Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   þri 07. júní 2016 18:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Byrjunarlið Íslands gegn Makedóníu: Marka Lára á bekk
Elín Metta er komin í byrjunarliðið
Elín Metta er komin í byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir (Til hægri) er komin í liðið.
Sif Atladóttir (Til hægri) er komin í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 19:30 mætast Ísland og Makedónía í undankeppni EM í Hollandi sem fram fer á næsta ári.

SMELLTU HÉR til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Ísland er í ansi góðri stöðu í riðlinum og svo gott sem tryggir sætið sitt í lokakeppninni með sigri.

Stelpurnar okkar er töluvert sigurstranglegra liðið en Makedónía hefur vægast sagt ekki heillað mikið í keppninni.

Byrjunarliðið er komið í hús og gerir Freyr Alexandersson nokkrar breytingar á liðinu.

Sandra Sigurðardóttir er komin í markið í staðin fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir fer í miðvörðin í staðin fyrir Önnu Björk. Málfríður Erna og Gunnhildur Yrsa koma báðar á miðjuna og Elín Metta Jensen kemur inn í liðið.

Á bekkinn fara einnig Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjars og Hólmfríður.

Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir
Elísa Viðarsdóttir
Hallbera Gísladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Sif Atladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Elín Metta Jensen
Fanndís Friðriksdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir
Athugasemdir
banner
banner