Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Þór
2
0
KR
Ármann Pétur Ævarsson '44 1-0
Shawn Robert Nicklaw '69 2-0
2-0 Kjartan Henry Finnbogason '91 , misnotað víti
10.07.2014  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: 16° og nánast logn
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 790
Maður leiksins: Shawn Nicklaw
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Sandor Matus
4. Shawn Robert Nicklaw
5. Atli Jens Albertsson ('74)
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
23. Chukwudi Chijindu ('70)

Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
11. Kristinn Þór Björnsson
12. Þórður Birgisson ('70)
17. Halldór Orri Hjaltason
20. Jóhann Þórhallsson

Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Ingi Freyr Hilmarsson ('86)
Þórður Birgisson ('79)
Sveinn Elías Jónsson ('77)
Shawn Robert Nicklaw ('64)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og KR í 11. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn er sá fyrsti í umferðinni.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni er heldur betur misjöfn. KR sitja í 3. sæti deildarinnar með 19 stig en Þórsarar eru á botninum með einungis 5 stig.
Fyrir leik
Chuckwudi Chijindu spilar sinn fyrsta leik í sumar en það eru miklar gleðifréttir fyrir heimamenn. Hann var þeirra allra besti maður síðasta sumar en hefur ekkert spilað í ár vegna meiðsla. Spurning hvort hann geti hjálpað Þórsurum að laga stöðu sína í deildinni?
Fyrir leik
Spennandi verður einnig að sjá Atla Sigurjónsson á sínum gamla heimavelli en hann spilaði með Þór áður en hann gekk í raðir KR.
Fyrir leik
Annar "fyrrum" leikmaður Þórs er í byrjunarliði KR í dag en Farid Zato gerði eins og frægt er orðið samning við Þór, en gekk síðan til liðs við KR einungis nokkrum dögum síðar.
Fyrir leik
Palli Gísla gerir alls 5 breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Chuck, Ármann Pétur, Hlynur Atli, Sigurður Marinó og Ingi Freyr koma inn fyrir Kristinn Þór Björnsson, Orra Sigurjónsson, Jónas Sigurbergsson, Jóhann Þórhallsson og Þórð Birgisson.
Fyrir leik
Rúnar Kristins gerir 3 breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn Víkingi í síðustu umferð. Baldur Sig, Farid Zato og Ivar Furu koma inn fyrir Þorstein Má, Óskar Örn og Guðmund Reyni.
Fyrir leik
Aðstæður í dag eru eins og best verður á kosið, 16 stiga hiti og 2 metrar á sekúndu.
Birgir H. Stefánsson
Það eru jól í Þórpinu, Chuck í byrjunarliði dagsins! #fotbolti #ChuckMas
Fyrir leik
KR útvarpið er á svæðinu en þeir hafa verið að taka viðtöl við þjálfara og fleira.
Fyrir leik
Magnús Máni Kjærnested, liðstjóri KR og sonur Kristins Kjærnested röltir hér inn til búningsherbergja með vatnsbrúsa. Þess má geta að Magnús Máni er fæddur árið 2003.
Fyrir leik
Eins og venjulega fjölgar í stúkunni á Þórsvelli 5 mínútum fyrir leik, um leið hefst Maístjarnan í hátalarakerfinu.
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason leiðir hér liðin inn á völlinn.
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson og Sveinn Elías Jónsson fyrirliðar í dag takast hér í hendur og við bíðum eftir að leikurinn hefjist.
Fyrir leik
Mjölnismenn eru mættir í stúkuna. Þeir létu bíða eftir sér fram á síðustu stundu.
1. mín
Leikurinn er hafinn.
2. mín
"Velkomnir í Þorpið" er það fyrsta sem heyrist frá Mjölnismönnum. Því næst sungu þeir "Við elskum allir Atla" þar sem átt er við Atla Sigurjónsson, fyrrum leikmann Þórs.
8. mín
Leikurinn fer heldur rólega af stað, KR-ingar meira með boltann.
9. mín
Strax munur að fá Chuck inn! Hann fékk sendingu inn fyrir vörn KR, gekk frá Grétari Sigfinn í öxl í öxl, kom sér í ágætis færi en náði ekki að koma skoti á markið.
11. mín
Atli Sig og Siggi Marinó liggja eftir samstuð og á meðan notar Chuck tækifærið og setur einhverja hlíf utan um lærið á sér, spurning hvort hann sé ennþá ekki heill.
14. mín
Stúkan virðist vera í stuði á Þórsvelli en hún notar hér tækifærið og tekur undir með Mjölnismönnum.
16. mín
Jónas Guðni með fína skottilraun rétt yfir markið.
18. mín
Baldur Sig í dauðafæri eftir fína fyrirgjöf Gary Martin, náði bara ekki alveg stjórn á boltanum og missti hann framhjá
24. mín
Siggi Marinó vinnur tæklingu við Farid sem liggur eftir, Shawn Nicklaw tók boltann og fékk aukaspyrnu á fínum stað. Hlynur Atli stendur yfir boltanum.
25. mín
Spyrnan frá Hlyn Atla er vægast sagt skelfileg, hátt yfir markið.
30. mín
Flott sókn hjá Þórsurum sem endar með því að Ármann Pétur átti skalla sem Stefán Logi átti þó ekki í vandræðum með.
34. mín
Aftur flott sókn hjá heimamönnum. Í þetta skiptið sundurspiluðu þeir vörn KR-inga en náðu ekki að koma sér í færi.
39. mín
Atli Sig með flotta tilraun. Skot með hægri rétt yfir markið.
41. mín
Atli aftur með fína tilraun. Nú var það skot með vinstri rétt framhjá markinu.
43. mín
Grétar Sigfinnur með góðan skalla eftir horn en Sandor Matus varði frábærlega frá honum.
44. mín MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Eitt af mörkum tímabilsins!!!! Ármann Pétur með stórkostlegt skot utan teigs á lofti sem fór í slánna og inn. VÁ!
45. mín
Þorvaldur Árnason flautar hér til hálfleiks
46. mín
Leikurinn er kominn af stað aftur
50. mín
Umdeild rangstaða, Ármann Pétur sloppinn einn í gegn en var flaggaður
55. mín
Þvílík björgun hjá Sandor Matus!!! Ingi Freyr missti boltann yfir sig, Martin klobbaði Atla Jens og var kominn í gegn en Sandor með frábært úthlaup og bjargaði á síðustu stundu
55. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
64. mín Gult spjald: Shawn Robert Nicklaw (Þór )
Fyrir að sýna of mikið af sólanum, kom einnig aðeins of seint.
66. mín
Gary Martin setur boltann í markið en var dæmdur rangstæður, sýndist það vera rétt.
68. mín
Menn frá skosku risunum í Celtic eru í stúkunni. Greinilega verið að skoða KR-liðið.
69. mín MARK!
Shawn Robert Nicklaw (Þór )
Stoðsending: Chukwudi Chijindu
Chuck með frábæran undirbúning, gerði lítið úr varnarmönnum KR og setti boltann svo á Shawn sem skoraði.
70. mín
Inn:Þórður Birgisson (Þór ) Út:Chukwudi Chijindu (Þór )
Óþreyttur framherji kominn inná tilbúinn í að hnoðast í varnarmönnum KR.
72. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR)
73. mín
Atli Jens liggur eftir og heldur um hnéð, lýtur ekki vel út og hann biður hér um skiptingu.
74. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Þór ) Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
Atli fer meiddur af velli, Hlynur Atli fer í miðvörðinn
76. mín
Allt að sjóða upp úr hér!!!!
77. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Fyrir sinn þátt
77. mín Gult spjald: Gary Martin (KR)
Fyrir sinn þátt, fannst hann sleppa vel.
79. mín
Ármann Pétur mættur að bjarga á marklínu!
79. mín Gult spjald: Þórður Birgisson (Þór )
82. mín
Leikurinn hefur breytt um stefnu, orðið meiri barningur heldur en fótbolti þessa stundina
83. mín
Siggi Marinó með frábæra tilraun! Setti boltann rétt framhjá markinu
85. mín
Gary Martin dæmdur rangstæður, tæpt var það
86. mín Gult spjald: Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Fyrir að brjóta á Emil Atlasyni
87. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
88. mín
Aftur skora KR-ingar og aftur eru þeir rangstæðir. Kjartan Henry í þetta skiptið
91. mín
Orri Sig virtist brjóta en ekkert dæmt, Jóhann Helgi fékk dauðafæri en skaut framhjá
91. mín
KR ingar fá víti, Orri Sigurjóns brýtur á Baldri Sig
91. mín Misnotað víti!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Þrumar boltanum hátt yfir markið! Leikur KR-inga í hnotskurn
Leik lokið!
Leik lokið með frábærum sigri Þórsara, umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('87)
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson ('55)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('72)
28. Ivar Furu

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Egill Jónsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('55)
11. Emil Atlason ('72)
11. Almarr Ormarsson ('87)
22. Óskar Örn Hauksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gary Martin ('77)

Rauð spjöld: