Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Ísland
4
0
Liechtenstein
Gylfi Þór Sigurðsson '22 , víti 1-0
Alfreð Finnbogason '44 2-0
2-0 Sandro Wieser '45 , misnotað víti
Gylfi Þór Sigurðsson '49 3-0
Hákon Arnar Haraldsson '63 4-0
16.10.2023  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM
Dómari: Abdulkadir Bitigen (Tyrkland)
Áhorfendur: 4317
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('58)
10. Hákon Arnar Haraldsson
11. Alfreð Finnbogason ('58)
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('80)
14. Kolbeinn Finnsson
15. Willum Þór Willumsson ('58)
21. Arnór Ingvi Traustason ('80)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Guðmundur Þórarinsson
6. Hjörtur Hermannsson
8. Arnór Sigurðsson
9. Orri Steinn Óskarsson ('58)
16. Júlíus Magnússon
17. Aron Einar Gunnarsson ('80)
18. Mikael Anderson ('58)
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('58)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('80)
23. Kristian Hlynsson

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:
Orri Steinn Óskarsson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur Íslands staðreynd!

Viðtöl væntanleg seinna í kvöld!
93. mín
Ekki margt sem bendir endilega til þess að við fáum frekara fjör í þetta.
91. mín
Fáum +5 á skiltið.
90. mín
Inn:Kenny Kindle (Liechtenstein) Út:Dennis Salanovic (Liechtenstein)
90. mín
Inn:Fabio Luque Notaro (Liechtenstein) Út:Julian Hasler (Liechtenstein)
86. mín
Orri Steinn með frábæra utanfótarsnuddu á Hákon Arnar sem Benjamin Buchel gerir svo frábærlega í að verja frá Hákoni Arnari en flaggið fór svo á loft.
84. mín
Verður áhugavert að sjá uppbótartímann eftir þessa þrautsegju Liechtenstein í að tefja.
Elvar Geir Magnússon
80. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
80. mín
Inn:Aron Einar Gunnarsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
79. mín
Jón Dagur þræðir Orra Stein í gegn varnarmenn Liechtenstein sjá við honum. Flaggið fór svo á loft i þokkabót.
77. mín
Liechtenstein kemst í sjaldséða sókn og ná skoti að marki en Elías Rafn ekki í neinum vandræðum með þetta.
75. mín
Inn:Niklas Beck (Liechtenstein) Út:Simon Lüchinger (Liechtenstein)
Hlaut að koma að því.
73. mín
Gestirnir ósáttir við framkvæmd skiptingarinnar. Leikmaður númer 7 Buchel átti ekkert að yfirgefa völlinn heldur númer 17 Simon Luchinger. Fjórði dómari gefur sig ekki þrátt fyrir mótmæli gestanna. Til að bæta gráu ofan á svart liggur Luchinger nú eftir á vellinum.
Sverrir Örn Einarsson
72. mín
Þetta Liechtenstein lið er ólseigt í að reyna tefja þennan leik eins og þeir geta.
71. mín
Inn: Jakob Lorenz (Liechtenstein) Út:Marcel Büchel (Liechtenstein)
Sverrir Örn Einarsson
71. mín
Inn:Andrin Netzer (Liechtenstein) Út:Livio Meier (Liechtenstein)
Sverrir Örn Einarsson
70. mín
Orri Steinn einn á móti Benjamin Buchel og reynir að lyfta yfir hann en Buchel sér við honum en þá fer flaggið á loft svo hefði liklega ekki talið.
70. mín
Orri Steinn með boltann úti vinstri en sendingin inn á teig fyrir aftan Hákon Arnar.
68. mín Gult spjald: Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Það var víst Orri sem var brotlegur.
68. mín
Ísland skorar en dæmdir brotlegir Ísak Bergmann klárar frábærlega færið en er dæmdur brotlegur í aðdragandanum.
Elvar Geir Magnússon
63. mín MARK!
Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
HÁKON ARNAR!!!

Arnór Ingvi finnur Jón Dag sem stingur Hákoni Arnari í gegn í fyrsta og hann lyftir boltanum skemmtilega yfir Benjamin Buchel í marki Liechtenstein.
62. mín
Stöngin! Ísak Bergmann með flottan sprett og virðist vera missa jafnvægið en nær þó að halda jafnvægi og inn á teig og nær skoti að marki en í stöngina fór hann!

Jón Dagur nær frákastinu en skotið hans beint í fangið á Benjamin Buchel.
59. mín Gult spjald: Aron Sele (Liechtenstein)
Steinhissa að fá spjald fyrir að tefja.
58. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
58. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Fólkið rís á fætur og klappar fyrir markahæsta landsliðsmanni Íslands.
58. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland)
56. mín
Þreföld skipting í vændum hjá Íslandi.
55. mín
Liechtenstein reynir að hægja á leiknum og tefja.

Ekki seinna vænna í stöðinni 3-0 undir og rúmlega hálftími eftir.
55. mín
Nokkrar vel valdar myndir frá Hauki ljósmyndara
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Elvar Geir Magnússon
Sverrir Örn Einarsson
49. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Arnór Ingvi Traustason
MARKAMETIÐ FALLIÐ!!! GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON ER MARKAHÆSTI LEIKMAÐUR LANDSLIÐSINS FRÁ UPPHAFI!!!
27.Markið staðreynd!

Boltinn hrekkur til Hákons Arnar sem leggur boltann á Arnór Ingva og hann finnur Gylfa sem er aleinn í teignum og leggur hann svo í hornið fjær!
46. mín
Alfreð sparkar okkur af stað aftur fyrir síðari hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikstölfræði Með boltann: 62% - 38%
Marktilraunir: 7-3
Hornspyrnur: 4-0
Gul spjöld: 0-0
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Ísland leiðir með tveim! Íslenska liðið leiðir með tveim mörkum í hálfleik!

Alvöru action undir lok fyrri hálfleiksins!

Tökum stutta pásu og snúm aftur í þann síðari.
45. mín Misnotað víti!
Sandro Wieser (Liechtenstein)
NEGLIR FRAMHJÁ!! ÞETTTA VAR ÖMURLEGT VÍTI!

NEGLDI HÁTT FRAMHJÁ!
45. mín
Elías ver vítið frá Sandro Wieser, Salanovic fylgir á eftir og kemur boltanum í netið en fór of snemma af stað og spyrnan verður endurtekin.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
LIECHTENSTEIN FÆR VÍTI!!
45. mín
Lichtenstein er að fá vítaspyrnu!

Boltinn i hönd Alfons að mati dómarans.
Sverrir Örn Einarsson
Elvar Geir Magnússon
44. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Willum Þór Willumsson
Willum skallar botlann til Arnórs Ingva sem lyftir boltanum aftur á Willum sem flikkar honum inn í svæðið á Alfreð sem bregst ekki þarna!

ÍSLAND LEIÐIR MEÐ TVEIM!
44. mín
Sá ekki hvað gerðist en Alfreð féll til jarðar en dómari leiksins veitti því enga athygli.
42. mín
Vandræðagangur hjá Liechtenstein og Alfreð kemst inn í stendingu tilbaka en nær ekki að lyfta boltanum yfir Benjamin Buchel í marki Liechtenstein.
41. mín
Erfitt að lýsa síðustu mínútum öðruvísi en bara sem miðjuhnoði.
36. mín
Það er full dauft yfir þessu fyrir minn smekk þessa stundina.
35. mín
Myndir af því þegar Gylfi skoraði fyrsta mark leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
30. mín
Brotið á Hákoni úti vinstra og Gylfi tekur aukaspyrnuna en beint í hendurnar á Benjamin Buchel.
29. mín
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Elvar Geir Magnússon
28. mín
Íslenska liðið hefur ekki verið að fá mikið úr hornspyrnum sínum í þessum leik.

Lítil ógn í föstum leikatriðum til þessa.
28. mín
Fotboltinet á Instagram Þar er hægt að sjá mark Gylfa. Einnig hér:
Elvar Geir Magnússon
Söguleg stund á eftir?
Elvar Geir Magnússon
26. mín
Íslenska liðið í færi og auðvitað er það Gylfi Þór en Liechtenstein kemst fyrir og við fáum horn.
Elvar Geir Magnússon
22. mín Mark úr víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
GYYYLFIII!!!!!!! JAFNAR MARKAMETIÐ!!!!

ÖRUGGUR SLÁINN INN!!

ÁÁÁÁÁÁÁFRAM ÍSLAAAAND!!!
21. mín
VÍTI!!!! ÍSLAND FÆR VÍTASPYRNU!!!

GYLFI Á PUNKTIN!

20. mín
VAR Flottur bolti inn á teig og Gylfi nær að komast til boltans í þröngri stöðu og reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni Liechtenstein og útaf.


kallað á eftir hendi og dómarinn stöðvar leikinn og fer fer í skjáinn.
18. mín
Íslenska liðinu gengur erfiðlega að komast í gegnum þéttan varnarmúr Liechtenstein.
16. mín
Gylfi með gott skot en Benjamin Buchel sér við honum!
15. mín
Gylfi reynir að þræða Alfreð í gegn en er of fastur.
11. mín
Flottur spilkafli hjá Íslenska liðinu en náum ekki að komast í skotfæri.
9. mín
Gulli með frábæra skiptingu upp vænginn í hlaupið fyrir Jón Dag en Benjamin Buchel sér við Jóni Degi.
5. mín
GYLFI!!!! SLÁINN!!!

Gylfi athafnar sig frábærlega í teignum og nær skotinu en í tréverkið!!

Frábært spil upp vinstri vænginn í aðdragandanum.
1. mín
Julian Hasler með fyrsta skot leiksins en framhjá markinu fór það.
1. mín
ÁFRAM ÍSLAND!! Við erum farinn af stað! Það eru Liechtenstein sem byrja með boltann!
Fyrir leik
Létt yfir vallarstjóranum og fyrirliðanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elías Rafn fær tækifæri í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fjórar breytingar frá leiknum gegn Lúxemborg Gylfi sneri aftur í landsliðið eftir þriggja ára fjarveru er hann kom inn á sem varamaður í jafnteflinu gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Í kvöld byrjar hann.

Það eru alls fjórar breytingar frá leiknum gegn Lúxemborg. Elías Rafn Ólafsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Alfreð Finnbogason koma einnig inn í liðið.

Rúnar Alex Rúnarsson, Arnór Sigurðsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson fara á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
GYLFI ER Í BYRJUNARLIÐINU (Staðfest)
Elvar Geir Magnússon
Ansi langt síðan Liechtenstein vann leik
Elvar Geir Magnússon
Mörkin sjö úr fyrri leiknum
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Líklegt að Ísland muni mæta Wales eða Ísrael í umspilinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Eftir jafnteflið gegn Lúxemborg er það orðið ljóst að Ísland mun ekki ná sæti í lokakeppni EM í gegnum riðilinn. EM verður haldið í Þýskalandi næsta sumar.

Líklegt að Ísland muni mæta Wales eða Ísrael í umspilinu

Nú snýst allt um að undirbúa liðið sem berst fyrir marsmánuð en miklar líkur eru á því að Ísland taki þar þátt í umspili í gegnum árangurinn í Þjóðadeildinni.

Umspilið er með sama hætti og þegar Ísland tapaði á grætilegan hátt gegn Ungverjalandi um árið. Stakur undanúrslitaleikur, sem verður spilaður á útivelli, og svo hreinn úrslitaleikur en dregið verður um heimaleikjarétt þar.

Football Rankings hefur birt líklegustu niðurstöðuna eins og hún er núna en Ísland gæti farið í gegnum umspil A eða umspil B.

Það er líklegt að Wales verði mótherjinn ef Ísland fer í gegnum A-umspilið og líklegur úrslitaleikur er þá gegn Póllandi. Ef Ísland fer í B-umspilið er Ísrael líklegur mótherji og úrslitaleikurinn gæti mögulega verið gegn Bosníu og Hersegóvínu sem er núna með okkur í riðli.

Ísland ekki inni í umspilinu eins og staðan er
Eins og staðan er akkúrat núna í undankeppninni er Ísland ekki inni í umspilinu. Það eru þó mjög miklar líkur á því að það breytist. Holland er í þriðja sæti í sínum riðli en er í dauðafæri á að ná öðru sætinu og komast beint á EM. Þá fer Ísland inn í umspilið.

Næst á eftir Íslandi í röðinni er Noregur, en frændur okkar eiga á hættu að komast ekki í umspilið. Þeir þurfa að treysta á að bæði Holland og Ísrael komist beint á EM í gegnum undankeppnina.

Umspilið tengist riðlakeppni undankeppni EM ekki
Eins og áður segir þá tengist þetta umspil ekki árangri í undankeppni EM, heldur árangri í Þjóðadeildinni. Þau lönd sem náðu bestum árangri í Þjóðadeildinni en komast ekki beint á EM í gegnum undankeppnina fá annað tækifæri í gegnum þetta umspil. Það er því algjör mýta að Þjóðadeildin skipti engu máli!
Fyrir leik
Skagamennirnir ná vel saman - ,,Þekkjum hvorn annan mjög vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Þrír Skagamenn voru í byrjunarliði íslenska landsliðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Lúxemborg á föstudag og náðu þeir afar vel saman vinstra megin á vellinum, en það voru þeir Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.

Skagamennirnir ná vel saman - ,,Þekkjum hvorn annan mjög vel

Allir náðu vel saman í leiknum gegn Lúxemborg, en Arnór lék á vinstri kantinum á meðan Ísak og Hákon spiluðu á miðsvæðinu.

Ísak var í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í rúmt ár og þá hafði Arnór ekki verið með í síðustu landsleikjum vegna meiðsla, en allir þrír byrjuðu á föstudag.

Leikmennirnir þekkjast afar vel frá eftir að hafa alist upp á Akranesi og spilað með ÍA, en Arnór segir alla njóta þess að spila stutt.

„Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Allir flottir fótboltamenn sem njóta þess að spila stuttar sendingar og hraðan bolta. Það virkaði í fyrri hálfleik, en svekkjandi að hafa ekki náð að skora fleiri mörk,“ sagði Arnór við Fótbolta.net.

Ísak segir þá alla tengja vel saman á æfingum og það sé ótrúlega gaman að hafa þrjá Skagamenn í byrjunarliðinu.

„Já, ótrúlega skemmtilegt. Þetta er líka svona á æfingum og finnst við vera með mjög góða tengingu og ótrúlega gaman að það byrja þrír Skagamenn inn á og allir vinstra megin. Kolbeinn Finns var líka mjög flottur og ótrúlega gaman að hafa þessa gæja með sér þarna inná,“ sagði Ísak.

Ísland mætir liði Liechtenstein í dag, en það er óvíst hvort þeir verði allir í liðinu þá. Jon Dahl Tomasson, stjóri Blackburn Rovers, náði samkomulagi við Åge Hairede um að Arnór myndi bara spila einn landsleik og þá gæti norski þjálfarinn gefið fleiri leikmönnum sénsinn gegn töluvert slakari mótherja.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Aron um Gylfa: Elska að hann sé kominn aftur til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á Laugardalsvöll síðasta föstudagskvöld er hann kom inn á sem varamaður í jafntefli gegn Lúxemborg.

Gylfi var þar að snúa til baka eftir þriggja ára fjarveru en móttökurnar sem hann fékk voru rosalegar. Það var eins mark hefði verið skorað þegar honum var skipt inn á völlinn.

   13.10.2023 22:02
Gylfi tók vel eftir látunum: Hef aldrei fengið svona móttökur

„Mig langaði að koma inn á sama tíma, ósköp einfalt," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, þegar hann var spurður út í Gylfa á fréttamannafundi í gær.

Þeir hafa lengi verið saman í landsliðinu.

„Hann á skilið að fá þessar móttökur. Ég elska að spila með Gylfa og ég elska að hann sé kominn aftur til baka. Hann lyftir öllum upp, hvort sem það er á æfingum og eða á hótelinu. Hann er með þannig nærveru að menn vilja læra af honum og með honum."

„Hvað getur maður sagt meira um gæjann? Hann átti þessar móttökur skilið. Hann á eftir að nýtast okkur mjög vel og maður sér að hann er að verða betri með hverri æfingunni."

Mikilvægt að hafa þessa reynslu
Aron og Gylfi eru tveir af reynslumestu leikmönnum liðsins. Núna er verið að móta lið sem getur komist á Evrópumótið næsta sumar en Aron og Gylfi eru gríðarlega mikilvægir í því.

„Það er mikilvægt fyrir Ísland að koma Aroni og Gylfa inn fyrir leiki í mars. Það er mikilvægt fyrir ungu leikmennina líka, að hafa hermann eins og Aron. Ungu leikmennirnir hafa mikla hæfileika og mikla orku, en reyndari leikmennirnir hafa gengið í gegnum þetta áður og vita hvað þarf til," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari á fréttamannafundinum.

Aron tók undir þessi orð landsliðsþjálfarans.

„Við erum með marga leiki undir beltinu, leiki sem við tókum og kláruðum. Það er undir okkur komið að vera leiðandi í því. Þetta er verkefni fyrir okkur líka og þannig viljum við hafa þetta. En mér finnst þeir gefa okkur orku líka, ungu leikmennirnir. Þeir eru alveg að ýta á okkur á æfingum, þó gamlir vinni oftast. Þeir gefa okkur aukna orku. Það er okkar verkefni að leiða þá og kenna þeim að klára svona leiki. Það er undir okkur komið líka," sagði Aron.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hareide: Þegar við náum þessari mynd rétt þá verðum við sterkir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er stundum pirrandi að vera þjálfari," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í gær. Hann er auðvitað svekktur með það hvernig síðasti leikur gegn Lúxemborg fór. Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

„Þú ert ánægður með það þegar allt er að virka sem við vorum að æfa daganna fyrir leikinn. Liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum og leikmenn stóðu sig vel. Þeir skora mark úr engu og við hættum að spila okkar leik. Við höfum skoðað leikinn og greint hann. Það er auðvelt að sjá að við vorum ekki í réttum stöðum þegar við spilum úr vörninni, við gerðum okkur erfitt fyrir og hættum að spila eins og í fyrri hálfleik. Það var pirrandi að sjá."

„Við erum að þróa liðið, skapa lið sem getur staðið sig vel í 90 mínútur í vörn og sókn. Það er ferli sem er í gangi. Ísland er með marga unga tæknilega góða leikmenn sem þurfa að læra leikinn betur taktískt. Við erum með eldri leikmenn sem þekkja leikinn ótrúlega vel taktískt. Þegar við náum þessari mynd rétt þá verðum við sterkir."

Í kvöld spilar Ísland við Liechtenstein á Laugardalsvelli. Fyrri leikurinn endaði með 0-7 sigri Íslands.

„Við förum inn í alla leikina til að vinna þá. Það verður erfitt að gera eins og við gerðum úti í Liechtenstein, en á morgun snýst þetta bara um stigin þrjú. Liechtenstein vill koma hingað og vinna okkur þar sem þeir töpuðu síðasta leik á móti okkur 0-7. Þeir ætla örugglega að hefna sín. En við erum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við verðum að bæta okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, á fréttamannafundinum.

Ætlar ekki í tilraunastarfsemi
Age segist ekki ætla í neina tilraunastarfsemi gegn Liechtenstein. Íslenska liðið er í mótun með það í huga að liðið fer líklega í umspil í mars um að komast á mótið.

„Við ætlum ekki að fara í neina tilraunastarfsemi. Við eigum að taka alla leiki sem erum að fá núna og spila okkar besta liði. Við verðum að reyna að bæta okkar frammistöðu í hverjum leik. Við eigum þrjá leiki eftir á þessu ári. Við verðum að spila okkar sterkasta liði. Það er mikilvægt fyrir Ísland að koma Aroni og Gylfa inn fyrir leiki í mars. Það er mikilvægt fyrir ungu leikmennina líka, að hafa hermann eins og Aron. Ungu leikmennirnir hafa mikla hæfileika og mikla orku, en reyndari leikmennirnir hafa gengið í gegnum þetta áður og vita hvað þarf til," sagði Hareide.

„Við verðum að nýta þessa leiki vel til að stilla saman strengi og finna öflugt lið. Það er í mínum huga. Við fáum ekki marga daga saman og við verðum að vinna vel úr þeim. Þetta hefur gengið vel hingað til en við þurfum bara að vera sterkari í hausnum, við þurfum að vera harðari. Það er mikilvægt fyrir fótboltamenn. Þegar við náum því, þá getum við komist aftur á þann stað sem Ísland var einu sinni á. Þeir voru harðir og komust í gegnum leikina, þess vegna komust þeir á stórmót. Það er mikilvægast að liðið bæti sig og taki skref fram á við."

Það eru margir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi ekki setja of mikla pressu á þá.

„Við verðum að fara varlega með að setja pressu á ungu leikmennina. Ég er ánægður með að geta spilað svona og skapað færin. Eitt af því erfiðasta í fótbolta er að skora mörk. Ég er ánægður með að Orri Steinn skoraði því hann er ungur og efnilegur leikmaður. Alfreð er markaskorari, Andri Lucas er markaskorari og Gylfi er að koma til baka og er markaskorari. Það gefur mér von fyrir framhaldið, að við erum með fleiri leikmenn sem geta skorað. Við sköpuðum fullt af færum gegn Lúxemborg og Slóvakíu. Við erum að gefa stig með því að klára færin ekki nógu vel og með því að verjast ekki nægilega vel. Við eigum ekki að vera hræddir við að vinna 1-0. Við verðum að læra að verja forystuna og það er líka undir okkur þjálfurunum komið," sagði Hareide að lokum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liechtenstein með 0 stig
Mynd: Getty Images

Þetta er Þjóðverjinn Konrad Fünfstück sem heldur um stjórnartaumana hjá Liechtenstein. Það var bráðabirgðastjóri þegar Ísland rúllaði yfir Liechtenstein í mars en Fünfstück, fyrrum stjóri Kaiserslautern, tók við liðinu í maí.

Liechtenstein er eitt lélegasta landslið heims og situr í neðsta sæti riðilsins.

J-riðill:
1. Portúgal 21 stig
2. Slóvakía 13 stig
3. Lúxemborg 11 stig
4. Bosnía og Hersegóvína 9 stig
5. Ísland 7 stig
6. Liechtenstein 0 stig
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stærsti sigur Íslands í keppnisleik Liechtenstein 0 - 7 Ísland (26. mars 2023)
0-1 Davíð Kristján Ólafsson ('3 )
0-2 Hákon Arnar Haraldsson ('38 )
0-3 Aron Einar Gunnarsson (f) ('48 )
0-4 Aron Einar Gunnarsson (f) ('67 )
0-5 Aron Einar Gunnarsson (f) ('73 , víti)
0-6 Andri Lucas Guðjohnsen ('85 )
0-7 Mikael Egill Ellertsson ('87 )
Lestu um leikinn

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland vann auðveldan og sannfærandi 7-0 stórsigur á Liechtenstein í Vaduz í mars. Fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 101. landsleik sínum. Stærsti sigur Íslands í keppnisleik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarinn er frá Tyrklandi
Mynd: Getty Images

Dómari: Abdulkadir Bitigen (Tyrkland)
Aðstoðardómari 1: Ceyhun Sesigüzel
Aðstoðardómari 2: Mehmet Tugral
Fjórði dómari: Bahattin Simsek
VAR dómari: Christian Dingert (Þýskaland)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ísland - Liechtenstein Heil og sæl!

Velkomin með okkur á Laugardalsvöll þar sem Ísland og Liechtenstein mætast. Eftir jafnteflið gegn Lúxemborg á föstudagskvöldið er það orðið ljóst að Ísland mun ekki ná sæti í lokakeppni EM í gegnum riðilinn.

Nú snýst allt um að undirbúa liðið sem berst fyrir marsmánuð en miklar líkur eru á því að Ísland taki þar þátt í umspili í gegnum árangurinn í Þjóðadeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikir kvöldsins í J-riðli - Undankeppni EM
18:45 Lúxemborg-Slóvakía (Stade de Luxembourg)
18:45 Ísland-Liechtenstein (Laugardalsvöllur)
18:45 Bosnía-Hersegóvína-Portúgal (Bilino Polje Stadium)
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Benjamin Buchel (m)
3. Max Göppel
4. Lars Traber
5. Martin Marxer
7. Marcel Büchel ('71)
8. Aron Sele
10. Sandro Wieser
11. Dennis Salanovic ('90)
14. Livio Meier ('71)
17. Simon Lüchinger ('75)
18. Julian Hasler ('90)

Varamenn:
12. Justin Ospelt (m)
21. Gabriel Foser (m)
2. Severin Schlegel
6. Andreas Malin
9. Fabio Luque Notaro ('90)
13. Kenny Kindle ('90)
15. Andrin Netzer ('71)
16. Marco Marxer
19. Colin Haas
20. Jakob Lorenz ('71)
22. Niklas Beck ('75)
23. Jens Hofer

Liðsstjórn:
Konrad Fünfstück (Þ)

Gul spjöld:
Aron Sele ('59)

Rauð spjöld: