK að jafna þetta?
Og það er tími eftir til að jafna þetta.
Barningur inn á teignum. Brynjar Snær á skot sem fer af varnarmanni Víkinga og upp í loft. Eyþór vinnur svo baráttuna og kemur boltanum yfir línuna.
Nær HK að jafna þetta?
85. mín
Inn:Hassan Jalloh (HK)
Út:Marciano Aziz (HK)
Ungir stuðningsmenn HK ánægðir að fá Hassan inn á.
81. mín
Athyglisvert að báðir þjálfarar eru búnir að skipta leikmanni inn á og aftur út af.
80. mín
Það er svo sannarlega hiti í Kórnum. Varðandi rauða spjaldið þá fannst mér það líta út eins og réttur dómur við endursýningu. Virðist fara hátt með fótinn í tæklingu og það er stórhættulegt. Ég hélt að Elías væri að taka upp gula spjaldið fyrst en svo tók hann upp það rauða eftir að hafa hugsað sig um.
En ég væri til í að sjá þetta aftur.
En ég væri til í að sjá þetta aftur.
78. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Út:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.)
75. mín
Rautt spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Rautt!!!
HK-ingar eru alveg trylltir í stúkunni þegar Karl Friðleifur brýtur á Eyþóri.
Karl Friðleifur fer hátt með fótinn. Elías hugsaði sig vel um og lyfti svo rauða spjaldinu.
Karl Friðleifur fer hátt með fótinn. Elías hugsaði sig vel um og lyfti svo rauða spjaldinu.
74. mín
MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Stoðsending: Pablo Punyed
MARK!!!!!!
Víkingar tvöfalda forystu sína!
Pablo með hornspyrnuna og Nikolaj mætir á fjærstöngina og stangar boltann inn.
Hvar var dekkningin hjá HK þarna?
Pablo með hornspyrnuna og Nikolaj mætir á fjærstöngina og stangar boltann inn.
Hvar var dekkningin hjá HK þarna?
73. mín
Arnór Borg í færi en Leifur Andri gerir frábærlega í því að koma sér fyrir skotið!
70. mín
Gunnar liggur eftir í teignum og Eyþór labbar utan í hann. Veit ekki hvort þetta var viljandi en ég trúi því að þetta hafi verið vont fyrir Gunnar.
69. mín
Það er einhver gæi með lúður í stúkunni og hann er að blása í hann endalaust. Hætta þessu, takk.
62. mín
Miklu meiri kraftur í heimamönnum í seinni hálfleik, sérstaklega í Örvari. Þegar hann kemst á ferðina þá er illviðráðanlegt að eiga við hann.
57. mín
Dauðafæri!!!
Marciano þræðir Eyþór Aron í gegn. Frábært færi en hann nær engum krafti í skotið og Ingvar ver nokkuð þægilega. HK-ingar eru líklegir til að jafna þessa stundina.
Nettasta nafnið í deildinni. pic.twitter.com/723B4u9GpC
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) May 21, 2023
52. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir HK en Örvar setur boltann beint í vegginn. Illa farið með gott færi.
51. mín
Gult spjald: Logi Tómasson (Víkingur R.)
Rautt?
Logi reynir að toga Örvar niður en tekst það ekki alveg. Örvar heldur áfram á sprettinum og er kominn í mjög hættulega stöðu þegar Logi brýtur aftur af honum.
Þetta verðskuldaði líklega rautt spjald þar sem Logi braut tvisvar á Örvari í sömu sókn. Tvö brot sem verðskulda gult spjald.
Þetta verðskuldaði líklega rautt spjald þar sem Logi braut tvisvar á Örvari í sömu sókn. Tvö brot sem verðskulda gult spjald.
50. mín
Það er kalt úti, en það er að myndast smá hiti hér í Kórnum. Marciano brýtur á Karli Friðleifi en sleppur við gult spjald.
48. mín
Logi með geggjað skot!!
En Arnar gerir mjög vel í að verja. Þetta var utarlega af 25 metrunum, mjög fast. Vel varið hjá markverði HK-inga. Víkingar fá hornspyrnu en Arnar kýlir boltann í burtu.
46. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (HK)
Út:Ívar Orri Gissurarson (HK)
Mjög áhugaverð skipting!
Ívar Orri kom inn á sem varamaður á 43. mínútu en er farinn út af aftur.
45. mín
Hálfleikur
Það er búið að flauta til hálfleiks í Kórnum. Toppliðið leiðir 1-0 en forystan ætti í raun að vera töluvert stærri. Þessi leikur er langt frá því að vera búinn.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
Og einhverju ofan á það út af meiðslum Nikolaj.
Þarf að fara að brenna fyrir almennilega hjá Nikolaj Hansen þetta er farið að trufla alla leiki.
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) May 21, 2023
45. mín
Birnir með skottilraun sem fer í varnarmann HK og upp í hausinn á Nikolaj sem þarf að fá aðhlynningu út af því. Víkingar fá hornspyrnu.
43. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK)
Út:Ívar Örn Jónsson (HK)
Ívar inn á fyrir Ívar. Kemur inn á miðsvæðið og Brynjar Snær fer í vinstri bakvörðinn.
42. mín
HK-ingar að undirbúa sína fyrstu skiptingu. Ívar að fara meiddur af velli, sýndist hann meiðast aftan í læri.
Bæði lið þurft að gera skiptingu í fyrri hálfleiknum vegna meiðsla.
Bæði lið þurft að gera skiptingu í fyrri hálfleiknum vegna meiðsla.
38. mín
DAUÐAFÆRI!!!
Logi með stórkostlegan bolta fyrir - enn og aftur. HK-ingar ná ekki að koma honum frá og hann endar hjá Erlingi á fjærstönginni en Arnar ver stórkostlega.
Víkingar eiga að vera búnir að skora fleiri mörk!
Víkingar eiga að vera búnir að skora fleiri mörk!
35. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.)
Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
35. mín
Viktor Örlygur, markaskorari Víkinga, liggur eftir og þarf aðhlynningu. Ég held að hann sé að fara út af.
34. mín
Örvar við það að sleppa í gegn en Gunnar gerir vel í að hlaupa hann niður og loka á hann. Örvar reynir skottilraun í örvæntingu sem var aldrei líkleg til árangurs.
29. mín
MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
MARK!!!!!
Stíflan er brostin!
Víkingar hafa verið að ógna þessu marki síðustu mínútur og það er komið núna.
Eftir hornspyrnu berst boltinn til Viktors á vítateigslínunni. Hann reynir skot sem fer í varnarmann en fær boltinn aftur. Hann tekur sér smá tíma, finnur rétta skotvinkilinn og setur boltann í netið.
Arnar hreyfði sig ekki á línunni, ég held að hann hafi séð boltann seint.
Víkingar hafa verið að ógna þessu marki síðustu mínútur og það er komið núna.
Eftir hornspyrnu berst boltinn til Viktors á vítateigslínunni. Hann reynir skot sem fer í varnarmann en fær boltinn aftur. Hann tekur sér smá tíma, finnur rétta skotvinkilinn og setur boltann í netið.
Arnar hreyfði sig ekki á línunni, ég held að hann hafi séð boltann seint.
28. mín
Uppspilið hjá Víkingum
Mjög áhugavert hvernig uppspilið hjá Víkingum fúnkerar. Arnar er að sækja hugmyndir frá Pep Guardiola sýnist mér. Gunnar Vatnhamar er miðvörður í vörn en miðjumaður í sóknarleiknum. Þegar Víkingar tapa boltanum á slæmum stað þá gefur þetta HK möguleika, eins og þegar Arnþór átti skotið áðan.
27. mín
Fyrsta skottilraun HK!!
Og hún var ansi góð!
Víkingar tapa boltanum og HK-ingar fara í skyndisókn. Arnþór Ari fer í skotið af 20 metrunum og það er býsna gott. Ingvar var ekki alveg viss og blakar boltanum yfir.
Víkingar tapa boltanum og HK-ingar fara í skyndisókn. Arnþór Ari fer í skotið af 20 metrunum og það er býsna gott. Ingvar var ekki alveg viss og blakar boltanum yfir.
25. mín
Leikurinn fer einungis fram á vallarhelmingi HK. Þetta er stanslaus pressa frá gestunum.
Þetta eru alveg sæmilegu kaðlarnir i kórnum
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) May 21, 2023
22. mín
Hvernig er ekki komið mark í þennan leik?
Birnir með fyrirgjöf sem fer alla leið í gegnum pakkann og út hægra megin. Þar tekur Karl Friðleifur á móti honum og sendir hann aftur fyrir. Viktor Örlygur er einn í teignum en skallar hann yfir markið.
Þetta var dauðafæri! Hvernig eru Víkingar ekki búnir að skora?
Þetta var dauðafæri! Hvernig eru Víkingar ekki búnir að skora?
20. mín
Hættulegt!!
Logi með frábæra fyrirgjöf en Matti Villa er ekki nógu áræðinn þarna. Arnar kemur út á móti og boltinn fer fram hjá þeim báðum. Ef Matti hefði hent sér á þennan bolta þá hefði þetta verið fyrsta markið. Stórkostlegur bolti hjá Loga.
19. mín
Það liggur mark í loftinu. Víkingar eru að þjarma vel að heimamönnum þessa stundina.
17. mín
Rugluð sending!
Pablo með sturlaða sendingu inn fyrir vörnina og Viktor er kominn í mjög álitlega stöðu en hann er alltof lengi á boltanum og Arnar tekur hann bara af honum.
14. mín
Næstum því!
Birnir er afar líflegur úti vinstra megin gegn sínu gamla félagi. Hérna finnur hann Nikolaj í svæðið og hann er kominn í ágætis stöðu en Arnar lokar vel. Nikolaj reynir að pota honum fram hjá markverðinum en nær ekki að finna rétta vinkilinn.
14. mín
Smá hætta skapaðist eftir hornspyrnuna í kjölfarið en Arnar nær að handsama boltann.
13. mín
Frábær varsla!
Besta tilraun leiksins hingað til! Erlingur pakkar Ívari saman í skallaeinvígi, Nikolaj fær boltann og kemur honum á Birni. Hann fer yfir á hægri fótinn og á flott skot við vítateigslínuna sem Arnar Freyr gerir mjög vel í að verja!
Lúxus að vera í Kórnum.
— Palli á Fiskhól (@Palli18) May 21, 2023
HK-Víkingur#fotboltinet #bestadeildin pic.twitter.com/5GvytMH3Y4
10. mín
Víkingar eru að reyna mikið af fyrirgjöfum, en Leifur Andri og Ahmad eru með þetta allt í teskeið - hingað til.
3. mín
HK-ingar eru að spila í sínum hefðbundnu á heimabúningum á meðan Víkingar leika í nettum varabúningum sínum. Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa lit þessara búninga, eru svona gulhvítir - mjög flottir að mínu mati.
2. mín
Víkingar byrja upp á því að fara í hættulega sókn. Hefðu klárlega getað farið betur með góða stöðu en þeir vinna hornspyrnu.
Heyri fáa kvarta undan aðstæðunum í Kórnum í kvöld. pic.twitter.com/12wveUxpDL
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 21, 2023
Fyrir leik
Blikar með sigur á heimavelli
Breiðablik vann 2-0 sigur gegn KA í fyrsta leik dagsins í Bestu deildinni. Breiðablik er núna með 18 stig, þremur stigum frá Víkingum. Valur er einnig með 18 stig, en Valsmenn mæta Keflavík núna á sama tíma og þessi leikur hefst.
Það er partý í stúkunni á Kópavogsvelli. pic.twitter.com/UijJSJgy0E
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) May 21, 2023
Fyrir leik
Bæði lið eru að fara að ljúka upphitun fljótlega. Það eru 13 mínútur í fyrsta flaut.
Fyrir leik
Fínt að það sé spilað inni í kvöld
Það er oft hægt að kvarta yfir því að það sé spilað inn í Kórnum yfir sumarið, en það er svo sannarlega ekki hægt að kvarta yfir því í kvöld. Veðrið úti er alls ekki gott. Það var erfitt að ganga inn í Kórinn út af skelfilegu hagléli.
Það er 21. maí, gott fólk.
Það er 21. maí, gott fólk.
Fyrir leik
Ari gæti spilað sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu
Ari Sigurpálsson meiddist á undirbúningstímabilinu en hann er að koma til baka. Í kvöld gæti hann spilað sinn fyrsta deildarleik fyrir Víkinga en hann byrjar á varamannabekknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin!
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir leikinn í kvöld.
Birkir Valur Jónsson missti af síðasta leik gegn Keflavík en hann snýr aftur í byrjunarlið HK í dag. Brynjar Snær Pálsson kemur einnig inn en út fara Eiður Atli Rúnarsson og Atli Arnarson.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir eina breytingu á sínu liði. Danijel Dejan Djuric fer á bekkinn og inn í hans stað kemur Viktor Örlygur Andrason. Ari Sigurpálsson gæti spilað sinn fyrsta deildarleik í sumar en hann er að koma til baka eftir meiðsli.
Birkir Valur Jónsson.
Birkir Valur Jónsson missti af síðasta leik gegn Keflavík en hann snýr aftur í byrjunarlið HK í dag. Brynjar Snær Pálsson kemur einnig inn en út fara Eiður Atli Rúnarsson og Atli Arnarson.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir eina breytingu á sínu liði. Danijel Dejan Djuric fer á bekkinn og inn í hans stað kemur Viktor Örlygur Andrason. Ari Sigurpálsson gæti spilað sinn fyrsta deildarleik í sumar en hann er að koma til baka eftir meiðsli.
Birkir Valur Jónsson.
Fyrir leik
Umferðin klárast svo á morgun
mánudagur 22. maí
18:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)
19:15 Fram-KR (Framvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsungvöllurinn)
18:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)
19:15 Fram-KR (Framvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsungvöllurinn)
Fyrir leik
Leikir dagsins
sunnudagur 21. maí
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 HK-Víkingur R. (Kórinn)
19:15 Valur-Keflavík (Origo völlurinn)
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 HK-Víkingur R. (Kórinn)
19:15 Valur-Keflavík (Origo völlurinn)
Í Kórnum taka HK-ingar á móti Víkingum.
— Besta deildin (@bestadeildin) May 21, 2023
???? Kórinn
?? 19:15
?? @hkkopavogur ???? @vikingurfc
????? Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/CGlWpWtRTN
Fyrir leik
Guðjón Pétur spáir markaleik
Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður Grindavíkur, spáir því að það verði mikill markaleikur í Kórnum í kvöld.
HK 4 - 4 Víkingur R.
Alvöru rússibanaleikur Víkingarnir mæta með sitt stjörnuprýdda lið en seiglan sem hefur einkennt HK mun valda þeim vandræðum Atli Hrafn setur 2 , Örvar Eggertsson heldur áfram að valda liðum vandræðum með hraða sínum og áræðni og setur eitt og Atli Arnarsson neglir einu í skeytin í víti.
Matti Villa skorar skallamark og kveikir neistann hjá Víkingum og byrjar comebackið , Hansen setur svo eitt , Pablo bætir við 3 og Halldór Smári skorar svo jöfnunarmark á 94 mínútu.
HK 4 - 4 Víkingur R.
Alvöru rússibanaleikur Víkingarnir mæta með sitt stjörnuprýdda lið en seiglan sem hefur einkennt HK mun valda þeim vandræðum Atli Hrafn setur 2 , Örvar Eggertsson heldur áfram að valda liðum vandræðum með hraða sínum og áræðni og setur eitt og Atli Arnarsson neglir einu í skeytin í víti.
Matti Villa skorar skallamark og kveikir neistann hjá Víkingum og byrjar comebackið , Hansen setur svo eitt , Pablo bætir við 3 og Halldór Smári skorar svo jöfnunarmark á 94 mínútu.
Fyrir leik
Síðasti deildarleikurinn
Þessi lið mættust síðasta í deildarleik þann 11. september 2021. Þá mættust liðin í Víkinni og höfðu heimamenn betur, 3-0. Nikolaj Hansen gerði fyrsta markið og svo bætti Erlingur Agnarsson við tveimur mörkum.
Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari það sumar, en þegar liðin mættust í Kórnum á því tímabili var niðurstaðan markalaust jafntefli. Vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan í dag.
Erlingur Agnarsson.
Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari það sumar, en þegar liðin mættust í Kórnum á því tímabili var niðurstaðan markalaust jafntefli. Vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan í dag.
Erlingur Agnarsson.
Fyrir leik
Bæði lið spiluðu í Mjólkurbikarnum í liðinni viku. HK tapaði gegn KA í Kórnum á meðan Víkingar lögðu Gróttu að velli. Víkingar, sem eru ríkjandi meistarar fara á Akureyri í átta-liða úrslitunum og mæta þar Þórsurum.
Logi gerði sigurmark Víkings gegn Gróttu.
Logi gerði sigurmark Víkings gegn Gróttu.
Fyrir leik
Víkingur R.
Bikarmeistararnir hafa byrjað stórkostlega og eru á toppi deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Víkingar hafa unnið alla þá leiki sem þeir hafa spilað í Bestu deildinni í sumar og eru með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Breiðablik, sem varð Íslandsmeistari í fyrra, vann fyrstu átta leikina. Ná Víkingar að jafna þann árangur í dag?
Víkingur vann 2-0 sigur á FH í síðasta deildarleik sínum. Mörkin þar gerðu Birnir Snær Ingason og Nikolaj Hansen.
Víkingur vann 2-0 sigur á FH í síðasta deildarleik sínum. Mörkin þar gerðu Birnir Snær Ingason og Nikolaj Hansen.
Fyrir leik
HK
Hefur komið allflestum á óvart með frammistöðu sinni og úrslitum í upphafi móts. Liðið byrjaði á mjög óvæntum sigri gegn nágrönnum sínum í Breiðabliki og hefur fylgt því vel eftir. Liðið er fyrir leikinn í dag í fjórða sæti með 13 stig. Frábær árangur hjá nýliðunum til þessa.
HK fór til Keflavíkur í sjöundu umferðinni og vann þar flottan 0-2 sigur þar sem Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson skoruðu mörkin.
HK fór til Keflavíkur í sjöundu umferðinni og vann þar flottan 0-2 sigur þar sem Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson skoruðu mörkin.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
('35)
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason
('78)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
27. Matthías Vilhjálmsson
Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
('78)
15. Arnór Borg Guðjohnsen
('35)
('78)
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
24. Davíð Örn Atlason
('78)
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Gul spjöld:
Logi Tómasson ('51)
Oliver Ekroth ('65)
Rauð spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('75)