Laugardalsvöllur
A landslið karla vináttuleikir 2016
Aðstæður: Völlurinn frábær og stórgott, íslenskt júní veður
Dómari: Marcin Borski (Póllandi)
Þetta er bara það sem koma skal hjá Eið fyrir þetta blessaða mót. Sjör á allavegna einu ef ekki tveimur lúxus mörkum þar #fotboltinet
— Matti Matt (@mattimatt) June 6, 2016
Það er eiginlega kjánalegt hvað Eiður er ennþá góður í fóbolta. Búinn að vera stórkostlegur í þessum hálfleik. #fotboltinet
— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) June 6, 2016
Fallegasta augnablikið í þessum leik. # Eiður #fotboltinet
— Lúther Gestsson (@ahorfandi) June 6, 2016
Eiður á virkilega fast skot sem er á leiðinni í vinkilinn en það er bjargað á línu. Ég hef bara aldrei séð Eið svona ferskan. Þvílíkur maður.
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
Vá, þvílíkt lúxusmark.
Eiður byrjar sóknina sjálfur, á sendingu á Gylfa sem er með alltof fallega hælsendingu á Elmar sem leggur boltann fyrir Eið sem skorar í autt markið. Ótrúlega fallegt spil og kóngurinn. KÓNGURINN, er kominn með mark. Við elskum þetta.
Kemst einn gegn Buechel en markmaðurinn ver vel, Eiður fær svo annan séns en þá er bjargað á línu. Það héldu allir að kóngurinn væri að fara að skora þarna.
Fallegt en því miður ekki nógu árangursríkt.
Ég finn löngun Eiðs til að skora í þessum leik alla leið upp í Hafnarfjörð #fotboltinet
— Matti Matt (@mattimatt) June 6, 2016
Mér finnst að Eiður skuldi þjóðinni eins og einn skóflu dans áður en hann hættir #innmeðboltann #fotboltinet
— Gudmundur Hafthorsso (@GummiHaff) June 6, 2016
Endar 6-0 Eiður með þrjú mörk #fotboltinet
— Gudmundur Danielsson (@GudmundurD) June 6, 2016
Ísland tapað 3-0 gegn Liechenstein 2007. Ragnar, Emil og Eiður voru þá í liðinu. Allt á uppleið #fotboltinet #ksi #euro2016
— Baldvin Baldvinsson (@baldvinmb) June 6, 2016
Fín mæting á Laugardalsvöll. #fotboltinet pic.twitter.com/o71QMcEyEX
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) June 6, 2016
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
Veisla í Laugardalnum.
Gylfi Þór tekur skot sem Jehle ver fyrir fætur Ara Freys sem tekur skot sem Jehle ver aftur. Gylfi tekur frákastið en gestirnir bjarga á línu.
Þá mætir Alfreð Finnbogason og kemur blöðrunni loksins í netið og kemur okkar mönnum í 3-0.
Hversu mikill yfirdráttur ætli sé samtals í þessu hólfi? #tólfan #fotboltinet pic.twitter.com/9PWc4Mwi1j
— Valgeir Tómasson (@Valgeir88) June 6, 2016
Annars nokkuð rólegt eftir markið hjá Birki, kannski allir ennþá í sjokki.
Hannes fagnar vörslu! Þvílíkt passion í þessu liði! ÍSLAND! #fotboltinet
— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) June 6, 2016
...þetta mark var gæsahúð! #fotboltinet #ruv
— Tryggvi Haraldsson (@tryggviharalds) June 6, 2016
Another day at the office hjá Birki Má #fotboltinet #bængogmark
— Eymundur Leifsson (@eymileifs) June 6, 2016
Birkir Már! Take a bow son #fotboltinet
— Kormákur (@Kormakur97) June 6, 2016
Birkir Már!? Birkir Már Sævarsson!?
Þetta er eitthvað flottasta landsliðsmark sem ég hef séð!
Gestirnir skalla hornspyrnu Gylfa frá og Birkir Már tekur bara boltann með viðstöðulausu skoti af lofti af um 30 metrum og viti menn. Boltinn endar bara í vinklinum. Enn og aftur VÁÁÁÁÁÁÁ!
Kolbeinn hefði eflaust gefið meira í þetta ef hann væri mættur á EM.
Kolli er bara búinn að skora í yfir 50% landsleikja! #fotboltinet #fact
— Benjamín Þórðarson (@BenniThordar) June 6, 2016
Stoðsending: Alfreð Finnbogason
JÁJÁJÁJÁJÁ!!!
Alfreð á skot en gestirnir bjarga á línu. Kolbeinn er mættur að klára í autt markið. 1-0 og algjörlega verðskuldað. Góð byrjun Íslands.
Gestirnir byrja með boltann.
Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Jón Daði Böðvarsson eru á bekknum.
Sverrir Ingi Ingason byrjar í stað Kára, Alfreð Finnboga í stað Jón Daða og Arnór Ingvi Traustason spilar einnig frá byrjun í dag.
Þetta verður eitthvað #fotbolti #fotboltinet #EM #tolfan pic.twitter.com/SclQzTfPmG
— Robert (@Robert76428012) June 6, 2016
Þú getur fylgst með okkur á fotboltinet
Lúxus veður. Lokaleikur Lalla á Íslandi. Lokaleikur Eiðs á Íslandi? Íslenska liðið flýgur á EM á morgun. Drullist til að mæta! #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 6, 2016
Allt klárt í Köln! Áfram Ísland! #fotboltinet pic.twitter.com/YthpXlKTJN
— Stefan Hrafn Hagalin (@StefanHagalin) June 6, 2016
Seinasti heimaleikur Lars Lagerback.með þessu lagi kveðjum við hann og þökkum honum fyrir #TakkLars #fotboltinet https://t.co/61Kx4S6xRR
— Tólfan (@12Tolfan) June 6, 2016
"Það er náttúrulega lykilatriði (að fá góðan stuðning) og ég skil ekki af hverju það er ekki orðið uppselt til þess að kveðja kallinn og að kveðja landsliðið á góðu nótunum áður en við förum út," sagði Kári.
"Við hugsum ekki mikið um Liechtenstein í þessum leik heldur hvað við ætlum sjálfir að gera."
"Það verður gaman að spila hérna síðasta leik Lars á Íslandi og við reynum að kveðja hann eins vel og við getum með því að enda á góðum sigri."
"Þetta er fyrir fólk til að kveðja Lars. Ég efast um að það verði ekki uppselt"
Mundu bara að merkja færsluna með #fotboltinet
Ísland er búið að vinna þrjá leiki, tvisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli og einu sinni hefur Liechtenstein unnið en það var að margra mati einn lægsti punktur í sögu landsliðsins er það tapaði 3-0 fyrir Liechtenstein í undankeppni EM 2008.
Marcel Buchel, framherji Empoli í Serie A, er fjarri góðu gamni sem og varnarmaðurinn reyndi Franz Burgmeier en hann á 99 landsleiki að baki.
Hluti leikmannahópsins er skipaður atvinnumönnum en hluti er skipaður áhugamönnum sem leika í Liechtenstein og í neðri deildunum í Sviss.