Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
1
0
FH
Óttar Magnús Karlsson '58 , víti 1-0
Pétur Viðarsson '60
14.09.2019  -  17:00
Laugardalsvöllur
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Rigning og rok og völlurinn rennandi blautur. Veisla!
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 4257 manns
Maður leiksins: Júlíus Magnússon
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
Sölvi Ottesen
3. Logi Tómasson
7. Erlingur Agnarsson ('72)
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
21. Guðmundur Andri Tryggvason ('88)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('72)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
8. Viktor Örlygur Andrason ('72)
18. Örvar Eggertsson ('72)
19. Þórir Rafn Þórisson
77. Atli Hrafn Andrason ('88)
77. Kwame Quee

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Óttar Magnús Karlsson ('43)
Guðmundur Andri Tryggvason ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÍKINGUR REYKJAVÍK ER MJÓLKURBIKARSMEISTARI KARLA ÁRIÐ 2019!!!!!

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
93. mín
VÍKINGAR HÁRSBREIDD FRÁ ÞVÍ AÐ KLÁRA ÞETTA HÉRNA Á LOKAMÍNÚTUNUM!!!!!!!!

Viktor Andri Örlygsson er hér sloppinn einn í gegn og rennir honum á Örvar sem að skýtur beint á Daða í markinu. Boltinn berst þá til Ágústs sem að skýtur yfir markið.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
Björn Daníel með stórhættulega sendingu inná teiginn sem að Guðmann reynir að ná til. Það endar með klafsi þar sem að Guðmann nær loks að pota boltanum að marki en Þórður á í engum vandræðum með að ná til boltans.
89. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Cédric D'Ulivo (FH)
Allt lagt í sóknarleikinn.
88. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Guðmundur Andri tekinn útaf. Fær frábærar mótökur öðrum megin í stúkunni en púað er á hann hinum meginn.
87. mín
Einstefna að marki Víkings þessa stundina. FH fær hornspyrnu sem að Örvar skallar frá.
85. mín
Brandur með aukaspyrnu á fínum stað sem að fer beint í vegginn. Logi Tómasson liggur eftir og heldur um höfuðið og leikurinn stöðvaður í kjölfarið.
84. mín
Guðmundur Andri brýtur klaufalega á Gumma Kristjáns. Verður að passa sig þar sem að hann er á gulu spjaldi.
81. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (FH) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (FH)
Sóknarskipting hjá FH.
78. mín
Morten Beck nær skalla eftir fína fyrirgjöf Brands en hann fer hátt yfir markið.
78. mín
Brandur tekur hornspyrnu sem að kröftugur vindurinn gleypir og neglir aftur fyrir endamörk.
77. mín
Brandur Olsen með fast skot utan af kanti sem að Þórður þarf að hafa sig allan við að verja. Allt undir hér hjá FH.
72. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Tvöföld skitping hjá Víking.
72. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
71. mín
Ágúst Eðvald hér með hornspyrnu beint á Davíð Atla sem að reynir bakfallspyrnu en varnarmenn FH komast fyrir það.
68. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Brýtur hér á Þórði Þorsteini og lætur hann svo heyra það. Guðmundur Andri er ekki vinsæll í Hafnarfirði þessa stundina.
66. mín
Kominn alvöru hiti í þennan leik. Guðmundur Andri brýtur hér á nafna sínum Gumma Kristjáns og fellur svo eftir viðskipti sín við hann. Þetta var ansi lítið og Guðmann Þórisson lætur hann heyra það.
63. mín
Fín sókn hjá FH. Steven Lennon rennir boltanum fyrir markið sem að fer fyrir aftan Sölva Geir og beint í fætur Morten Beck sem að nær ekki að taka almennilega á móti honum og missir hann útaf.
62. mín
Inn:Guðmann Þórisson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Fyrsta skipting leiksins. Það á að þétta raðirnar.
60. mín Rautt spjald: Pétur Viðarsson (FH)
FH-INGAR ORÐNIR EINUM FÆRRI!!!!!

Pétur Viðarsson og Guðmundur Andri eigast hér við í 50/50 baráttu og Guðmundur fellur. Pétur stígur svo á bringuna á honum í snúningnum og fær beint rautt fyrir vikið. Er nokkuð viss um að þetta hafi verið óviljandi. Nú er brekkan heldur betur brött fyrir FH.
58. mín Mark úr víti!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
DAÐI SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ VERJA!!!!!

Daði velur rétt horn og er með aðra hönd á boltanum en því miður fyrir hann er spyrnan of föst og fer í stöngina og inn. Víkingur er komið yfir í þessum úrslitaleik.
57. mín
VÍKINGUR FÆR VÍTI!!!!!!

Þórður Þorsteinn fær hér boltann í hendina þegar að hann reynir að skalla boltann frá. Alveg einstaklega klaufalegt hjá Skagamanninum.
55. mín
ERLINGUR AGNARSSON ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!!!!!

Gott samspil hjá Óttari og Ágústi endar með frábærri stungusendingu á Erling sem að er kominn einn í gegn en reynir einhverja krúttlega vippu sem að Þórður Þorsteinn kemur frá. Besta færi leiksins.
54. mín
Þórður Þorsteinn með skemmtilega fyrirgjöf sem að Morten Beck kastar sér eftir en Halldór Smári er snöggur að átta sig og kemst fyrir skalla hans. FH-ingar byrja seinni hálfleik af krafti.
50. mín
Hornspyran er fín en Gummi Kristjáns hoppar hæst í teignum og kemur boltanum frá.
49. mín
Guðmundur Andri vinnur hornspyrnu hinum meginn sem að Logi ætlar að taka.
48. mín
Jónatan Ingi með hættulega sendingu inná markteiginn en Steven Lennon er aðeins of seinn og boltinn endar í fanginu á Þórði.
47. mín
Jónatan Ingi vinnur hér hornspyrnu sem að hann tekur sjálfur. Hún ratar hins vegar yfir allan pakkann og aftur fyrir endamörk hinum megin.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn aftur. Óbreytt lið og óbreyttar aðstæður. Allt undir. Víkingur byrjar. Eina.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Pétur Guðmunds til loka fyrri hálfleiks. Víkingar heilt yfir verið sterkari en þeir vindinn í andlitið í þeim seinni.
45. mín
Einni mínútu bætt við.
43. mín Gult spjald: Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Daði ætlar hér að leyfa boltanum að fara útaf og Óttar pressar hann. Endar á að fara lltof harkalega í hann og uppsker gult spjald.
37. mín
USSS!!!!

Ágúst Eðvald er hér við það að sleppa framhjá Gumma Kristjáns sem að brýtur á honum en Pétur sér ekkert athugavert við þetta og segir Ágústi að hætta þessari þvælu. Kolröng ákvörðun að mínu mati.
33. mín
Logi með enn eina stórhættulega aukaspyrnuna og er Sölvi Geir hársbreidd frá því að ná að stanga hann inn. En ekki tókst það í þetta sinn.
32. mín
Cedric reynir hér lúmskt skot af vítateigshorninu en það er beint á Þórð í markinu sem að handsamar boltann.
28. mín
Aukaspyrna Óttars fer beint í varnarvegginn og út í innkast.
27. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Missir af Guðmundi Andra og neglir hann niður. Aukaspyrna á fínum stað fyrir Víking.
22. mín
Kominn smá hiti í þetta hérna. Björn Daníel brýtur á Ágústi Eðvaldi og við það fara Nikolaj Hansen og Brandur Olsen að rífast. Logi Tómasson tekur svo aukaspyrnuna inná teig en Óttar Magnús nær ekki að koma boltanum á markið.
19. mín
ALGJÖRT DAUÐAFÆRI!!!!!

Óttar Magnús skallar hér boltann innfyrir á Guðmund Andra sem að er sloppinn í gegn en Daði Freyr lokar markinu vel og ver hann útaf.
15. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Alltof seinn í Guðmund Andra.
15. mín
Hornspyrna Jónatans er góð og eiga Víkingar í tómum vandræðum með að koma frá en það vantar áræðni í sóknarmenn FH og sóknin rennur út í sandinn.
14. mín
FH-ingar fá hornspyrnu sem að Jónatan ætlar að taka.
10. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!!!

Logi með flotta hornspyrnu inná markteiginn sem að Sölvi Geir hendir sér á en skalli hans fer beint á Daða sem að gerir vel. Víkingar byrja þennan leik betur.
9. mín
Úff Daði Freyr kærulaus þarna! Fær boltann tilbaka frá Cedric er alltof lengi að koma honum frá sér og minnstu má muna að Óttar Magnús nái að stela honum þarna.
6. mín
Víkingar fá horn eftir að skot Júlíusar fer í varnarmann og afturfyrir. FH-inga ná hins vegar að skalla spyrnu Loga afturfyrir og önnur hornspyrna hinum megin frá. Hana tekur Ágúst Eðvald en hún drífur ekki yfir Þórð Þorstein á nærstönginni.
3. mín
Það sést strax hér á upphafsmínútunum að það verður ekki boðið uppá neinn sambabolta í dag enda leyfa aðstæður það ekki. Fáum í staðinn physical leik af gamla skólanum.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Pétur dómari leikinn á. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins er hafinn. FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völlinn. Þetta er að hefjast!
Fyrir leik
Fimmtán mínútur þangað til að Pétur lögga flautar þennan leik á og liðin eru komin inní búningsklefanna. Áhorfendur beggja liða eru mættir í stúkuna og láta vel í sér heyra. Bikarúrslit eins og þau gerast best.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það hefur ekki farið framhjá einum einasta manni á höfuðborgarsvæðinu að veðurguðirnr hafa kallað eftir hörkuleik með þessari rigningu sem að úðað hefur yfir borgina í dag. Það er enn meiri ástæða til að mæta á völlinn. Bara klæða sig vel.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár. Það er lítið af óvæntum fréttum en það er þó endanlega staðfest núna að Kári Árnason mun ekki taka þátt í leiknum. Kári meiddist með íslenska landsliðinu í leik gegn Albaníu í vikunni.

Hjá FH koma þeir Jónatan Ingi og Davíð Þór Viðarsson inní byrjunarliðið á kostnað Atla Guðnasonar og Þóris Jóhanns Helgasonar.
Fyrir leik
Ingvi Þór Sæmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi, spáir í leikinn:
"Við fáum allavega fleiri mörk en í bikarúrslitaleiknum í fyrra. FH og Víkingur leggja það ekki í vana sinn að halda hreinu og við fáum mörk á morgun. Hallast að 3-2 sigri FH. Reynslan er með FH-ingum í liði og þótt þeir hafi ekki alltaf verið sannfærandi í sumar hafa þeir unnið fullt af seiglusigrum. Víkingar verða flottir eins og oft áður en FH-ingar hænuskrefi framar. Ólafur Kristjánsson heldur upp á tíu ára afmæli fyrsta bikarmeistaratitils Breiðabliks með því að gera Fimleikafélagið að bikarmeisturum."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leið þessara liða í bikarúrslitin hefur einkennst af stórskemmtilegum leikjum, dramatík og umdeildum atvikum. Víkingar hafa slegið út KÁ, KA, ÍBV og Breiðablik. FH hefur slegið út Val, ÍA, Grindavík og KR.

Smelltu hér til að lesa nánar um leiðina
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sölvi Geir Ottesen, leikmaður Víkings:
"Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur. Ég tel möguleika okkar mikla. Við höfum mætt þeim tvisvar í deildinni og í þeim leikjum finnst mér við hafa spilað betur en þeir. Við komum fullir sjálftrausts í þessum leik og maður finnur það í Fossvoginum að það er spenna. Það er mikið í húfi. Það skiptir mestu að vinna titil og við ætlum að gera það, Evrópusæti er svo bara bónus. Við höfum spilað skemmtilegan fótbolta í sumar og FH spilar líka skemmtilegan fótbolta. Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH:
"Það væri geggjað að fá 4-5 þúsund manns og alvöru stemningu. Það hefur verið mikið talað um Víkinga og mikið af fólki sem fylgir okkur. Þeir eru með gott lið og leikirnir gegn þeim í sumar hafa verið erfiðir. Þeir hafa góða varnarmenn og góða sóknarmenn líka. Þetta eru tvö lið sem vilja spila góðan fótbolta. Það er spáð smá roki en við látum það ekki hafa á okkur. Þetta er einn leikur og það verður dramatík og hörkuskemmtun."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarar
Pétur Guðmundsson mun dæma úrslitaleikinn. Þetta er í fyrsta skipti sem Pétur dæmir bikarúrslitaleik.

Aðstoðardómarar í leiknum verða Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá bikarúrslitaleik Víkings og FH! Leikurinn hefst kl. 17:00 en stúkan verður opnuð kl. 16:00.

Um bikarkeppni KSÍ
Bikarkeppni KSÍ var fyrst haldin árið 1960 og er Mjólkurbikarinn í ár því 60. bikarkeppnin frá upphafi. Fyrstu árin fór keppnin að mestu fram á haustin og jafnvel inn á vetrarmánuðina og var þá jafnan leikið á Melavellinum í Reykjavík. Síðan árið 1975 hefur úrslitaleikurinn hins vegar farið fram á Laugardalsvelli.

Sigursælasta liðið í bikarkeppni KSÍ frá upphafi er KR. Alls hafa KR-ingar unnið bikarinn 14 sinnum. Næstir koma Valsmenn með 11 og Skagamenn með 9 bikarsigra og þá Framarar með 8 bikarmeistaratitla. ÍBV hefur unnið titilinn 5 sinnum, Keflavík 4 sinnum, FH og Fylkir tvisvar. Breiðablik, ÍBA, Stjarnan og Víkingur R. hafa unnið 1 bikarmeistaratitil hvert félag.

Fyrri viðureignir félaganna í bikarkeppni KSÍ
Af 64 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár eru aðeins tveir bikarleikir.

Fyrri leikurinn fór fram 20. júlí 1988 á Kaplakrikavelli í 8 liða úrslitum. Víkingur R. vann þann leik 2-0.

Seinni leikurinn fór fram 2. júlí 2006 þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í 16 liða úrslitum keppninnar. Víkingar fóru þar með sigur af hólmi, 2-1, með tveimur mörkum frá Höskuldi Eiríkssyni. Mark FH skoraði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
3. Cédric D'Ulivo ('89)
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('62)
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('81)
16. Guðmundur Kristjánsson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
8. Kristinn Steindórsson
8. Þórir Jóhann Helgason ('81)
11. Atli Guðnason
21. Guðmann Þórisson ('62)
22. Halldór Orri Björnsson ('89)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('15)
Brandur Olsen ('27)

Rauð spjöld:
Pétur Viðarsson ('60)