Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   fim 15. júní 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tryggvi Hrafn spáir í 7. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alexander Már skorar öll mörk Þórsara með hausnum.
Alexander Már skorar öll mörk Þórsara með hausnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Landsliðsmaðurinn Sævar Atli Magnússon var með tvo rétta þegar hann spáði í sjöttu umferð Lengjudeildarinnar.

Sjöunda umferðin hefst í kvöld en Tryggvi Hrafn Haraldsson, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, tók það að sér að spá í leikina sem eru í sjöundu umferð.

Grindavík 1 - 0 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Helgi Sig masterclass verður til þess að Fjölnismenn tapa sínum fyrsta leik. Þjálfaranum til mikillar gleði þá mætir Edi Horvat í teiginn og klárar þennan leik fyrir þá.

Grótta 0 - 2 Ægir (19:15 í kvöld)
Nenad og hans hundtryggi aðstoðarmaður Baddi, sjóða saman stórkostlegt leikplan. Fyrsti sigur Ægismanna, fyrsta hreina lakið og Rolin hrekkur í gang með tveimur mörkum. Fullkominn dagur fyrir Þorlákshafnarbúa.

Þór 4 - 3 Selfoss (18:00 á morgun)
Þetta verður leikur umferðarinnar, sjö mörk og að minnsta kosti tvö rauð. Besti skallamaður landsins, Alexander Már, skorar öll mörk Þórsara með hausnum. Gary Martin og Gummi Tyrfings skora fyrir gestina.

Afturelding 3 - 0 Njarðvík (19:15 á morgun)
Sigling Aftureldingar strandar ekki hér og þeir vinna þægilegan 3-0 sigur. Aron Elí, Arnór Gauti og Rasmus með mörkin.

ÍA 5 - 0 Þróttur R. (19:15 á morgun)
Skagamenn tengja saman sigra og senda skilaboð í deildina með flugeldasýningu. Markaskorun verður bróðurlega dreift og enginn gerir tvö. Viktor Jóns og Steinar skora. Indriði og Hákon Ingi skora ekki. Þessi Haukur á miðjunni er ansi efnilegur og ég held að hann leggi upp þrjú.

Vestri 1 - 1 Leiknir R. (28. júní)
Jafntefli í leik þar sem baráttan verður í fyrirrúmi. Bæði lið skora úr víti og verða jafn óánægð með stigið.

Fyrri spámenn:
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner