Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Ísland
8
0
Makedónía
Fanndís Friðriksdóttir '15 1-0
Harpa Þorsteinsdóttir '17 2-0
Elín Metta Jensen '25 3-0
Sara Björk Gunnarsdóttir '27 4-0
5-0 Emilija Stoilovska '34 , sjálfsmark
Harpa Þorsteinsdóttir '42 6-0
Fanndís Friðriksdóttir '50 7-0
Dagný Brynjarsdóttir '81 8-0
07.06.2016  -  19:30
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM í Hollandi 2017
Aðstæður: Sést smá á vellinum eftir leik gærkvöldsins en hann er samt sem áður í fínu standi. Fínt veður
Dómari: Zuzana Valentová (Slóvakíu)
Áhorfendur: 4270
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('59)
2. Sif Atladóttir
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f) ('59)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir
16. Elín Metta Jensen
16. Harpa Þorsteinsdóttir ('75)
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('59)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('75)
10. Hólmfríður Magnúsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('59)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þægilegur sigur og Ísland er svo gott sem komið á EM!

Frábært að vera Íslendingur í dag.
90. mín
Margrét Lára í færi en Gjurova.
90. mín
Pavlina Nikolovska liggur sárþjáð eftir og fer á börum útaf.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Berglind í frábæru færi en hún skallar boltann framhjá. Hún er ekki sátt við sig þarna. Hefði getað skorað fyrsta landsliðsmarkið.
88. mín
Margrét Lára á skot vel yfir eftir undirbúning hjá Dagný.
81. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sif Atladóttir
MAAAARK!!

Jæja, loksins kom áttunda markið. Sif ákvað að bregða sér í sóknarleikinn með þessum árangri, lagði upp mark á Dagný sem kláraði með góðu skoti innan teigs.
79. mín
Dagný fær ágætis skotfæri en skotið hennar fer vel yfir.
77. mín
Fanndís kemst í færi en hittir boltann illa og fer hann framhjá.
75. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Harpa fær ansi mikið lófaklapp þegar hún fer af velli.
75. mín
Nú á Dagný Brynjarsdóttir skalla yfir markið.

Sandra hefur verið algjör áhorfandi í leiknum.
72. mín
Inn:Maja Angelovska (Makedónía) Út:Elma Shemsovikj (Makedónía)
Síðasta skipting gestanna.
70. mín
Margrét Lára tekur skot úr aukaspyrnunni en það fer langt framhjá.
69. mín Gult spjald: Emilija Stoilovska (Makedónía)
Fyrsta spjald leiksins. Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
68. mín
Íslensku stelpurnar hafa slakað á í seinni hálfleik og hafa ekki skorað í tæplega 20 mínútur núna.
68. mín
Margrét Lára skallar fyrirgjöf Fanndísar rétt framhjá.
63. mín
Margrét Lára komin í fínt færi en skot hennar af stuttu færi fer framhjá.

59. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Gunnhildi tókst ekki að skora þrátt fyrir fína sénsa.
59. mín
Inn:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland) Út:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Það á að blása til sóknar.
54. mín
Hallbera á fyrirgjöf sem breytist í skot en boltinn hafnar ofan á slánni.
53. mín
Gunnhildur ætlar sér að skora í þessum leik. Fanndís finnur hana innan teigs en Gjurova nær að verja í horn.
51. mín
Elín metta á skot af stuttu færi yfir markið. Gott færi.
50. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
MAAAAARK!

Fanndís skorar af stuttu færi. Hvað fáum við mörg mörk!?
48. mín
Fanndís er í góðu færi en Smilkovska kemst fyrir skotið hennar. Hún liggur svo eftir meidd og fær aðhlynningu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað
45. mín
Inn:Stankica Atanasova (Makedónía) Út:Simona Krstanovska (Makedónía)
45. mín
Hálfleikur
Liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessari 6-0 forystu.

Til að vera alveg hreinskilinn þá eiga lið þar sem munurinn er svona mikill, ekki að vera spila við hvort annað.
45. mín
Fanndís fer á vörnina og á skot sem fer yfir. Yfirburðirnir eru rosalegir.
42. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
MAAAARK!!

Harpa skorar af stutu færi eftir hræðilegt klúður hjá markmanninum.

36. mín
Inn:Maja Gjurova (Makedónía) Út:Viktorija Panchurova (Makedónía)
Panchurova getur ekki haldið leik áfram.
36. mín
Panchurova meiddist eitthvað þegar markið var skorað og fær hún aðhlynningu.
34. mín SJÁLFSMARK!
Emilija Stoilovska (Makedónía)
Markið var víst sjálfsmark, ekki mark Hörpu.
27. mín MARK!
Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
MAAAARK!

Sara Björk með gott skot utan teigs sem syngur í markinu. Þær eru að fara illa með þær makedónsku.

25. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
MAAARK!

Þriðja markið komið. Eftir gott spil kemst Elín ein gegn Panchurova og klárar vel.
23. mín
Gunnhildur með enn eina tilraunina sína en nú er Panchurova vel á verði og ver.
21. mín
Harpa nær að skora en það er búið að flagga hana rangstæða. Tók laust skot, beint á Panchurova í markinu en hún missir hann klaufalega í gegnum klofið á sér. Sem betur fer fyrir hana var búið að flagga.
20. mín
Malfríður á núna skot en markmaðurinn nær að verja ágætlega. Við fáum fleiri mörk, það er á hreinu.
20. mín
Gunnhildur reynir skot af löngu færi en það fer framhjá. Einstefna.
19. mín
Stíflan er brostin, flott sending frá vinstri fer á Elíni Mettu en hún stígur á boltann í góðu færi og það rennur út í sandinn.
17. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
MAAAAAARK!!

Harpa ekki lengi að bæta við, fær sendingu frá Elíni Mettu og klárar vel ein gegn markmanninum.
15. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Jæja, þar kom það. Fanndís tekur til sinna ráða, ræðst á vörnina og klárar vel, utan teigs. Skotið í bláhornið og Ísland er komið yfir!

Makedónar voru manni færri á meðan markið kom en Daniela Veleska fékk aðhlynningu vegna meiðsla.

13. mín
Elísa Viðars fer upp hægri vænginn og á fyrirgjöf, þar mætir Gunnhildur Yrsa en hún hittir ekki markið úr þröngu færi.

Þetta hefur verið leið Íslands hingað til.
11. mín
Engin alvöru færi komin ennþá. Gestirnir liggja vel til baka og það hefur ekki gengið að brjóta vörn gestanna niður.
10. mín
Harpa Þorsteins tekur skot af löngu færi sem hittir ekki markið.
9. mín
Gunnhildur Yrsa á skot af löngu færi sem markmaður gestanna grípur auðveldlega.
7. mín
Rólegri byrjun en margir áttu von á.
3. mín
Sara Björk á fyrirgjöf sem Gunnhildur Yrsa nær ekki til. Íslenska liðið byrjar á því að sækja, eins og við var að búast.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Zuzana Valentová dæmir leikinn en hún kemur frá Slóvakíu.

Verið endilega með okkur á Twitter. Merkið ykkar færslu með #fotboltinet og það gæti farið svo að færslan þín rati hingað inn.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli síðan 22. september á síðasta ári en þá unnu þær Hvíta Rússland, 2-0.
Fyrir leik
En hvað um aldur gestanna. Nú eru liðin að hita upp á Laugardalsvelli.

Það sést smá á honum eftir leik gærkvöldsins en hann er samt sem áður í fínu standi.
Fyrir leik
Ég lagði höfuðið í bleyti og reiknaði meðalaldur byrjunarliðs gestanna en hann er um 20 ár.

Mér finnst ég sjálfur ekki sérlega gamall en ég er eldri en allar nema fyrirliðinn hjá Makedóníu.
Fyrir leik
Viktorija Panchurova í marki Makedóníu er 16 ára
Daniela Veleska er 19 ára
Simona Krstanovska er 18 ára
Pavlina Nikolovska er 18 ára
Elma Shemsovikj er 17 ára
Jana Chubrinovska er 17 ára

Ótrúlega ungt lið sem Ísland mætir.
Fyrir leik
Sif Atladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Elín Metta Jensen koma allar í byrjunarliðið.

Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir fara á bekkinn.
Fyrir leik
Sandra Sigurðardóttir er komin í markið í staðin fyrir Guðbjörgun Gunnarsdóttur sem hingað til hefur verið aðalmarkmaður liðsins.
Fyrir leik
Við nánari athugun er það ljóst að Ísland tryggir sér ekki farseðilinn á EM með sigri í kvöld. Það verður um það bil 99% tryggt samt sem áður og fögnum við vel og innilega, náist sigurinn.


Úrslit úr öðrum riðlum spila þá inn í en í versta falli getur Ísland hafnað í 2. sæti í sínum riðli og lent í umspili en eins og áður er komið fram er það ansi, ansi ólíklegt.
Fyrir leik
Það búast allir við öruggum sigri Íslands í kvöld en til að bera saman liðin er hægt að líta á leiki liðanna gegn Slóveníu í riðlinum.

Ísland vann Slóveníu 0-6 á útivelli á meðan Makedónía tapaði 8-1 og 9-0 í leikjum sínum gegn Slóveníu. Það yrði því algjört stórslys ef íslenska liðið tryggir sér ekki sæti á EM í Hollandi í kvöld.
Fyrir leik
Ísland vann Makedóníu á útivelli í fyrri leik liðanna í undankeppninni.

Leikurinn fór 4-0 og voru öll mörkin skoruð á fyrsta hálftímanum. Margrét Lára Viðarsdóttir gerði tvö þeirra á meðan Glódís Perla og Harpa Þorsteins gerðu hin.
Fyrir leik
Íslenska liðið er eins og flestir vita, búið að standa sig gífurlega vel í þessari keppni og ekki fengið á sig mark ennþá og unnið alla leiki sína til þessa.
Fyrir leik
Dæmið er frekar einfalt. Með sigri á Makedóníu í kvöld, tryggir íslenska liðið sér farmiða til Hollands.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan dag mínir kæru lesendur. Hér verður farið yfir allt í leik Íslands og Makedóníu í undankeppni EM sem fram fer í Hollandi á næsta ári.
Byrjunarlið:
12. Viktorija Panchurova (m) ('36)
2. Daniela Veleska
4. Katerina Mileska
5. Dragana Kostova
7. Simona Krstanovska ('45)
8. Emilija Stoilovska
9. Pavlina Nikolovska
11. Eli Jakovska
13. Elma Shemsovikj ('72)
16. Jana Chubrinovska
19. Martina Smilkovska

Varamenn:
1. Maja Gjurova (m) ('36)
22. Ane Boseska (m)
3. Ana Veselinova
6. Stankica Atanasova ('45)
14. Ulza Maksuti
17. Maja Angelovska ('72)
18. Dijana Hristovska

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Emilija Stoilovska ('69)

Rauð spjöld: