Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 13. september 2019 12:05
Elvar Geir Magnússon
Gummi Kristjáns: Það verður dramatík og hörkuskemmtun
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, lyfti bikarnum með Breiðabliki fyrir tíu árum síðan og vonast eftir því að lyfta honum aftur á morgun.

FH leikur bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík á Laugardalsvelli klukkan 17 á morgun en Fótbolti.net kíkti á æfingu hjá FH-ingum í hádeginu.

„Ég man helvíti vel eftir því. Það var ein af betri minningum mínum á fótboltaferlinum og eitthvað sem væri gaman að endurtaka. Það eru tíu ár síðan, skemmtileg tímasetning," segir Guðmundur um bikarúrslitin fyrir tíu árum.

„Það liggur vel við höggi. Ef við eigum góðar 90 mínútur vinnum við þetta en það er hægara sagt en gert."

„Það væri geggjað að fá 4-5 þúsund manns og alvöru stemningu. Það hefur verið mikið talað um Víkinga og mikið af fólki sem fylgir okkur."

„Þeir eru með gott lið og leikirnir gegn þeim í sumar hafa verið erfiðir. Þeir hafa góða varnarmenn og góða sóknarmenn líka. Þetta eru tvö lið sem vilja spila góðan fótbolta. Það er spáð smá roki en við látum það ekki hafa á okkur. Þetta er einn leikur og það verður dramatík og hörkuskemmtun."
Athugasemdir
banner
banner