ÍBV
1
0
Haukar
Sigríður Lára Garðarsdóttir
'77
1-0
23.06.2017 - 17:30
Hásteinsvöllur
Borgunarbikar kvenna
Aðstæður: Völlurinn gríðalega fallegur. Skýjað og gengur á með skúrum, harður vestan vindur.
Dómari: Viatcheslav Titov
Áhorfendur: 93
Maður leiksins: Sigríður Lára Garðarsdóttir
Hásteinsvöllur
Borgunarbikar kvenna
Aðstæður: Völlurinn gríðalega fallegur. Skýjað og gengur á með skúrum, harður vestan vindur.
Dómari: Viatcheslav Titov
Áhorfendur: 93
Maður leiksins: Sigríður Lára Garðarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
('89)
20. Cloé Lacasse
('90)
22. Katie Kraeutner
('90)
Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir
('89)
10. Clara Sigurðardóttir
('90)
16. Linda Björk Brynjarsdóttir
('90)
Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Sigþóra Guðmundsdóttir
Georg Rúnar Ögmundsson
Kristján Yngvi Karlsson
Dean Sibons
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið og ekki var þetta sannfærandi sigur hjá ÍBV í þessum leik. En svona er boltinn.
Takk fyrir mig.
-HJ
Takk fyrir mig.
-HJ
90. mín
Inn:Linda Björk Brynjarsdóttir (ÍBV)
Út:Cloé Lacasse (ÍBV)
Seinasta skipting ÍBV í þessum leik. Pepsi-Linda er kominn inn á.
90. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
Pepsi-Clara kemur inn fyrir Katie sem hefur átt betri daga.
90. mín
Inn:Sólveig Halldóra Stefánsdóttir (Haukar)
Út:Hanna María Jóhannsdóttir (Haukar)
89. mín
Inn:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Varnarskipting.
84. mín
Inn:Andrea Anna Ingimarsdóttir (Haukar)
Út:Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Önnur skiptingin búin að líta dagsins ljós.
82. mín
WOW! DAUÐAFÆRI! Marjani komst ein í gegnum vörn ÍBV og var ein á móti Adelaide. Marjani ætlaði að setja boltann í vinstra hornið niðri en Adelaide las hana eins og opna bók.
77. mín
MARK!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Adrienne Jordan
Stoðsending: Adrienne Jordan
Adrienne með góða aukaspyrnu af hægri kantinum beint inn á miðjan vítateig þar sem EM-Sísí kom hlaupandi og setti boltann inn í markið.
1-0.
1-0.
76. mín
Inn:Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Út:Vienna Behnke (Haukar)
Fyrsta skipting leiksins komin.
65. mín
Frábær stunga frá Katie yfir vörn Hauka þar sem Clóe er komin ein í gegn. Varnarmaður Hauka nær þó að trufla Clóe aðeins því að skot hennar fer beint á Tori í markinu.
59. mín
Ingibjörg Lucia með góða tilraun á markið af 25 metrunum. Boltinn fór þó framhjá.
Áfram með smjörið segir Jeffs, en þar sem Ian Jeffs kemur frá Exeter í Englandi, þá orðaði hann þetta svona: On with the butter.
Áfram með smjörið segir Jeffs, en þar sem Ian Jeffs kemur frá Exeter í Englandi, þá orðaði hann þetta svona: On with the butter.
52. mín
Gult spjald: Vienna Behnke (Haukar)
Fyrsta spjald leiksins fær Vienna Behnke. Sparkar aftan í Adrienne Jordan. Skólabókadæmi um gult spjald.
48. mín
Marjani komst ein í gegn vinstra megin, ég sá ekki hver átti sendinguna. Hún náði þó ekki að trufla Adelaide í markinu því hún setti boltann í hliðarnetið.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. ÍBV byrjaði með boltann í fyrri sem þýðir, jú Haukar byrja með hann í seinni. Skemmtilegt.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Bragðdaufur leikur vægast sagt. Seinni verður skemmtilegri, því skal ég lofa.
39. mín
Ég get sagt ykkur það. Það er ekki mikið að gerast í þessum leik eins og er, veðrið á sinn þátt í því.
32. mín
Sæunn Björnsdóttir átti gríðalega fallega stungusendingu á Viennu Behnke frá miðju yfir á vinstri kantinn. Það gerðist þó ekkert í þessari sókn, vildi bara láta vita af sendingunni. Wow.
26. mín
ÍBV fær gefins aukaspyrnu eftir að Clóe klobbaði varnarmann Hauka hægra megin fyrir utan vítateigin. Rut tók spyrnuna beint á kollinn á Sísí sem skallaði yfir.
22. mín
Sóley með fína stungu á Cloé sem stingur sér framhjá bakverðinum vinstra megin og kemst ein gegn Tori. Tori hinsvegar sér við henni og ver í horn.
Ekkert kom síðan úr horninu.
Ekkert kom síðan úr horninu.
2. mín
Sigríður Lára setur tóninn strax í byrjun. Það kemur sending fyrir sem að Haukastúlkur skalla frá, boltinn dettur fyrir Sísí rétt fyrir utan teig sem lætur hann skoppa og tekur skot sem fer rétt yfir markið.
Áfram höldum við.
Áfram höldum við.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. ÍBV byrjar með boltann og leikur í átt að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Liðin tvö ganga inn á völlinn. Þetta verður áhugaverður leikur, það er staðreynd.
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
6. Vienna Behnke
('76)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
12. Marjani Hing-Glover
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
19. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
('90)
23. Sæunn Björnsdóttir
('84)
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir
8. Svava Björnsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir
('84)
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir
('90)
Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Lárus Jón Björnsson
Gul spjöld:
Vienna Behnke ('52)
Rauð spjöld: