Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   mið 11. september 2019 14:13
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er langt síðan bikarinn kom í Víkina og það er mikil spenna fyrir þessum leik," segir Sölvi Geir Ottesen, fyrirlið Víkings.

Víkingar hafa einu sinni orðið bikarmeistarar og það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum á laugardaginn klukkan 17, þegar Víkingur mætir FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Hvernig metur Sölvi möguleika Víkings?

„Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur. Ég tel möguleika okkar mikla. Við höfum mætt þeim tvisvar í deildinni og í þeim leikjum finnst mér við hafa spilað betur en þeir. Við komum fullir sjálftrausts í þessum leik og maður finnur það í Fossvoginum að það er spenna."

„Það er mikið í húfi. Það skiptir mestu að vinna titil og við ætlum að gera það, Evrópusæti er svo bara bónus. Við höfum spilað skemmtilegan fótbolta í sumar og FH spilar líka skemmtilegan fótbolta. Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur."

Ljóst þykir að Kári Árnason geti ekki spilað leikinn eftir að hann meiddist í tapleik Íslands gegn Albaníu.

„Þetta er leiðinlegt fyrir Kára, þetta er stór og skemmtilegur leikur. Þetta er einn stærsti leikur Víkings og ég er svekktur fyrir hans hönd að ná ekki leiknum, ef svo fer," segir Sölvi.
Vilt þú fá VAR inn í Bestu-deildina á Íslandi?
Athugasemdir
banner