Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markiðið að halda sér uppi.
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
banner
   fös 13. september 2019 12:05
Elvar Geir Magnússon
Gummi Kristjáns: Það verður dramatík og hörkuskemmtun
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, lyfti bikarnum með Breiðabliki fyrir tíu árum síðan og vonast eftir því að lyfta honum aftur á morgun.

FH leikur bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík á Laugardalsvelli klukkan 17 á morgun en Fótbolti.net kíkti á æfingu hjá FH-ingum í hádeginu.

„Ég man helvíti vel eftir því. Það var ein af betri minningum mínum á fótboltaferlinum og eitthvað sem væri gaman að endurtaka. Það eru tíu ár síðan, skemmtileg tímasetning," segir Guðmundur um bikarúrslitin fyrir tíu árum.

„Það liggur vel við höggi. Ef við eigum góðar 90 mínútur vinnum við þetta en það er hægara sagt en gert."

„Það væri geggjað að fá 4-5 þúsund manns og alvöru stemningu. Það hefur verið mikið talað um Víkinga og mikið af fólki sem fylgir okkur."

„Þeir eru með gott lið og leikirnir gegn þeim í sumar hafa verið erfiðir. Þeir hafa góða varnarmenn og góða sóknarmenn líka. Þetta eru tvö lið sem vilja spila góðan fótbolta. Það er spáð smá roki en við látum það ekki hafa á okkur. Þetta er einn leikur og það verður dramatík og hörkuskemmtun."
Athugasemdir
banner