Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   fös 13. október 2023 22:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi tók vel eftir látunum: Hef aldrei fengið svona móttökur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson lék í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Gylfi ræddi við Fótbolta.net og mbl eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

„Mér fannst við byrja leikinn vel, spiluðum fínt fyrstu 30 mínúturnar, sköpuðum fullt af færum, skoruðum fyrsta markið. Markið þeirra í byrjun seinni hálfleiks brýtur upp allt, breytist leikurinn og við vorum á móti vindi í seinni hálfleik. Það var frábært að koma inn á, en gríðarlega svekkjandi úrslit," sagði Gylfi.

„Við erum með mjög flinka unga stráka sem eru góðir tæknilega, að spila vel og eru að ná vel saman fram á við. Sem lið þurfum við að verjast betur. Við megum ekki fá á okkur mörk á fyrstu fimm mínútum í seinni hálfleik; þurfum að vera mættir til leiks frá byrjun. Við eigum, miðað við yfirburðina, að klára leikinn á fyrstu 30-40 mínútunum."

Kallað var eftir því að Gylfi kæmi inn á, stuðningsmenn létu vel í sér heyra og voru mikil læti þegar Gylfi hljóp að bekknum um miðbik seinni hálfleiks. Gylfi heyrði vel í látunum.

„Já, það var erfitt að missa af því, líka í upphituninni og þegar ég var kominn inn á. Ég hef aldrei fengið svona móttökur hérna, þetta voru extra geggjaðar móttökur."

„Nei nei, mikil einbeiting á leikinn, reyna búa til eitthvað og skora sigurmarkið - við vorum að eltast við það. En móttökurnar voru yndislegar."


Gylfi tók aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Spyrnan fór í varnarvegginn. „Mér fannst ég hitt'ann ágætlega, gæti verið að út af mótvindinum að boltinn hefði snúist út fyrir markið. Ég hefði getað reynt að setja boltann aðeins ofar."

Hefur endurkoman í landsliðið tekið skemmri tíma en Gylfi bjóst við?

„Já, ég held það. Ef ég tel fullar æfingar með Lyngby þá eru þetta kannski 10-14 æfingar. Þetta er að gerast mjög hratt. Ég veit að það er langt í land og örugglega nokkrir mánuðir þangað til ég er kominn í toppstand."

„Ég segi alltaf 90 mínútur en veit ekki hvort að Freyr (Alexandersson þjálfari Lyngby) yrði sáttur með það. Ég veit ekki hvað Åge er að spá í með næsta leik. Það er kannski betra að byrja leik og fara síðan út af eftir 40 mínútur heldur en að koma inn á í svona kulda. Maður fær þannig almennilega upphitun og er klár frá fyrstu mínútu,"
sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner