Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Valur
4
1
Þróttur R.
Nikolaj Hansen '25 1-0
Guðjón Pétur Lýðsson '38 2-0
Sigurður Egill Lárusson '44 3-0
Kristinn Freyr Sigurðsson '51 4-0
4-1 Thiago Pinto Borges '90
22.05.2016  -  19:15
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1151
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('73)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('64)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('54)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Nikolaj Hansen
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('54)
5. Sindri Björnsson
9. Rolf Toft
17. Andri Adolphsson
19. Baldvin Sturluson ('73)
22. Björgvin Stefánsson ('64)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('27)
Sigurður Egill Lárusson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þjáningum Þróttara er lokið. Öruggur og góður sigur Vals.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín MARK!
Thiago Pinto Borges (Þróttur R.)
MAAAAAAAAAAARK!!

Brasilísk gæði þarna. Tók boltann á miðjum vallarhelmingi Vals, tók á rás með fallegum fótahreyfingum og kláraði með glæsilegu skoti upp í vinkilinn.

Falleg sárabót fyrir Þróttara.
90. mín
Hilmar Ástþórsson á fyrirgjöf sem Anton Ari misreiknar eitthvað og hafnar boltinn í stönginni.
87. mín
Davíð Þór Ásbjörnsson er eitthvað meiddur og hljóp útaf. Þróttur klárar leikinn manni færri.
86. mín
Einar Karl lætur vaða af mjög löngu færi en skotið er framhjá.
85. mín
Fimm mínútur eftir af þessum þjáningum Þróttara. Lítið að gerast þessa stundina sem er kannski skiljanlegt þar sem leikurinn sem keppni er löngu búinn.
81. mín
Guðjón Pétur fær boltann rétt utan teigs, uppahalds staðan hans en nú er skotið naumlega framhjá.
81. mín
Björgvin fær boltann á miðjum vallarhelming Þróttar, ræðst á vörnina og á skot beint í fangið á Trausta.
78. mín
Brynjar Jónasson með tilþrif Þróttara hingað til í leiknum. Fær boltann á miðjum vallarhelming Vals, sólar þá hvern á fætur öðrum og er svo tæklaður innan teigs. Sá ekki betur en að þetta hefði átt að vera víti og Gregg Ryder, þjálfari Þróttar er sammála mér.
77. mín
Hansen næstum búinn að bæta við. Tekur fyrirgjöf Baldvins og setur hana rétt framhjá, nánast úr markteig.
75. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoppar Þróttara sem voru að sækja hratt.
74. mín
Haukur Páll fór beint í búningsklefana. Afhverju veit ég ekki.
73. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Baráttan til fyrirmyndar eins og alltaf. Stuðningmenn Þróttar klappa líka fyrir honum.
72. mín
Vilhjálmur Pálmason reynir skot af 25 metrum en það fer vel yfir.
71. mín
Sigurður Egill sér að Trausti er framarlega í markinu og reynir að vippa yfir honum af löngu færi. Rétt yfir en hugmyndin góð og tilraunin fín.
69. mín
Inn:Brynjar Jónasson (Þróttur R.) Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
Acoff verið sprækari en flestir hjá Þrótti í dag.
68. mín
Það er í rauninni afskaplega fátt búið að ske í seinni hálfleiknum fyrir utan markið.
64. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Kristinn búinn að vera duglegur og standa sig vel í dag.
61. mín
Valsmenn hafa það náðugt þessa stundina og eru mikið með boltann án þess að ógna marki Þróttar mikið.

Gestirnir ekki að gera mikið.
56. mín
Sigurður Egill fær boltann eftir góðan sprett hjá Einari Karli en Trausti ver skotið hans á nærstönginni vel.
54. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr virðist eitthvað meiddur. Virkaði eins og hann haltraði útaf.
51. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
MAAAAAAAAAARK!!

Veisla á Hlíðarenda. Allt í einu voru Nikolaj Hansen og Kristinn Freyr komnir tveir gegn Trausta í markinu. Daninn lék boltanum á Kristinn sem skoraði auðveldlega.

Hroðalegur varnarleikur hjá Þrótti í dag.
50. mín
Svakalega rólegar fyrstu mínútur í seinni hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Sjáum hvort við fáum svakalegt comeback.
45. mín
Inn:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.) Út:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Tvöföld breyting hjá Þrótti í hálfleik.
45. mín
Inn:Ragnar Pétursson (Þróttur R.) Út:Tonny Mawejje (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
Frábær staða Valsmanna í hálfleik. Leikurinn var frekar jafn þangað til Valur komst yfir. Eftir það spiluðu heimamenn rosalega vel og gestirnir voru andlausir og lélegir.
44. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Úff, Karl Brynjar með skelfilega sendingu til baka sem átti að fara á Trausta. Sigurður Egill mætir hins vegar á undan markmanninum og vippar boltanum skemmtilega yfir hann.

Allt í steik hjá Þrótti en Valur hefur spilað virkilega vel eftir að þeir komust yfir.
42. mín Gult spjald: Hilmar Ástþórsson (Þróttur R.)
Brýtur á Kristinni Frey. Varla brot og hvað þá spjald. Óþarfi Guðmundur Ársæll, óþarfi.

38. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

VÁÁÁÁÁ! Þetta skot. fær stutta sendingu frá Sigurði Agli og hamrar síðan boltanum í bláhornið af rúmum 20 metrum. Trausti átti ekki break í markinu. Svakalegt skot.
37. mín
Þessi hraði hjá Acoff er eitthvað bull. Stingur alla af með boltann en Valsmenn ná að koma fyrirgjöfinni hans í burtu. Rosalegur hraði.
35. mín
Besta færi Þróttar hingað til!

Tshimanga á mjög hættulega fyrirgjöf sem Dion Acoff setur yfir af stuttu færi. Var undir pressu frá varnarmönnum sem gerði honum erfitt fyrir en mjög gott færi samt sem áður.
34. mín
Finnur Ólafsson skallar fyrirgjöf Kristins Freys rétt framhjá eigin marki.
32. mín
Atli Fannar fær boltann eftir að Sigurður Egill kom með fína fyrirgjöf á hann. Skotið frá Atla endar á Laugaveginum.
30. mín
Næstum 2-0!

Flott sókn Valsmanna endar með skoti frá Sigurði Agli hárfínt framhjá. Hélt fyrst að þessi væri á leiðinni inn. Valur er að spila virkilega vel þessar mínútur.
27. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Brýtur snögga sókn Þróttara niður. Tók einfaldlega eitt fyrir liðið.
26. mín
Andri Fannar á fyrirgjöf á kollinn á Kristinn Inga sem á skalla af stuttu færi sem Trausti nær að verja vel í horn. Valsmenn virðast hafa fengið mikinn meðbyr með markinu.
25. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Guðjón Pétur kemur með fyrirgjöf sem Kristinn Ingi skallar að marki. Nikolaj Hansen er svo mættur á markteig til að klára af stuttu færi.

19. mín
Bjarni Ólafur með flottan bolta sem Nikolaj Hansen skallar rétt framhjá. Dæmd hornspyrna. Haukur Páll á fastann skalla eftir hana en í varnarmann.
17. mín
Nú reynir Sigurður Egill skot sem fer rétt framhjá. Ætlaði að snúa honum í fjær, rétt utan teigs. Valsmenn örlítið betri.
17. mín
Kristinn Freyr reynir snöggt skot eftir að boltinn barst til hans. Vel framhjá.
16. mín
Frekar rólegt yfir þessu og jafnræði með liðunum.
11. mín
Bjarni Ólafur með fyrirgjöf sem Haukur Páll skallar yfir. Leikmenn Þróttar stukku upp í þetta með honum og gerðu honum erfitt fyrir.
6. mín
Thiago Borges er í stuði, fær boltann á kantinum og fer framhjá tveimur varnarmönnum Vals með einföldum skærum. Hann reynir svo skot sem fer rétt yfir markið. Vel gert hjá Borges samt sem áður.
5. mín
Borges tekur spyrnuna en hún fer langt yfir.
4. mín
Orri brýtur á Tshimanga rétt utan teigs. Gott skotfæri þetta. Thiago Borges virðist áhugasamur.
3. mín
Fyrsta tilraun leiksins er Valsmanna. Kristinn Freyr tók við sendingu frá Guðjóni Pétri og átti fínt skot rétt utan teigs sem Trausti nær að verja. Guðjón tekur svo frákastið og er í þröngu færi og fer skot hans langt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað. Þróttur byrjar með boltann og sækir í áttina að því sem var einu sinni Keiluhöllin. Veit ekki hvað er þar núna.
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn og eru kynnt til leiks. Alveg að fara að byrja!
Fyrir leik
Korter í leik og liðin hita upp. Óli Jó og Gregg Ryder búnir að spjalla hressilega. Sálfræðingurinn Óli eitthvað að ræða málin.


Fyrir leik
Hjá Þrótti kemur Hilmar Ástþórsson inn í liðið í stað Kristian Larsen sem er ekki í hóp.
Fyrir leik
Valur gerir tvær breytingar frá liðinu sem gerði jafntefli á móti Víkingum í síðustu umferð. Nikolaj Hansen fer í byrjunarliðið ásamt Kristni Frey Sigurðssyni.
Fyrir leik
Valur gerði 2-2 jafntefli á móti Víkingum í síðustu umferð á meðan Þróttur vann Breiðablik.
Fyrir leik
Liðin hafa farið alveg eins af stað í deildinni. Tapað tveim leikjum, gert eitt jafntefli og unnið einn og hafa því fjögur stig.
Fyrir leik
Við fengum Fanndísi Friðriksdóttir, landsliðsmann og leikmann Breiðabliks til að spá í leiki umferðarinnar.

Þróttarar eru peppaðir eftir sigurinn gegn Blikum og mæta kokhraustir í leikinn en Valur er með betra lið og hafa leikinn í höndum sér. Svo kemur Bjöggi Stef. inná í stöðunni 1-0 og skorar tvö og klárar þennan leik, 3-0."
Fyrir leik
Gleðilegan Pepsi dag!

Hér verður farið yfir leik Vals og Þróttar. Reykjavíkurslagur af bestu gerð.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Finnur Ólafsson
5. Aron Ýmir Pétursson
8. Hilmar Ástþórsson
11. Dion Acoff ('69)
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Viktor Unnar Illugason ('45)
21. Tonny Mawejje ('45)
25. Kabongo Tshimanga
27. Thiago Pinto Borges

Varamenn:
6. Vilhjálmur Pálmason ('45)
10. Brynjar Jónasson ('69)
14. Sebastian Steve Cann-Svärd
17. Ragnar Pétursson ('45)
23. Aron Lloyd Green

Liðsstjórn:
Hallur Hallsson
Arnar Darri Pétursson

Gul spjöld:
Hilmar Ástþórsson ('42)

Rauð spjöld: