Heimir Hallgrímson og Lars Lagerback hafa tikynnt byrjunarliðið sem mætir Liechtenstein í vináttuleik á Laugardalsvelli klukkan 19:30.
Þetta er síðasti leikur Íslands áður en liðið mætir Portúgal í fyrsta leik á EM á þriðjudaginn í næstu viku.
Leikurinn er jafnframt síðasti leikur Lars Lagerback með íslenska landsliðið á Laugardalsvelli.
Byrjunarliðið er ekki ólíkt því sem Ísland notaði lengst af í undankeppni EM. Sverrir Ingi Ingason er í hjarta varnarinnar í fjarveru Kára Árnasonar sem er veikur.
Arnór Ingvi Traustason byrjar á vinstri kantinum en Birkir Bjarnason hefur ekki getað æft undanfarna daga vegna meiðsla. Birkir byrjar þó á bekknum. Frammi verða Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson síðan saman.
Hannes Þór Halldórsson er einnig í fyrsta skipti í byrjunarliðinu síðan hann fór úr axlarlið á landsliðsæfingu í október í fyrra.
Þetta er síðasti leikur Íslands áður en liðið mætir Portúgal í fyrsta leik á EM á þriðjudaginn í næstu viku.
Leikurinn er jafnframt síðasti leikur Lars Lagerback með íslenska landsliðið á Laugardalsvelli.
Byrjunarliðið er ekki ólíkt því sem Ísland notaði lengst af í undankeppni EM. Sverrir Ingi Ingason er í hjarta varnarinnar í fjarveru Kára Árnasonar sem er veikur.
Arnór Ingvi Traustason byrjar á vinstri kantinum en Birkir Bjarnason hefur ekki getað æft undanfarna daga vegna meiðsla. Birkir byrjar þó á bekknum. Frammi verða Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson síðan saman.
Hannes Þór Halldórsson er einnig í fyrsta skipti í byrjunarliðinu síðan hann fór úr axlarlið á landsliðsæfingu í október í fyrra.
Smelltu hér til að sjá textalýsingu úr Laugardal
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Sverrir Ingi Ingason
Ari Freyr Skúlason
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði)
Gylfi Þór Sigurðsson
Arnór Ingvi Traustason
Alfreð Finnbogason
Kolbeinn Sigþórsson
Varamenn:
Ögmundur Kristinsson (m)
Ingvar Jónsson (m)
Haukur Heiðar Hauksson
Hjörtur Hermannsson
Birkir Bjarnason
Kári Árnason
Jón Daði Böðvarsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Theodór Elmar Bjarnason
Hörður Björgvin Magnússon
Emil Hallfreðsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Smelltu hér til að sjá rafræna leikskrá fyrir leikinn á vef KSÍ
Athugasemdir