Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga var ánægður með stigið gegn FH í kvöld en liðin gerðu 1-1 jafntefli. Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Grindavíkur en hann er orðinn markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á þessu tímabili.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 1 FH
„Þetta var nákvæmlega sami leikur og gegn Val og KR sem voru síðustu tveir leikir. Lágum þétt til baka og gáfum fá færi á okkur. Svo auðvitað þegar við erum með heitasta mann deildarinnar, hann þarf bara eitt færi," sagði Gunnar.
Það var fallegt veður í Grindavík í kvöld en þrátt fyrir það þurftu Grindvíkingar að hlaupa mikið.
„Ég held ég hafi aldrei spilað í Grindavík í logni. Flaggstangirnar hreyfðust ekki. Maður vissi varla hvað átti að gera í fyrri hálfleik. Við djöfluðumst og djöfluðumst og ég var næstum búinn að æla í lokin."
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur setti markmiðið á 22 stig til þess að halda liðinu í deildinni. Liðið er komið með 14 stig núna og er því á góðu róli.
„Við höldum bara áfram. Einn leikur í einu og stigasöfnunin heldur bara áfram."
Athugasemdir