Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markiðið að halda sér uppi.
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
banner
   mið 11. september 2019 14:13
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er langt síðan bikarinn kom í Víkina og það er mikil spenna fyrir þessum leik," segir Sölvi Geir Ottesen, fyrirlið Víkings.

Víkingar hafa einu sinni orðið bikarmeistarar og það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum á laugardaginn klukkan 17, þegar Víkingur mætir FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Hvernig metur Sölvi möguleika Víkings?

„Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur. Ég tel möguleika okkar mikla. Við höfum mætt þeim tvisvar í deildinni og í þeim leikjum finnst mér við hafa spilað betur en þeir. Við komum fullir sjálftrausts í þessum leik og maður finnur það í Fossvoginum að það er spenna."

„Það er mikið í húfi. Það skiptir mestu að vinna titil og við ætlum að gera það, Evrópusæti er svo bara bónus. Við höfum spilað skemmtilegan fótbolta í sumar og FH spilar líka skemmtilegan fótbolta. Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur."

Ljóst þykir að Kári Árnason geti ekki spilað leikinn eftir að hann meiddist í tapleik Íslands gegn Albaníu.

„Þetta er leiðinlegt fyrir Kára, þetta er stór og skemmtilegur leikur. Þetta er einn stærsti leikur Víkings og ég er svekktur fyrir hans hönd að ná ekki leiknum, ef svo fer," segir Sölvi.
Hvernig fer Þróttur - Þór í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag?
Athugasemdir