Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 13. október 2023 22:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi tók vel eftir látunum: Hef aldrei fengið svona móttökur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson lék í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Gylfi ræddi við Fótbolta.net og mbl eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

„Mér fannst við byrja leikinn vel, spiluðum fínt fyrstu 30 mínúturnar, sköpuðum fullt af færum, skoruðum fyrsta markið. Markið þeirra í byrjun seinni hálfleiks brýtur upp allt, breytist leikurinn og við vorum á móti vindi í seinni hálfleik. Það var frábært að koma inn á, en gríðarlega svekkjandi úrslit," sagði Gylfi.

„Við erum með mjög flinka unga stráka sem eru góðir tæknilega, að spila vel og eru að ná vel saman fram á við. Sem lið þurfum við að verjast betur. Við megum ekki fá á okkur mörk á fyrstu fimm mínútum í seinni hálfleik; þurfum að vera mættir til leiks frá byrjun. Við eigum, miðað við yfirburðina, að klára leikinn á fyrstu 30-40 mínútunum."

Kallað var eftir því að Gylfi kæmi inn á, stuðningsmenn létu vel í sér heyra og voru mikil læti þegar Gylfi hljóp að bekknum um miðbik seinni hálfleiks. Gylfi heyrði vel í látunum.

„Já, það var erfitt að missa af því, líka í upphituninni og þegar ég var kominn inn á. Ég hef aldrei fengið svona móttökur hérna, þetta voru extra geggjaðar móttökur."

„Nei nei, mikil einbeiting á leikinn, reyna búa til eitthvað og skora sigurmarkið - við vorum að eltast við það. En móttökurnar voru yndislegar."


Gylfi tók aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Spyrnan fór í varnarvegginn. „Mér fannst ég hitt'ann ágætlega, gæti verið að út af mótvindinum að boltinn hefði snúist út fyrir markið. Ég hefði getað reynt að setja boltann aðeins ofar."

Hefur endurkoman í landsliðið tekið skemmri tíma en Gylfi bjóst við?

„Já, ég held það. Ef ég tel fullar æfingar með Lyngby þá eru þetta kannski 10-14 æfingar. Þetta er að gerast mjög hratt. Ég veit að það er langt í land og örugglega nokkrir mánuðir þangað til ég er kominn í toppstand."

„Ég segi alltaf 90 mínútur en veit ekki hvort að Freyr (Alexandersson þjálfari Lyngby) yrði sáttur með það. Ég veit ekki hvað Åge er að spá í með næsta leik. Það er kannski betra að byrja leik og fara síðan út af eftir 40 mínútur heldur en að koma inn á í svona kulda. Maður fær þannig almennilega upphitun og er klár frá fyrstu mínútu,"
sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner