Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
2
2
Valur
0-1 Lasse Petry '7
0-2 Sigurður Egill Lárusson '52
Guðmundur Andri Tryggvason '59 1-2
Logi Tómasson '87 2-2
21.07.2019  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Nánast logn. hálfskýjað og teppið rennislétt og vel vökvað
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1237
Maður leiksins: Birkir Már Sævarsson
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
12. Halldór Smári Sigurðsson ('61)
20. Júlíus Magnússon (f) ('15)
21. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason ('66)
77. Kwame Quee

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
3. Logi Tómasson ('61)
5. Mohamed Dide Fofana
7. James Charles Mack ('66)
8. Viktor Örlygur Andrason ('15)
11. Dofri Snorrason
18. Örvar Eggertsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með Jafntefli.


Valsmenn væntanlega mun ósáttari en gestgjafar þeirra.
90. mín
+5 Valur fær hornspyrnu. Síðasti séns
90. mín
+5 í uppbót.
89. mín
Ólafur Karl reynir bakfallsspyrnu. Ekki í jafnvægi og engin hætta.
87. mín MARK!
Logi Tómasson (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
Hann elskar að spila á móti Val!!!!!!!!!

Þolinmæði Víkinga borgar sig, Láta boltann ganga við teig Vals. Boltinn á Hansen sem leggur hann fyrir Loga sem klárar snyrtilega neðst í hornið.
85. mín
Birnir Snær með skemmtilega tilraun en framhjá fer boltinn
84. mín
Valsmenn nýta hverja sekúndu sem Einar gefur þeim yfir dauðum bolta. Að sjálfsögðu.
81. mín
Nikolaj í ágætu færi eftir undirbúning Kwame og Loga en skallinn slakur og vel framhjá.
78. mín
Mikil barátta í leiknum núna. Lítið um færi
73. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
70. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals.

Sigurður Egill liggur eftir sýnist hann hreinlega vera kominn með krampa.
69. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
67. mín
Pedersen liggur og virðist þjáður.
66. mín
Inn:James Charles Mack (Víkingur R.) Út:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Síðasta skipting Víkinga
64. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
61. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Hvað gerir Logi í kvöld?

Skelfur Eiður á beinunum?
59. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Víkingar eru ennþá á lífi!!!!!

Kwame Quee gerir vel í að komast inn í sendingu þræðir hann á Davíð sem á fasta fyrirgjöf sem Guðmundur mætir á og skallar hann í netið fram hjá Hannesi.
56. mín
Ekki veit ég hvað Einar er að dæma hérna. Bjarni Ólafur með góða tæklingu á Davíð Örn sem vissulega meiðir sig en Davíð hreinlega hljóp á hann löngu eftir að Bjarni tæklaði boltann út af.
55. mín
Halldór Smári fær einn vænan á lúðurinn og steinliggur í teig Vals. stendur upp og töltir af velli. Snýr þó aftur von bráðar.
52. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Þetta er svo einfalt!!!!

Snögg sókn Birkir einn hægra meginn setur boltann inn á teiginn þar sem Sigurður Egill mætir og setur boltann í netið.

Fagnar markinu ekki.
49. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Stöðvar skyndisókn
46. mín
Síðari Hálfleikur hafin

Heimamenn byrja með boltann, marki undir og þurfa að sækja til að sitja ekki í fallsæti að leik loknum.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar mun betri heilt yfir hér í fyrri hálfleik en það er Valur sem skoraði og leiðir þar með í hálfleik.
45. mín
+2 í uppbót
45. mín Gult spjald: Lasse Petry (Valur)
Alltof seinn í Atla Hrafn.
42. mín
Einar Karl heppinn að sleppa við spjald hér. Hugsar ekkert um boltann og brýtur á Ágústi.
40. mín
Valur fær horn sem ekkert verður úr.
36. mín
Eitt stk sniðglíma á lofti frá Hedlund á Guðmund Andra. Ekki í sama þyndgdarflokk og aukaspyrna dæmd.
33. mín
Halldór Smári reynir að taka hann á lofti frá vítateigshorni en yfir.
33. mín
Víkingar bara betri þessar mínútur Ágúst og Guðmundur með frábær tilþrif en Hannes ver ágætt skot Guðmundar.
32. mín
Viktor öryggið uppmálað gegn Pedersen og skallar boltann til baka.
30. mín
Bjarni Ó tekur boltanum af tám Kwame með höndum og Víkingar fá aukaspyrnu. Sleppur samt við spjaldið en séns fyrir heimamenn.

Spyrnan ekkert sérstök en Víkingar halda boltanum.
29. mín
Skemmtileg sókn Víkinga endar með skalla frá Guðmundi hárfínt yfir,
26. mín
Víkingar með skalla eftir fyrirgjöf Davíðs en beint í hendur Hannesar.
25. mín
Guðmundur Andri arkitekt flests þess sem Víkingar reyna. Hansen í hlaupinu en Hannes mætir og nær boltanum af tánum á honum
24. mín
Kannski í gegnum annan þeirra en ég efast um að Patrick Pedersen geti hlaupið í gegnum bæði Sölva og Kára, reynir þó.
23. mín
Góð hugmynd hjá Guðmundi Andra að reyna að þræða Atla Hrafn í gegn er hann vinnur boltann hátt á vellinum en sendingin aðeins of föst.
21. mín
Hansen með fyrirgjöf í hlaupaleið Guðmundar Andra en Hannes hirðir boltann.

Víkingar sprækir þessar mínútur.
18. mín
Ágúst Eðvald með skot sem svífur ekki fjarri markinu en Hannes var með þennan á hreinu.
16. mín
Jákvæð skilaboð frá vallarþul. Biðja fólk um að þjappa sér svo fólk komist fyrir i stúkunni. Gleðilegt að heyra svona.
15. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Drengurinn heillaði gegn Val í fyrsta leik. Getur hann það aftur?
15. mín
Nei þetta virðist búið hjá Júlíusi hann er sestur aftur.
12. mín
Sá ekki hvað gerðist hér en Júlíus Magnússon liggur á vellinum og kveinkar sér. Stendur þó upp eftir smá aðhlynningu og virðist í lagi.
11. mín
Kwame Quee með lélegt skot beint í fang Hannesar.
10. mín
Kwame sækir hér aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Vals
7. mín MARK!
Lasse Petry (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Maaark!!!!

Skelfilegur varnarleikur hjá Víkingum. Valsmenn fá þann tíma sem þeir vilja hægra meginn á vellinum og Birkir Már aleinn út á væng teiknar fyrirgjöfina á kollinn á Petry sem skallar í netið af markteig.
6. mín
Einar hefur greinilega þessa línu. Brotið eins á Patrick en ekkert dæmt. Samkvæmur sjálfum sér.
5. mín
Birkir Már brýtur hér á Guðmundi Andra en ekkert dæmt við litla hrifninu stuðningmanna Víkinga. En Valsara í stúkunni klappa.
4. mín
Kári Árna og Eiður í baráttu, Eiður nær skallanum en víðsfjarri markinu og markspyrna niðurstaðan.
3. mín
Fer heldur rólega af stað. Valsmenn halda boltanum og leita að svæðum til að sækja í sem eru fá og smá. Fá þó aukaspyrnu út á vinstri væng í fyrirgjafastöðu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. það eru gestirnir sem hefja leik og sækja að íþróttahúsinu.
Fyrir leik
Það eru auðvitað leikmenn í báðum liðum sem hafa leikið með andstæðingnum áður. Víkingar skarta Nikolaj Hansen sem kom upphaflega til Íslands til að leika með Val en átti takmarkaðri velgengni að fagna þar. Kári Árnason skipti eitt sinn örstutt yfir í Val en sú dvöl var ekki löng.

Hjá Val eru það svo hinir örfættu snillingar Sigurður Egill Lárusson sem byrjar hjá Val í dag en steig sín fyrstu spor í meistaraflokki í Fossvoginum og Ívar Örn Jónsson sem er ekki þekktur undir öðru nafni í Víkinni en Aukaspyrnu Ívar.
Fyrir leik
Ég ætla misnota aðstöðu mína hér og senda bestu kveðjur til Torremolinos á Costa del Sol þar sem karl faðir minn dvelur þessa daganna og mun örugglega refresha þessa lýsingu ansi oft næstu tvo tímana eða svo.
Fyrir leik
Víkingar gefa út veglegt vefrit en nýtt tölublað er komið út.

Í því má finna viðtöl við Arnar Gunnlaugsson og Halldór Smára Sigurðsson sem eru skemmtileg lesning.

Fyrir áhugasama má lesa blaðið HÉR

Fyrir leik
Eins og lesendur sjá eru liðin mætt í hús en ég ætla að henda í shoutout á Twitter reikninga félagana sem yfirleitt hafa verið mættir með uppstillingu liðana á þessum tíma.

Óli Jó gerir nokkra breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Maribor. Ívar Örn Jónsson, Orri Sigurður Ómarsson og Kaj Leó í Bartalsstovu setjast á allir á varamannabekkinn.

Inn koma þeir Sebastian Hedlund, Lasse Petry og Sigurður Egill Lárusson.

Heimamenn í Víking gera tvær breytingar á liði sínu. Örvar Eggertsson fær sér sæti á bekknum og Erlingur Agnarsson tekur út leikbann. Inn fyrir þá koma Atli Hrafn Andrason og Nikolaj Hansen.
Fyrir leik
Tölfræðin í innbyrðis viðureignum liðanna er alls ekki hliðhöll Víkingum í kvöld.

í 47 leikjum liðanna frá aldamótum hafa Valsmenn unnið 26, Víkingar 12 og 9 leikjum hefur lokið með jafntefli.

Markatalan er svo 104-57 Valsmönnum í vil.
Fyrir leik
Eins og margir muna léku þessi lið opnunarleik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið og er óhætt að segja að sá leikur hafi verið fjörugur og skemmtilegur á að horfa en lokatölur urðu 3-3 í frábærum fótboltaleik.

Áhugasamir geta rifjað upp umfjöllun Fótbolta.net um leikinn hér
Fyrir leik
Hvað Víkinga varðar hafa margir hrósað þeim fyrir spilamennsku liðsins í sumar sem hefur þótt skemmtileg á köflum. Þar er þó aðeins hálf sagan sögð því þótt leikir liðsins hafi þótt skemmtilegir áhorfs er stigasöfnunin ekki alveg jafn fjörug.

12 stig og 10.sæti eftir 12 umferðir er staða liðsins í dag en Víkingum til hróss hafa þeir aðeins tapað 1 leik af síðustu 5 í deildinni.

Síðasti leikur liðsins var heimaleikur gegn Fylki fyrir rétt tæpri viku sem lauk með 1-1 jafntefli þar sem Guðmundur Andri Tryggvason skoraði mark Víkinga.
Fyrir leik
Valsmenn mæta til þessa leiks hafandi unnið síðustu 3 deildarleiki sem og 4 af síðustu 5 sem gleður menn á Hlíðarenda en gengi liðsins í byrjun móts var langt fyrir neðan væntingar.

Það eru þó 17 dagar síðan Valur lék síðast deildarleik vegna þáttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

En síðasti deildarleikur þeirra var þann 4.júlí síðastliðin þegar Valsmenn fengu KA í heimsókn og höfðu þar þægilegan 3-1 sigur þar sem Patrick Pedersen sneri aftur með marki og Kristinn Freyr Sigurðsson og Andri Adolphson bættu svo við mörkum fyrir Val sem situr nú í 6. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Víkings og Vals í Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('69)
11. Sigurður Egill Lárusson ('73)
17. Andri Adolphsson ('64)
18. Lasse Petry
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
18. Birnir Snær Ingason ('73)
20. Orri Sigurður Ómarsson
71. Ólafur Karl Finsen ('69)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('64)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Lasse Petry ('45)
Einar Karl Ingvarsson ('49)

Rauð spjöld: