Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 07. júní 2016 18:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Byrjunarlið Íslands gegn Makedóníu: Marka Lára á bekk
Elín Metta er komin í byrjunarliðið
Elín Metta er komin í byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir (Til hægri) er komin í liðið.
Sif Atladóttir (Til hægri) er komin í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 19:30 mætast Ísland og Makedónía í undankeppni EM í Hollandi sem fram fer á næsta ári.

SMELLTU HÉR til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Ísland er í ansi góðri stöðu í riðlinum og svo gott sem tryggir sætið sitt í lokakeppninni með sigri.

Stelpurnar okkar er töluvert sigurstranglegra liðið en Makedónía hefur vægast sagt ekki heillað mikið í keppninni.

Byrjunarliðið er komið í hús og gerir Freyr Alexandersson nokkrar breytingar á liðinu.

Sandra Sigurðardóttir er komin í markið í staðin fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir fer í miðvörðin í staðin fyrir Önnu Björk. Málfríður Erna og Gunnhildur Yrsa koma báðar á miðjuna og Elín Metta Jensen kemur inn í liðið.

Á bekkinn fara einnig Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjars og Hólmfríður.

Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir
Elísa Viðarsdóttir
Hallbera Gísladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Sif Atladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Elín Metta Jensen
Fanndís Friðriksdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner