Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
2
2
Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson '45 , víti
0-2 Hilmar Árni Halldórsson '64
1-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson '68 , sjálfsmark
Steven Lennon '69 2-2
14.06.2019  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1342
Maður leiksins: Brandur Olsen
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('15)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('81)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('90)
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cédric D'Ulivo ('15)
8. Þórir Jóhann Helgason ('90)
22. Halldór Orri Björnsson ('81)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
28. Teitur Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Róbert Magnússon
Axel Guðmundsson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Brandur Olsen ('45)
Pétur Viðarsson ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri hefur flautað til leiksloka!

Dramatík í þessum leik, nóg af mörkum, færum, vafaatriðum og meiðslum.

Bæði lið fara beint að Ívari Orra eftir leik og kvarta yfir hans frammistöðu.
94. mín
Halldór Orri með skot í Brynjar Gauta og FH-ingar fá aðra hornspyrnu.
93. mín
Þórir Jóhann vinnur hornspyrnu.
90. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Jónatan Ingi hefur verið frískur í dag en klórar sér eflaust í hausnum yfir færinu sem hann klikkaði í fyrri hálfleik.
90. mín
Brandur með skot utan teigs sem Haraldur ver, missir boltann frá sér en nær síðan að bjarga sér fyrir horn.
90. mín
FH-ingar keyra í sókn og Lennon kemst gott færi en guð minn almáttugur, hann hittir ekki boltann drengurinn!
90. mín
Heyrðu vinur!

Pétur Viðarsson fær boltann í hendina við marklínuna en Ívar Orri segir "áfram með leikinn" - Baldur Sig er brjálaður!
89. mín
Kristinn Steindórsson með skot innan teigs yfir markið.
88. mín
Hilmar Árni rennur boltanum út fyrir teiginn á Baldur Sig sem á skot sem Björn Daníel rennur sér fyrir.

Í kjölfarið brýtur Guðmundur Steinn á sér í baráttunni við Gumma Kristjáns í skallaeinvígi.
85. mín
Þarna var ég sennilega of fljótur á mér. Kristinn Steindórsson leikur sama leik og Cédric D'Ulivo og á skot utan teigs himinhátt yfir. Endar á bílastæðinu hjá Smáralindinni.
84. mín
Bjartsýnisverðlaunin hlýtur: Cédric D'Ulivo

Skot langt utan teigs sem endar sennilega í IKEA byggingunni.
82. mín
Daði Freyr grípur hornspyrnu Hilmars Árna.
82. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.

Fáum við sigurmark í þennan leik?
81. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Þriðja og síðasta skipting FH.
78. mín
Björn Daníel rennir boltanum á Steven Lennon sem á skot frá vítapunktinum en Heiðar Ægisson rennir sér fyrir skotið. Þetta var stórhættulegt eftir laglegt samspil milli Brands, Jónatans og síðan Bjössa.
74. mín
Sölvi Snær með fyrirgjöf sem Cedric skallar aftur fyrir og Stjarnan fær horn.
73. mín
Steven Lennon er dæmdur brotlegur.

Steven Lennon er ekki sáttur og sparkar boltanum einhverja 20-30 metra í átt að markinu eftir flautið en Ívar Orri ákveður að spjalda Lennon eki. Brynjar Gauti hristir bara hausinn yfir þeirr ákvörðun.
73. mín
Ég held að Rúnar Páll myndi þiggja eina skiptingu núna bara til að stöðva aðeins leikinn og hræra aðeins upp í þessu hjá Stjörnunni.
72. mín
FH-ingar þjarma að Stjörnumönnum. Jónatan Ingi dæmdur rangstæður eftir aukaspyrnu frá Brandi.
71. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stöðvar Jónatan Inga sem var á hraðri ferð upp völlinn.

Krafturinn er heimamanna núna. Hlutirnir eru fljótir að snúast við!
69. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Brandur Olsen
Sama uppskrift nema nú skorar Steven Lennon eftir hornið frá Brandi!

Haraldur Björnsson er brjálaður. Boltinn fer yfir fyrstu varnarmenn Stjörnunnar og Steven Lennon hefur betur í baráttunni við Halla um boltann og skorar af stuttu færi.

Greinilegt að Guðmundur Steinn ætlaði sér ekki að skora annað sjálfsmark og Stjörnumenn gleymdu sér alveg í varnarleiknum þarna.
68. mín SJÁLFSMARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Brandur Olsen
FH-INGAR MINNKA MUNINN!

Ekki lengi að þessu heimamenn.

Brandur með hornið sem Guðmundur Steinn skallaði boltann í eigið net. Heldur klaufalegt og leikurinn er orðinn galopinn á ný!
64. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Sölvi Snær Guðbjargarson
Það held ég nú!

Hilmar Árni tvöfaldar forskot Stjörnunnar hér í Kaplakrikanum!

Fær sendingu frá Sölva frá endalínunni sem var með varnarmann FH í bakinu en gerir vel. Sendir boltann út í teiginn þar sem Hilmar Árni er einn og óvaldaður og rennur boltanum meðfram jörðinni, óverjandi fyrir Daða í markinu.
63. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Stöðvar skyndisókn.
63. mín
Atli Guðna með hættulega sendingu fyrir markið en Jónatan Ingi nær ekki til boltans. Hársbreidd frá því.
60. mín
FH-ingar hafa verið meira með boltann í seinni hálfleik án þess þó að skapa sér dauðafæri líkt og í fyrri hálfleik.

Vont fyrir Stjörnumenn að vera búnir með allar sínar skiptingar svona snemma.
60. mín Gult spjald: Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
55. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Þriðja skipting Stjörnunnar í kvöld!
54. mín
Vel varið Daði Freyr!

Þórarinn Ingi finnur Hilmar Árna í svæðinu bakvið vörn FH inn í teig. En Daði Freyr kemur vel út á móti og ver vel!
50. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu eftir að Þórarinn Ingi brýtur á sér.

Brandur með fína spyrnu sem fer rétt yfir markið. Hörkuskot en Haraldur virtist vera með þetta allt á hreinu.
48. mín
Brandur reynir skot vel utan teigs en Martin Rauschenberg gerir vel og kemur sér fyrir skotið.
46. mín
Leikur hafinn
FH-ingar þurfa nú að sækja enn meir en í fyrri hálfleik ætli þeir sér að ná í stig í kvöld.
45. mín
Seinni hálfleikurinn fer að byrja.

Stjörnumenn eru nú þegar búnir með tvær skiptingar og FH-ingar eina.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri hefur flautað til hálfleiks.

Axel Guðmundsson starfsmaður FH fer til Helga Mikaels fjórða dómara eftir að flautað hefur til hálfleiks og gefur honum nokkrar ráðleggingar.
45. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Fyrir kjaftbrúk eftir að Hilmar skorar úr vítinu.

Hvað ætli hann hafi sagt? Jafnvel eitthvað á færeysku?
45. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
Daði er í þessum bolta, en spyrnan góð og endar í netinu!
45. mín
STJARNAN FÆR VÍTI!

Atli Guðnason er dæmdur brotlegur eftir að hafa farið í Þorstein Má. FH-ingar allt annað en sáttir.

Atli fer í boltann og fer síðan í Þorstein Má sem fellur innan teigs.
44. mín
Annað dauðafæri FH-inga í leiknum sem fer forgörðum!

Pétur Viðarsson á furðulegt skot utan teigs sem Haraldur virðist misreikna, slær hann beint út í teiginn. Þar er Steven Lennon sem fær boltann fyrir fætur sér og á dapurt skot framhjá nánast tómu marki þar sem Halli er illa staðsettur.

Ótrúlegt alveg hreint að Lennon skuli ekki skora úr þessu færi.
36. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Ja hérna hér. Þriðju meiðslin í þessum leik!
28. mín
Laglegt samspil FH-inga upp hægri vænginn endar með að boltinn berst til Brands sem á skot frá vítateigslínunni vel framhjá markinu.
27. mín
Hilmar Árni með aukaspyrnuna sem var rétt fyrir utan vítateig FH, en boltinn yfir markið og endar ofan á markinu.
26. mín
Þetta var furðulegt

Þórarinn Ingi var að munda skotfótinn þegar Atli Guðnason kemur aftan að honum og Þórarinn Ingi snýst í nokkra hringi og fellur til jarðar.

Ívar Orri sleppir því að sýna Atla Guðna. gult spjald. Það er athyglisvert. Því fyrir mér var þetta gult spjald EF um brot var að ræða, sem verður síðan einhver annar að dæma um.
19. mín
Jósef Kristinn með skottilraun en Björn Daníel rennur sér fyrir skotið og sóknin rennur út í sandinn.

Nokkuð fjörugt hér fyrstu 20 mínútur leiksins.
18. mín
Vá vá vá! Jónatan Ingi Jónsson ! Hvernig fórstu að þessu ?!?!

Brandur Olsen með gull af sendingu frá vinstri kantinum, milli varnar og markmanns. Halli Bjöss. missir af boltanum og Jónatan Ingi kemur á siglingunni á fjær, nokkrum metrum frá markinu en skýtur framhjá!

Þennan bolta var maður farinn að sjá inni.

Sofandaháttur í vörn Stjörnunnar.
16. mín
Þórarinn Ingi tekur aukaspyrnu af miðjum vallarhelmingi FH, boltinn fer yfir vörn FH-inga og allt í einu er Baldur Sig einn og óvaldaður innan teigs en hittir ekki boltann og axlar boltann að marki FH.
15. mín
Inn:Cédric D'Ulivo (FH) Út:Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Önnur skiptingin í leiknum. Þetta gerist ekki oft.
14. mín
Cédric D'Ulivo virðist vera koma inná hjá FH. Hjörtur Logi liggur eftir og er meiddur.
13. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni og Hjörtur Logi hreinar frá.

Stjörnumenn halda hinsvegar pressunni áfram, boltinn berst út fyrir teiginn á Alex Þór Hauksson sem hefur nægan tíma en skot hans rétt framhjá nærstönginni.
13. mín
Stjörnumenn fá aðra hornspyrnu sína í leiknum.

Þórarinn Ingi röltar að hornfánanum til að taka spyrnuna.
11. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Eyjólfur haltrar af velli.

Áfall fyrir Garðbæinga.
11. mín
Brandur Olsen tekur boltann niður en Ívar Orri dæmir hendi á hann. FH-ingar ekki sáttir.
6. mín
Hilmar Árni með skot yfir markið utan teigs.

Stjörnumenn með nokkrar marktilraunir strax í upphafi leiks.
5. mín
Boltinn berst til Þórarins Inga eftir hornið, hann á fyrirgjöf sem Daði Freyr grípur mjög vel.

Kemur vel út í teiginn og er öruggur. Góðar fyrstu mínútur Daða í efstu deild.
5. mín
Vel varið Daði Freyr!

Brynja Gauti með gull sendingu frá öfustu línu alveg út að átt hægri hornfánans. Þar var Þórarinn Ingi sem lagði boltann út á Heiðar Ægisson sem á skot í varnarmann, fær boltann aftur í þröngu færi en nálægt Daða Frey.

Daði kemur út á móti og ver vel og Stjarnan fær horn.
3. mín
Þorsteinn Már Ragnarsson á fyrsta skot leiksins, utan teigs beint á Daða Frey sem handsamar boltann.

Jákvætt fyrir Daða Frey að fá auðvelt skot á sig strax snemma leiks.
3. mín
FH-ingar eru meira með boltann fyrstu mínúturnar en Stjörnumenn eru rólegir og þéttir til baka.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður!

Stjörnumenn sækja að Garðabæ í fyrri hálfleik á meðan FH-ingar sækja í átt að Víðistaðatúni.
Fyrir leik
Svarthvíta hetjan mín í græjunum og liðin fara koma út á völlinn. Þetta fer að bresta á!
Fyrir leik
Sólin skín hér í Krikanum og 18 mínútur til leiks.

Ágætis mæting á pallinn fyrir utan Kaplakrika þar sem verið er að grilla hamborgara og meira til.
Fyrir leik
Hjá Stjörnunni kemur Baldur Sigurðsson inn í byrjunarliðið ásamt Þorsteini Má Ragnarssyni.

Alex Þór Hauksson fer á bekkinn og Þorri Geir er ekki með í kvöld.
Fyrir leik
Daði Freyr, Steven Lennon, Kristinn Steindórs. og Atli Guðnason koma inn í byrjunarlið FH í kvöld frá tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð.

Vignir Jóhanneson, Davíð Viðars fara á bekkinn og Þórir Jóhann. Jákup Thomsen er ekki með FH-ingum í kvöld.
Fyrir leik
Þrír aðrir leikir fara fram í Pepsi max-deildinni í kvöld.

19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Fyrir leik
Óvist er hvort Vignir markvörður verði í marki FH í kvöld vegna meiðsla.

,,Það kemur í ljós seinna í dag(gær). Hann meiddist á æfingu í fyrradag og við verðum að skoða þetta betur í dag og sjá hvort þetta sé alvarlegt eða ekki," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH í samtali við Fótbolta.net.
Fyrir leik
Liðin eru jöfn að stigum með 11 stig að loknum sjö umferðum í 4. og 5. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Böðvar Böðvarsson, Böddi löpp fyrrum leikmaður FH spáði fyrir um leikina í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

FH 1- 0 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Auto sigur FH því miður þar sem Jónatan Ingi gönnar eins og ungur Jermaine Pennant upp og niður vænginn og skorar eitt í 1-0 sigri.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson ('36)
8. Baldur Sigurðsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('55)
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson ('11)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Jóhann Laxdal
9. Daníel Laxdal
16. Ævar Ingi Jóhannesson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('55)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('36)
29. Alex Þór Hauksson ('11)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Jósef Kristinn Jósefsson ('60)
Baldur Sigurðsson ('71)

Rauð spjöld: