Grindavíkurvöllur
sunnudagur 18. júní 2017  kl. 17:00
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Rigningarlegt og gola
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Andri Rúnar Bjarnason - Grindavík
Grindavík 3 - 1 ÍBV
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('4)
2-0 Sam Hewson ('23)
3-0 Andri Rúnar Bjarnason ('40)
3-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('60)
Kaj Leo í Bartalsstovu, ÍBV ('91)
Myndir: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('90)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
10. Alexander Veigar Þórarinsson
16. Milos Zeravica ('62)
18. Jón Ingason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
24. Björn Berg Bryde
25. Aron Freyr Róbertsson ('93)
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
1. Maciej Majewski (m)
2. Hákon Ívar Ólafsson ('62)
5. Adam Frank Grétarsson
10. Sigurður Bjartur Hallsson
15. Nemanja Latinovic ('93)
21. Marinó Axel Helgason ('90)
26. Sigurjón Rúnarsson

Liðstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Jón Ingason ('30)
Björn Berg Bryde ('65)
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('77)

Rauð spjöld:

@elvargeir Elvar Geir Magnússon


94. mín Leik lokið!
Geggjaðir Grindvíkingar en jójó-ið heldur áfram hjá ÍBV!
Eyða Breyta
93. mín Nemanja Latinovic (Grindavík) Aron Freyr Róbertsson (Grindavík)

Eyða Breyta
91. mín Rautt spjald: Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
HVAÐ ER KAJ LEO AÐ GERA??? Reynir að sækja víti með því að taka dýfu og fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ótrúlega vitlaust.
Eyða Breyta
90. mín Marinó Axel Helgason (Grindavík) Will Daniels (Grindavík)

Eyða Breyta
87. mín
Kaj Leo næstum því búinn að skora! Vippar boltanum upp á þaknetið.
Eyða Breyta
82. mín
Grindvíkingar að ógna en á síðustu stundu handsamar Halldór Páll knöttinn.
Eyða Breyta
81. mín
Alvaro Montejo með skot yfir markið.
Eyða Breyta
80. mín
Langt síðan Eyjamenn sköpuðu sér skotfæri. Ekkert sem bendir til annars en þægilegs Grindavíkursigurs.
Eyða Breyta
77. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík)
Nóg af gulum spjöldum í dag.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Avni Pepa (ÍBV)

Eyða Breyta
72. mín Alvaro Montejo (ÍBV) Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)

Eyða Breyta
71. mín
Arnór Gauti Ragnarsson með skot eftir mistök Jóns Ingasonar. Laust og auðvelt fyrir Jajalo, markvörðinn öfluga hjá Grindavík.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Atli Arnarson (ÍBV)
Ekki lengi að koma sér í svörtu bókina! Stöðvaði hraða sókn.
Eyða Breyta
66. mín Atli Arnarson (ÍBV) Mikkel Maigaard (ÍBV)
Hér kemur toppmaður frá Sauðárkróki inn á.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Grindavík)
Björn Berg Bryde brást ókvæða við broti Kaj Leó og óð í hann. Fær réttilega gult spjald. Vel leyst hjá Guðmundi Ársæli dómara sem brást snöggt við.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Kaj Leo tapar boltanum og sparkar frá sér pirraður.
Eyða Breyta
62. mín Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Milos Zeravica (Grindavík)

Eyða Breyta
60. mín MARK! Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV), Stoðsending: Pablo Punyed
MIÐI ER MÖGULEIKI! Spilandi aðstoðarþjálfari Eyjamanna nær að minnka muninn!

Pablo Punyed með fyrirgjöf frá vinstri og Gunnar tekur boltann í fyrsta og stýrir honum snyrtilega í bláhornið.
Eyða Breyta
59. mín
Arnór Gauti í liði ÍBV ákaflega duglegur. Hleypur á eftir öllum boltum. En lítið komið út úr því enn sem komið er.
Eyða Breyta
57. mín

Eyða Breyta
56. mín
Grindvíkingar að spila þetta af skynsemi. Ætla að vera fastir fyrir og gefa ekki færi á sér í seinni hálfleik. Gæti orðið mjög þurr og leiðinlegur seinni hálfleikur ef Eyjamenn ná ekki að skora bráðlega...
Eyða Breyta
52. mín
Aron Freyr Róbertsson kallar eftir því að fá vítaspyrnu þegar hann fellur innan teigs. Sýndist þetta ekki vera neitt.
Eyða Breyta
49. mín
Felix Örn Friðriksson með fyrirgjöf, mjög slök og fýkur aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
46. mín Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Matt Garner (ÍBV)
Seinni hálfleikur hafinn -
Aðstoðarþjálfarinn kemur inn. Það eru taktískar breytingar.
Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Grindvíkingar björguðu á línu rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins og fengu hörkufæri eftir hornspyrnu. En staðan er 3-0 fyrir Grindavík!
Eyða Breyta
44. mín
Þetta Grindavíkurlið er ekkert að grínast. Sendir skýr skilaboð hér í dag. Þvílík spilamennska. Liðið er fljótt að refsa þegar gestirnir gera mistök!
Eyða Breyta
40. mín MARK! Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
HANN ER BANEITRAÐUR! NÍU MÖRK Í PEPSI-DEILDINNI Í SUMAR! Þvílíkur leikur hjá honum í dag.

Andri Rúnar fékk stungusendingu og eftir hrikaleg samskiptamistök milli Matt Garner og Halldórs Páls þá nær Andri að skora í autt markið!
Eyða Breyta
40. mín
Hafsteinn Briem í tómu tjóni, rennur á vellinum og Andri Rúnar á skot framhjá. Hafsteinn heppinn að vera ekki refsað.
Eyða Breyta
39. mín
Þá er það William Daniels í hörkufæri! Vann baráttuna við Avni Pepa og átti svo skot beint á Halldór Pál í markinu.

Rosalega opinn leikur og mörkin gætu verið fleiri!
Eyða Breyta
37. mín
Nóg að gerast í þessum leik! Mikkel Maigaard nálægt því að skora fyrir ÍBV! Gott skot sem fór í hliðarnetið. Þessi virtist stefna í markið!
Eyða Breyta
36. mín
Stórhættulegt færi! Kaj Leo í Bartalsstovu með þéttingsfast skot fyrir utan teig í kjölfarið á hornspyrnu. Kristijan Jajalo gerir vel og ver af öryggi.
Eyða Breyta
34. mín
Gunnar Þorsteinsson með stórhættulega hornspyrnu, frábær spyrna. Sam Hewson er á fjærstönginni og skallar í varnarmann og framhjá. Önnur hornspyrna og hún skapaði líka hættu.

"Við viljum boltann í mark Grindavík!" syngur Stinningskaldi, stuðningsmannasveit Grindvíkinga. Þeir vilja meira!
Eyða Breyta
32. mín

Eyða Breyta
31. mín
Hafsteinn Briem með skot í fyrsta, framhjá. Ekki mikil hætta á ferðum þarna.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Jón Ingason (Grindavík)
Fyrir brot á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
26. mín
Eyjamenn nálægt því að minnka muninn. Mikill darraðadans og boltinn lendir ofan á slá Grindavíkurmarksins. Líf og fjör í Grindavík.
Eyða Breyta
23. mín MARK! Sam Hewson (Grindavík), Stoðsending: Andri Rúnar Bjarnason
Hann skorar ekki bara, hann leggur líka upp!

Sam Hewson með stórskemmtilegt mark! Andri Rúnar vippaði boltanum á Hewson sem tók aðra vippu, yfir Halldór Pál sem stóð framarlega í marki ÍBV! Boltinn í netinu. ROSALEG AFGREIÐSLA! 10/10!

Grindavík í lúxus málum!
Eyða Breyta
21. mín
Bakvörðurinn Felix Örn að koma upp völlinn og ógna hjá Eyjamönnum. Á fyrirgjöf sem fer yfir allan pakkann. Eyjamenn leita leiða til að opna Grindavíkurliðið.
Eyða Breyta
19. mín
Arnór Gauti Ragnarsson með marktilraun fyrir Eyjamenn en yfir fer boltinn.
Eyða Breyta
18. mín
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur að byrja þennan leik vel á miðjunni. Gunnar er úr Eyjum og lék með ÍBV áður en hann skellti sér í Grindavíkurtreyjuna.
Eyða Breyta
16. mín
Sama uppskrift og að markinu, Alexander Veigar á Andra Rúnar nema núna var Andri í mun erfiðari stöðu og náði ekki krafti í skotið. Auðveldlega varið af Halldóri.
Eyða Breyta
13. mín
Eyjamenn fá tvær hornspyrnur með stuttu millibili. Ná ekki að skapa sér mat úr þeim.
Eyða Breyta
8. mín
Rétt fyrir markið átti ÍBV ágætis sókn. Maigaard og Kej Leó spiluðu boltanum á milli sín og sá færeyski komst í þröngt færi en kom boltanum ekki framhjá Jajalo.
Eyða Breyta
4. mín MARK! Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík), Stoðsending: Alexander Veigar Þórarinsson
ÞESSI GAUR ER EKKI HÆGT!!!

Fékk baneitraða sendingu, hristi auðveldlega af sér varnarmann og kláraði af ótrúlegu öryggi. Sjálfstraustið geislar af þessum manni. Hann er kominn með átta mörk.

Alexander Veigar með stoðsendinguna.
Eyða Breyta
2. mín
Andri Rúnar byrjaður að djöflast í öftustu línu Eyjamanna. Fljótur að mæta í pressuna. Halldór Páll markvörður sparkar boltanum frá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað. Það er smá vindur en hann hefur oft verið meiri hér í Grindavík. Það voru Eyjamenn sem byrjuðu með knöttinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Game of Thrones stefið komið í gang. Það er inngöngulagið hér í Grindavík. Liðin ganga út á völlinn og það er dramatík í loftinu!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég er bara í afleysingum hér en okkar fréttaritari í Grindavík skilar kveðju!

Eyða Breyta
Fyrir leik
Jón Ingason er í byrjunarliði Grindvíkinga. Jón er uppalinn Eyjamaður og hóf tímabilið með ÍBV en yfirgaf liðið eftir tvær umferðir. Jón væntanlega gíraður í að gera góða hluti í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér er verið að spila gamla og góða sjóaaraslagara sem er vel við hæfi þegar þessi leikur Grindavíkur og Vestmannaeyja er framundan! Stolt siglir fleyið mitt og fleiri góð lög.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um Pepsi-deildina á Twitter. Hér er ein áhugaverð færsla:

Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík gerir eina breytingu frá síðasta leik. Matthías Örn Friðriksson er ekki með og Björn Berg Bryde kemur inn í liðið.

ÍBV er einnig með eina breytingu. Andri Ólafsson er ekki með og Hafsteinn Briem kemur inn í liðið eftir leikbann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Að sjálfsögðu alvöru móttökur sem maður fær í Grindavík að vanda. Leikmenn ÍBV eru mættir í bæinn og Kristján Guðmunds búinn að taka göngutúr um völlinn.

Spjallaði við kónginn í Grindavík, Jónas formann. Hann sýndi mér teikningar af framtíðarsýn Grindvíkinga. Þess ber að geta að þetta er framtíðarsýn, hamarinn er ekki kominn á loft en menn hugsa stórt hér.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson spáir 3-1 sigri Grindavíkur:
Grindavík fer með öruggan sigur af hólmi enda sterkir á heimavelli. Eyjamenn eru með fínt lið en það mun taka KG aðeins lengri tíma að stabilísera hlutina. Alexander Veigar og Andri Rúnar munu sjá um markaskorun. Lexi mun fagna mér til heiðurs enda lærði hann öll trixin sín af mér.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið hafa ekki mæst á Íslandsmóti síðan 2012. ÍBV vann 2-1 sigur þega liðin mættust síðast, í september 2012. Magnús Gylfason var þá þjálfari ÍBV en Guðjón Þórðarson stýrði Grindavík. Andri Ólafsson skoraði markið sem réði úrslitum úr vítaspyrnu en Andri leikur enn fyrir Eyjamenn.

Þegar KSÍ leikir milli þessara liða frá aldamótum eru skoðaðir er staðan ansi jöfn. Grindavík hefur unnið 12 leiki, ÍBV 11 og 9 hafa endað með jafntefli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson heldur um flautuna hér í Grindavík í dag. Hann hefur ekki dæmt í deildinni síðan í 3. umferð þegar Almarr Ormarsson fékk tvö gul spjöld frá honum án þess að fá rautt. Birkir Sigurðarson og Þórður Arnar Árnason eru aðstoðardómarar í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík er í öðru sæti og mögulegt er að liðið verði á toppnum eftir daginn. Valur mætir KA á sama tíma en Valsmenn eru með tveggja stiga forystu á Grindavík.

ÍBV er eitt af þremur liðum sem sitja í 5.-7. sæti með 10 stig. Fínasta uppskera hjá Eyjaliðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík gerði 1-1 jafntefli við FH í síðustu umferð. Það fréttnæmast við þann leik er að það var logn! "Ég held ég hafi aldrei spilað í Grindavík í logni. Flaggstangirnar hreyfðust ekki. Maður vissi varla hvað átti að gera í fyrri hálfleik. Við djöfluðumst og djöfluðumst og ég var næstum búinn að æla í lokin." sagði Gunnar Þorsteinsson í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV:
Það er enn eitt hörkuferðalagið framundan, það mun taka meira en hálfan sólarhring að spila þennan fótboltaleik fyrir okkur. En við kvörtum ekki. Þetta verður alveg mjög erfiður leikur og við gerum okkur grein fyrir því. Andri (Rúnar Bjarnason) hefur stolið athyglinni með mörkunum sínum en það eru aðrir leikmenn þarna sem hafa spilað hrikalega vel en ekki farið enn undir kastljós fjölmiðlanna. Þeir eiga eftir að gera það, ég er alveg viss um það," segir Kristján Guðmundsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag og verið velkomin með Fótbolta.net til Grindavíkur þar sem sjóðheitir heimamenn taka á móti ÍBV. Eyjamenn unnu öflugan sigur gegn KR 3-1 í síðustu umferð þar sem Sindri Snær Magnússon skoraði tvívegis og var valinn leikmaður umferðarinnar.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Matt Garner ('46)
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard ('66)
11. Sindri Snær Magnússon (f)
12. Jónas Þór Næs
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('72)
26. Felix Örn Friðriksson

Varamenn:
22. Derby Carrillo (m)
16. Viktor Adebahr
18. Alvaro Montejo ('72)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
24. Sigurður Grétar Benónýsson
30. Atli Arnarson ('66)
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('46)

Liðstjórn:
Andri Ólafsson
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Kristján Guðmundsson (Þ)

Gul spjöld:
Kaj Leo í Bartalsstovu ('65)
Atli Arnarson ('67)
Avni Pepa ('76)

Rauð spjöld:
Kaj Leo í Bartalsstovu ('91)