Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mið 14. júní 2017 22:28
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gunnar Þorsteins: Aldrei spilað í logni í Grindavík
Gunnar Þorsteinsson í leik gegn KR
Gunnar Þorsteinsson í leik gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga var ánægður með stigið gegn FH í kvöld en liðin gerðu 1-1 jafntefli. Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Grindavíkur en hann er orðinn markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á þessu tímabili.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 FH

„Þetta var nákvæmlega sami leikur og gegn Val og KR sem voru síðustu tveir leikir. Lágum þétt til baka og gáfum fá færi á okkur. Svo auðvitað þegar við erum með heitasta mann deildarinnar, hann þarf bara eitt færi," sagði Gunnar.

Það var fallegt veður í Grindavík í kvöld en þrátt fyrir það þurftu Grindvíkingar að hlaupa mikið.

„Ég held ég hafi aldrei spilað í Grindavík í logni. Flaggstangirnar hreyfðust ekki. Maður vissi varla hvað átti að gera í fyrri hálfleik. Við djöfluðumst og djöfluðumst og ég var næstum búinn að æla í lokin."

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur setti markmiðið á 22 stig til þess að halda liðinu í deildinni. Liðið er komið með 14 stig núna og er því á góðu róli.

„Við höldum bara áfram. Einn leikur í einu og stigasöfnunin heldur bara áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner