Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Þróttur R.
2
1
FH
Leah Maryann Pais '16 1-0
1-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir '29
Melissa Alison Garcia '82 2-1
20.07.2024  -  14:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Breki Sigurðsson
Maður leiksins: Mollee Swift
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Brynja Rán Knudsen ('76)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Leah Maryann Pais ('67)
12. Caroline Murray
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('45)
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('87)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('67)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
13. Melissa Alison Garcia ('45)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('87)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('76)
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Valgeir Einarsson Mantyla
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur með sterkan sigur í Laugardalnum! Þróttur siglir þessu heim eftir sigurmark frá Melisssu!

Skýrsla og Viðtöl væntanleg!
95. mín
Kemur bolti inn á teig Þróttara en Mollee grípur.
90. mín
Fimm mínútum bætt við.
87. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.)
86. mín
Þróttur fær horn.

FH hreinsar.
82. mín MARK!
Melissa Alison Garcia (Þróttur R.)
MAAAAARK! Í sínum fyrsta leik fyrir Þrótt!!

Fyrirgjöf kemur inn á teiginn. Sæunn reynir að ná til hanns en nær því ekki og boltinn af Melissu og inn. Þróttarar komnir yfir!
81. mín
Inn:Sara Montoro (FH) Út:Snædís María Jörundsdóttir (FH)
76. mín
Inn:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.) Út:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.)
76. mín
Inn:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Út:Arna Eiríksdóttir (FH)
73. mín
Hársbreidd! Freyja svo nálægt því að koma Þrótturum yfir en setur boltann framhjá.
73. mín
FH fær horn.

Þróttur hreinsar.
71. mín
Góð sókn! FH að gera vel. Breukulen með hælsendingu á Elísu sem kemur sér í skotfæri. Skotið er í varnarmann.
67. mín
Inn:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) Út:Leah Maryann Pais (Þróttur R.)
Leah fer meidd útaf. Vonandi ekki alvarlegt.
63. mín
Þvílík varsla! Fast skot fyrir utan teig sem Mollee ver glæsilega. FH fær horn.

Ekkert verður úr horninu.
62. mín
Stöngin! Markið svoleiðis titraði! Breukelen með neglu í stöngina og út.
59. mín
MAAAR...Brot Boltinn kemur inn á teig og setur Sóley boltann í netið en dómarinn dæmir brot.
58. mín
Glæsileg varsla! Sæunn með gott skot fyrir utan teig sem stefninr í skeytin. Mjög góð varsla hjá Aldísi sem ver hann í stöngina og út.
56. mín
Færi! Mikil þvaga inn á teig gestanna og eru Þróttarar að reyna ná skoti á mark. Melissa nær skoti en boltinn af varnarmanni og Þróttur á horn.

Ekkert verður úr horninu.
54. mín
Hætta! FH að sækja hratt og komnar í stórhættulega stöðu tvær á móti einni. Ída ákveður að fara alla leið og skýtur í varnarmann. Spurning hvort hún hefði átt að gefa hann þarna.
50. mín
Bjargað á línu! Gott hlaup hjá Leah inn á taiginn. Hún skýtur en Selma Sól bjargar á línu og í horn!
48. mín
FH fær horn.

Þróttur bægir hættunni frá.
47. mín
Skot á mark! Elísa á skot fyrir utan teig. Boltinn meðfram jörðinni og varin af Mollee.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Þróttarar rúlla seinni í gang.
45. mín
Inn:Melissa Alison Garcia (Þróttur R.) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
Melissa að koma inn á í sínum fyrsta leik!
45. mín
Svipmyndir úr fyrri hálfleik! Tryggvi Már Gunnarsson, ljómsmyndari, er á leiknum.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

45. mín
Hálfleikur
Jafnt í hálefleik! Fjörugur fyrri hálfleikur að baki hér í Laugardalnum! Bæði lið fengu slatta af færum og er allt jafnt er liðin ganga til búningsherbergja.

Tökum okkur korterspásu og komum svo með seinni hálfleikin!
45. mín
Það eru tvær mínútur í uppbótartíma.
44. mín
Rétt yfir! Caroline Murray leikur á Örnu og kemst í skotfæri. Skotið fasrt en boltinn yfir.
42. mín
Leah með annað skot fyrir utan teig. Keimlíkt því sem hún gerði áða. Reynir að skrúfa hann upp í samskeytin fjær. Varið af Aldísi.
39. mín
Vel varið! Leah fær boltann úti á hægri kantinum. Tekur nokkur skæri og lætur svo vaða á markið. Vel varið hjá Aldísi sem slær í horn.

Ekkert verður úr horninu.
36. mín
Nú er það hinum megin á vellinum þar sem hildigunnur á skot fyrir utan teig. Fínt skot en boltinn yfir.
35. mín
Langskot! Leah með skot vel fyrir utan teig. Skotið tiltölulega beint á Aldísi sem grípur boltann.
29. mín MARK!
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
FH jafnar!!! MAAARK!

FH jafnar hér metin. Boltinn berst á Elísu sem er með helling af plássi inn á teig Þróttar. Hún skýut og klárar færið vel!
Allt jafnt í Laugardalnum!
27. mín
Stöngin! Frábært spil hjá FH-ingum. Gera vel til að komst upp völlinn og sendir ída boltann á Breukelen. Hún í þröngu færi og skýtur í stöngina.
26. mín
Sæunn kemst í skotfæri fyrir utan teig og lætur vaða. Boltinn í varnarmann.
24. mín
Frábær tilraun! Ída Marín hirðir boltann á miðjunni og leggur að stað í átt að marki Þróttar. Kemur sér framhjá þremur leikmönnum Þróttar og prjónar sig inn á teiginn. Á svo gott skot æa mark en vel varið hjá Mollee.
20. mín
Þróttur að vinna aðra aukaspyrnu rétt vinstra megin við D-bogann.

Sæunn skýtur í átt að marki en boltinn yfir.
18. mín
Þróttur heldur áfram! Þróttarar að vinna aukaspyrnu á vænlegum stað.

Hættulegur bolti inn á teiginn en enginn nær til hanns. Markspyrna frá marki FH.
16. mín MARK!
Leah Maryann Pais (Þróttur R.)
Þróttur tekur forystuna!! MAAAARK!

Kemur eftir horn. Langur bolti á fjær og þar er Leah. Hún gerir vel og prjónar sig framhjá einum varnarmanni og kemur sér í gott skotfæri. Lætur vaða og klárar færið vel!
14. mín
Eitthvað að hrjá Snædísi sem liggur og þarfnast aðhlynningar. Vonandi ekkert alvarlegt.
13. mín
Hætta! FH að sækja. Boltinn inn á teig Þróttara og berst á Hildigunni sem á skot í varnarmann. FH heldur sókn sinni áfram en ná ekki að skapa sér færi og sóknin rennur út í sandinn.
11. mín
Stungusending inn fyrir vörn gestanna. Brynja Rán við það að komast í gegn en góð vörn hjá Örnu sem lokar á hana.
8. mín
Caroline Murray gerir vel á vinstri kantinum. Nýtir harða sinn vel til að komast framhjá varnarmanni FH. Gefur fyrir en boltinn út fyrir endamörk.
4. mín
Fyrsta horn leiksins er Þróttara.

Hættuleg spyrna. Sóley María nær til boltanns en skot hennar er rétt framhjá
2. mín
Fyrsta skot leiksins! Hröð sókn hjá gestunum. Boltinn berst á Snædísi sem á slakt skot framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Leikmennirnir ganga nú inn á völlinn. Styttist í upphafsflautið!
Fyrir leik
Sumar í loftinu! Flottar aðstæður hér í Laugardalnum! 14°C, léttskýjað og smá gola. Fáum vonandi hörkuleik hér í dag!
Fyrir leik
Katla Tryggva spáir í spilin! Katla Tryggvadóttir, landsliðskona, er spákona umferðarinnar! Hún spáir fjörugum leik sem endar með sigri Þróttara.

Þróttur R. 2 - 1 FH
Þróttur tekur sterk þrjú stig þarna. Köttararnir verða í stuði upp í stúku og gefa mínum gömlu liðsfélögum byr undir báða vængi. Þetta verðir skemmtilegur leikur með mikið af færum og vafaatriðum. Sigríður Theódóra skorar eitt og leikurinn endar 2-1.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH hafði betur í svakalegum leik fyrr í sumar Liðin tvö mættust í fjórðu umferð Bestu deildarinnar fyrr í sumar og voru það FH-ingar sem höfðu betur. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og sigurmarkið kom á sjöundu mínútu uppbótartíma. Leikurinn endaði 1-0 fyrir FH.

Markið úr fyrri leik liðanna!

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Dómarateymið Breki Sigurðsson er dómari hér í dag og eru það þeir Ronnarong Wongmahadthai og Sigurbaldur P. Frímannsson sem verða honum til aðstoðar. Varadómari er Ágúst Hjalti Tómasson og Eftirlitsmaður KSÍ er Kristján Halldórsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH FH er í 5. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 leiki. FH-ingarnir mættu toppliðið Breiðabliks í síðustu umferð. Þar enduðu leikar 4-0 fyrir blikunum. FH var spáð 4. sætinu fyrir mót og eru Hafnfirðingarnir að fylgja því eftir hingað til. FH hefur sigrað þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og eru fyrir daginn fimm stigum frá Þór/KA. Víkingar komust upp fyrir FH í deildinni í gærkvöldi eftir sigur fyrir norðan en eru þó jafnar Hafnfirðingunum að stigum. FH myndi því með sigri komast upp fyrir Víkingana og minnka bilið milli sín og Þór/KA í þrjú stig.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.


FH hefur enn ekki bætt við hópinn sinn það sem af er glugga en Sara Montoro hefur verið lánuð úr Hafnarfirðinum til ÍH
Fyrir leik
Þróttur R Þróttur er fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar með tíu stig. Þróttarar hafa, eftir slaka byrjun, verið á uppleið og þrátt fyrir að úrslitin hafa ekki verið að kom hafa frammistöurnar verið góðar. Þróttur mætti sterku liði Þór/KA í síðustu umferð og töpuðu þar 4-2 eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Glugginn opnaði 17. Júlí og eru ný andlit í Laugardalnum!

Komnar:
Mel­issa Garcia. Kemur frá Bi­elsko-Biala
Elísa­bet Freyja Þor­valds­dótt­ir. Kemur frá Europa
Farn­ar:
Íris Una Þórðardótt­ir í Fylki. (Á láni)
Hild­ur Laila Há­kon­ar­dótt­ir í KR. (Á láni)

   19.07.2024 13:30
Þróttur endurheimtir Elísabetu og fær Melissu í sínar raðir (Staðfest)


Fyrir leik
Góðan og gleðilegan! Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á viðureign Þróttar R. og FH. Leikurinn fer fram á Avis-vellinum í Laugardalnum og hefst kl. 14:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
4. Halla Helgadóttir
5. Arna Eiríksdóttir (f) ('76)
7. Berglind Þrastardóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
9. Breukelen Lachelle Woodard
10. Ída Marín Hermannsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir ('81)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir
6. Hanna Kallmaier
18. Sara Montoro ('81)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('76)
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Guðmundur Jón Viggósson
Birta Hafþórsdóttir
Harpa Helgadóttir
Sindri Kristinn Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: