Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 18. júní 2017 13:20
Elvar Geir Magnússon
Ingó Sig spáir í 8. umferð Pepsi-deildarinnar
Ingólfur Sigurðsson í leik með Gróttu.
Ingólfur Sigurðsson í leik með Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Landsliðshetjan Hörður Björgvin Magnússon reið ekki feitum hesti þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi-deildinni og ætti að vera hægðarleikur fyrir Ingólf Sigurðsson, fótboltamann í Gróttu, að skáka Herði.

Ingólfur spáir hér í leiki 8. umferðar sem hefst í dag og lýkur annað kvöld.

Grindavík 3 - 1 ÍBV (í dag 17)
Grindavík fer með öruggan sigur af hólmi enda sterkir á heimavelli. Eyjamenn eru með fínt lið en það mun taka KG aðeins lengri tíma að stabilísera hlutina. Alexander Veigar og Andri Rúnar munu sjá um markaskorun. Lexi mun fagna mér til heiðurs enda lærði hann öll trixin sín af mér.

Valur 2 - 1 KA (í dag 17)
Vel uppsettur leikur Norðanmanna mun ekki ná að skáka Valsmönnum að þessu sinni. Hallgrímur Mar skorar eitt glæsilegt úr aukaspyrnu. Bjarni Ólafur skorar annan leikinn í röð og Sveinn Aron kemur inn á af bekknum og skorar sigurmarkið.

FH 1 - 1 Víkingur R. (á morgun 19:15)
Stemningin er Víkings-megin þessa dagana og þeir munu ná í góðan punkt í Kaplakrika. Logi og Bjarni teikna upp skothelt plan til þess að stöðva FH-ingana. Markaskorarar verða erlendir.

Víkingur Ó. 0 - 2 Stjarnan (á morgun 19:15)
Stjarnan nær sér aftur á strik eftir tvo tapleiki í röð. Þeir munu fá baráttuleik í Ólafsvík sem hentar vel í ljósi stöðunnar og þar verða þeir ofan á. Mörkin munu koma úr föstum leikatriðum.

ÍA 3 - 2 Fjölnir (á morgun 19:15)
Leikur umferðarinnar fer fram á Akranesvelli.
Liðin munu skiptast á að komast yfir en svo mun annað hvort Tryggvi eða Garðar skora flautumark og tryggja stigin þrjú. ÍA er alltof flottur klúbbur til þess að falla.

KR 1 - 3 Breiðablik (á morgun 20)
Milos mun vinna KR tvisvar í Frostaskjóli í ár! Vandræði KR-inga halda því miður áfram á meðan Milos stimplar sig almennilega inn í nýju starfi.



Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner