Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fös 19. júlí 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þróttur endurheimtir Elísabetu og fær Melissu í sínar raðir (Staðfest)
Elísabet Freyja.
Elísabet Freyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn hafa fengið leikheimild með liði Þróttar fyrir leikinn gegn FH í Bestu deild kvenna. Önnur þeirra þekkir vel til í Laugardalnum því Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (2001) er mætt aftur eftir að hafa leikið í spænsku B-deildinni fyrri hluta árs.

Varnarmaðurinn Elísabet er uppalin hjá HK en skipti yfir í Þrótt fyrir tímabilið 2019. Mbl.is fjallaði um félagaskipti Elísabetar fyrr í vikunni. Hún lék með Europa á Spáni en félagið er í Barcelona þar sem Elísabet hefur verið í skóla.

Hinn leikmaðurinn sem Þróttur hefur fengið er Melissa Garcia sem lék með Tindsastóli síðustu tvö tímabil og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í fyrra. Hún lék í Póllandi í vetur. Hún er frá Bandaríkjunum og áður en hún kom til Tindastóls hafði hún leikið með Haukum í Lengjudeildinni.

Hún er 32 ára sóknarmaður.

Þróttur er í 8. sæti Bestu deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir fram að umspilinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner