Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
ÍA
6
3
Þróttur R.
Viktor Jónsson '20 1-0
1-1 Guðmundur Axel Hilmarsson '22
1-2 Aron Snær Ingason '32
1-3 Ágúst Karel Magnússon '52
Arnleifur Hjörleifsson '54 2-3
Hlynur Sævar Jónsson '60 3-3
Viktor Jónsson '70 4-3
Arnór Smárason '79 , víti 5-3
Viktor Jónsson '88 6-3
16.06.2023  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Viktor Jónsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Arnleifur Hjörleifsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('80)
13. Daniel Ingi Jóhannesson ('55)
20. Indriði Áki Þorláksson
28. Pontus Lindgren ('55)
77. Haukur Andri Haraldsson ('49)
88. Arnór Smárason

Varamenn:
2. Hákon Ingi Einarsson
7. Ármann Ingi Finnbogason ('55)
14. Breki Þór Hermannsson ('86)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('80)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('55)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Dino Hodzic
Gísli Laxdal Unnarsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Mario Majic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur flautar hér leikinn af. Rosalega skemmtilegur leikur sem ÍA vann sanngjarnt.

Skýrsla og viðtöl í kvöld.
88. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
ÞRENNA ÍA sækir upp vinstri kantinn og Viktor keyrir inn á teiginn, fær boltann og slúttar.
86. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
83. mín
Inn:Ólafur Fjalar Freysson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Pikul (Þróttur R.)
83. mín
Inn:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.) Út:Stefán Þórður Stefánsson (Þróttur R.)
83. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Ágúst Karel Magnússon (Þróttur R.)
83. mín
ÍA á hornspyrnu sem Arnór tekur en Sveinn kýlir boltann út.
81. mín
Sveinn á góða vörslu eftir skot frá Gísla. Mikið action í þessum leik.
80. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
79. mín Mark úr víti!
Arnór Smárason (ÍA)
ÞESSI LEIKUR Sveinn fer í vitlaust horn og Smáradona skorar.
78. mín
ÍA FÆR VÍTI Ármann keyrir inn á teiginn af hægri kantinum og er felldur.
76. mín
ÁRNI MEÐ FRÁBÆRA VÖRSLU Sá ekki hver það var en einhver í Þrótti á skot hægra megin við vítateiginn sem Árni ver ótrúlega vel.
74. mín
Ekkert kom út úr hornspyrnunni og stuttu síðar eiga Þróttarar fyrirgjöf en Árni gerir vel og kemur af línunni og grípur boltann.
74. mín
Þróttur fær hornspyrnu.
70. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Jón Gísli Eyland Gíslason
ÞVÍLÍKUR LEIKUR ÍA sækir hratt upp völlinn. Jón Gísli fær boltann hægra megin og á fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Viktor bíður eftir boltanum og skorar.
66. mín
ÍA sækir hratt upp völlinn en Eiríkur gerir mjög vel og tæklar Gísla sem liggur eftir í jörðinni. Góð tækling sýndist mér.
65. mín
Inn:Ernest Slupski (Þróttur R.) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
64. mín
Gísli fær geggjaðan bolta inn í teiginn en hittir boltann hátt yfir markið.
63. mín
ARON SNÆR!!! Aron Snær næstum því búinn að skora hérna eftir smá vandræðagang hjá Þrótti í vörninni. Boltinn fór rétt framhjá.
60. mín MARK!
Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
ALLT JAFNT ÍA á hornspyrnu sem dettur fyrir Viktor sem reynir skot sem endar í löppunum á Hlyni sem stóð nánast á línunni. Allt jafnt á Skaganum.
56. mín
SVEINN MEÐ GEGGJAÐA VÖRSLU ÍA á hornspyrnu sem er skölluð út úr teignum beint á Viktor sem skýtur í fyrst en Sveinn ver mjög vel.
55. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Pontus Lindgren (ÍA)
55. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Daniel Ingi Jóhannesson (ÍA)
54. mín MARK!
Arnleifur Hjörleifsson (ÍA)
ÞETTA ER ROSALEGUR LEIKUR Löng fyrirgjöf af hægri kantinum sem endar hjá Arnleifi hinum megin sem skorar.
52. mín MARK!
Ágúst Karel Magnússon (Þróttur R.)
Stoðsending: Aron Snær Ingason
Guðmundur fær bolta upp á topp sem hann neglir hátt upp í loftið. Aron skallar boltann í hlaupaleiðina hans Ágústs sem klárar vel framhjá Sveini.
50. mín
Gísli á hér skot hátt yfir markið.
49. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
ÍA gerði eina skiptingu í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Aukaspyrnan endar í markspyrnu.
45. mín
ÍA fær hér aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateiginn úti á hægri kantinum. Arnór Smára tekur spyrnuna.
44. mín
Aron Snær með skemmtilega takta hérna. Var næstum því búinn að plata Johannes með Zidane snúning en missir jafnvægið.
42. mín
Þróttur fær aukaspyrnu miðsvæðis eftir að Johannes brýtur á Aroni.
39. mín
EKkert kemur úr aukaspyrnunni.
38. mín
Indriði brýtur á Hinriki og Þróttur fær aukaspyrnu á ágætum stað.
32. mín MARK!
Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
Stoðsending: Hinrik Harðarson
Þvílík sending og þvílíkt slútt Pikul sendir boltann úr aukaspyrnunni á miðjuna til Hinik sem á geggjaða sendingu á Aron. Aron tekur glæsilega á móti boltanum með kassanum við vítateiginn og slúttar í slánna og inn. Mæli með kíkja á þetta mark í streyminu sem er framarlega í textalýsingunni.
32. mín
Arnór brýtur hér Jörgen við vítateig Þróttar. Rétt dæmt hjá Eiríki.
27. mín
ÍA fær dæmt á sig brot í hornspyrnunni.
27. mín
ÍA fær hornspyrnu.
26. mín
Arnór tekur aukaspyrnuna en ekkert kemur úr henni.
25. mín
Eiríkur brýtur á Steinar rétt fyrir framan miðjuna.
22. mín MARK!
Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
Þróttur jafnar strax! ÍA á hér innkast á sínum vallarhelming undir engri pressu. Haukur fær boltann og ætlar að senda boltann á Pontus. Sendingin er hins vegar léleg og Guðmundur kemst í boltann og skorar rétt fyrir utan vítateiginn.
20. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
ÍA tekur forystuna Viktor fær langan bolta úr vörninni frá Hlyni, Sveinn ver mjög vel frá honum. Boltinn berst út í teig á Steinar sem sendir hann á Viktor sem slúttar þægilega.
18. mín Gult spjald: Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
Guðmundur fær hér gult fyrir brot á Hauki við vítateig ÍA. Skagamenn voru við það að komast í hraðaupphlaup og Guðmundur tók taktískt brot.
16. mín
Hlynur skallar boltann hátt yfir markið og Þróttur fær markspyrnu.
16. mín
ÍA fær hornspyrnu.
13. mín
Ágúst á hér fyrirgjöf af hægri kantinum en Árni nær að handsama boltann.
9. mín
Ágúst kemst hér í skotfæri en Pontus kemst í skotið. Vel gert hjá Pontusi.
6. mín
Haukur Andri liggur hér í jörðinni eftir að Guðmundur slær til hans í baráttu um boltann. Sá ekki atvikið þannig veit ekki hvort þetta hafi verið af ásettu ráði.
4. mín
Arnór Smárason! ÍA sækir hratt upp, Daniel sendir boltann inn í teig af hægri kanti og Arnór nær að pota í boltann sem fer rétt framhjá.
2. mín
Byrjunarlið Þróttar 4-3-3
Sveinn
Eiríkur - Pikul - Baldur - Stefán
Ágúst - Jörgen - Iaroshenko
Aron - Guðmundur - Hinrik
2. mín
Byrjunarlið ÍA 4-3-3
Árni
Hlynur - Pontus - Johannes -Arnleifur
Arnór - Indriði - Daniel
Daniel - Viktor - Steinar
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Þróttur byrjar með boltann og sækir í átt að Akraneshöllinni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Liðin ganga hér inn á völlinn. ÍA í gulu og Þróttur í rauðu og hvítu.
Fyrir leik
Arnór Sig mættur í stúkuna Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er mættur í stúkuna. Åge hefur greinilega gefið honum leyfi til þess að horfa á litla bróður sinn spila í dag. Ingi Þór byrjar reyndar á bekknum í dag.

Fyrir leik
Styttist í leik Liðin voru að klára upphitun og ganga nú til búningsherbergja.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár ÍA gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Ægi í síðustu umferð. Gísli Laxdal fer á bekkinn og Arnór Smárason byrjar í stað hans.

Lið Þróttar er óbreytt frá sigrinum gegn Þór í síðustu umferð.
Fyrir leik
Streymi
Fyrir leik
Tryggvi Hrafn spáir í spilin Markahæsti leikmaður Bestu deildar karla, Tryggvi Hrafn Haraldsson, er spámaður umferðarinnar. Tryggvi er uppalinn á Akranesi og því er engin furða að hann spái þeim 5-0 sigri í kvöld. Hann hefur mikla trú á Hauki Andra Haraldssyni en hann spáir því að hann muni leggja upp þrjú mörk í kvöld.

Fyrir leik
Þróttur Nýliðarnir hafa farið ágætlega af stað í deildinni og eru í áttunda sæti deildarinnar með sjö stig, einu sæti og stigi fyrir neðan ÍA. Í síðustu umferð vann Þróttur 3-0 sigur gegn Þór. Aron Snær Ingason skoraði tvö mörk þann dag.
Fyrir leik
ÍA Fyrir mót var Skaganum iðullega spáð efsta sæti deildarinnar. Byrjunin á tímabilinu hefur hins vegar ekki alveg verið í samræmi við þær væntingar. Um þessar mundir er liðið í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig. Í síðustu umferð gerði ÍA sér ferð á Þorlákshöfn til Ægis. Þar vann ÍA 1-0 sigur eftir mark frá Danieli Inga.

Fyrir leik
Dómarateymið Málarameistarinn Erlendur Eiríksson er með flautuna í kvöld. Honum til halds og trausts á hliðarlínunum eru Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs. Eftirlitsmaður er Sigursteinn Árni Brynjólfsson.

Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍA og Þróttar í sjöundu umferð Lengjudeild karla. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum.
Byrjunarlið:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
Baldur Hannes Stefánsson
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
3. Stefán Þórður Stefánsson ('83)
5. Jorgen Pettersen
9. Hinrik Harðarson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('65)
11. Ágúst Karel Magnússon ('83)
32. Aron Snær Ingason
33. Kostiantyn Pikul ('83)
99. Kostiantyn Iaroshenko

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
25. Óskar Sigþórsson (m)
6. Sam Hewson
6. Emil Skúli Einarsson ('83)
10. Ernest Slupski ('65)
17. Izaro Abella Sanchez ('83)
22. Kári Kristjánsson
28. Ólafur Fjalar Freysson ('83)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Axel Hilmarsson ('18)

Rauð spjöld: