Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Lettland
0
6
Ísland
0-1 Fanndís Friðriksdóttir '17
0-2 Dagný Brynjarsdóttir '29
Marija Ibragimova '45 , sjálfsmark 0-3
0-4 Elín Metta Jensen '50
0-5 Alexandra Jóhannsdóttir '81
Jón Þór Hauksson '85
0-6 Margrét Lára Viðarsdóttir '94
08.10.2019  -  17:00
Daugava leikvangurinn í Liepaja
Undankeppni EM kvenna
Aðstæður: Flóðljós, rigning og 7 gráður
Dómari: Vivian Peeters (Holland)
Áhorfendur: Um 60
Maður leiksins: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Byrjunarlið:
12. Marija Ibragimova (m)
2. Anna Krumina
4. Eliza Spruntule
5. Kristine Girzda
6. Olga Matisa ('63)
7. Laura Sondore ('45)
10. Anastasija Rocane
13. Sandra Voitane
14. Olga Sevcova
18. Anna Marija Valaka ('87)
19. Karlina Miksone

Varamenn:
1. Vaivode Enija-Anna (m)
23. Sintija Redzoba (m)
8. Viktorija Zaicikova
9. Anastasija Cemirtane
11. Renate Fedotova ('63)
15. Ligita Tumane ('45)
16. Nelle Treimane ('87)
17. Ksenija Nagle

Liðsstjórn:
Didsiz Matiss (Þ)

Gul spjöld:
Sandra Voitane ('17)
Karlina Miksone ('28)
Anna Krumina ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggt og sannfærandi á lélegum velli, gegn lélegu liði. Skylduverkið var klárað á faglegan hátt í Liepaja. Viðtöl og fleira gotterí kemur inn í kvöld.
94. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
MLV9 á lokaorðið!!! Klárar þetta listilega vel. Gunnhildur Yrsa átt góðar fyrirgjafir í kvöld!
91. mín
Erum búin að sigla inn í uppbótartíma og bæði lið bara að bíða eftir því að sú hollenska flauti þetta af.
87. mín
Inn:Nelle Treimane (Lettland) Út:Anna Marija Valaka (Lettland)
85. mín Rautt spjald: Jón Þór Hauksson (Ísland)
Rekinn upp í stúku! Þurfum að fá skýringar á þessu á eftir.
85. mín
Lettar fá hornspyrnu. Smá ógn úr henni en þó ekki mikil.
81. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Þarna kom loksins fimmta markið! Alexandra skorar í sínum fyrsta mótsleik fyrir landsliðið og sínum fimmta landsleik. Hennar fyrsta mark fyrir Ísland.

Fékk sendingu frá Berglindi í teignum og skoraði með góðu skoti.
78. mín
Leikurinn búinn að vera stöðvaður nokkrum sinnum í seinni hálfleik því leikmenn Letta eru duglegir að liggja á grasinu og biðja um aðhlynningar. Vel þreytt dæmi.
77. mín
Fanndís með fast skot af löngu færi sem Ibragimova ver.
73. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
73. mín
Alexandra í dauðafæri en skaut framhjá!
72. mín
Margrét Lára með skot sem er varið. Ísland átt 25 marktilraunir samkvæmt tölfræði UEFA en Lettland 4 tilraunir.
69. mín
Alexandra með skot sem er varið, frábær sókn hjá íslenska liðinu.
68. mín
Inn:Rakel Hönnudóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Rakel að spila sinn 100. landsleik.
68. mín
Inn:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
67. mín
Í kjölfarið á hornspyrnu á Glódís skot framhjá.
66. mín Gult spjald: Anna Krumina (Lettland)
64. mín
Lettland fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Olga Sevcova með skot sem fer í ÞVERSLÁNA! Þetta var óvænt.
63. mín
Inn:Renate Fedotova (Lettland) Út:Olga Matisa (Lettland)
61. mín
ALEXANDRA!!! Flott færi en Marija nær að verja. Alexandra er að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Ísland.
59. mín
Fimmta mark Íslands liggur í loftinu. Bara spurning hver mun skora það. Lettarnir halda áfram að vera í skotgröfunum.
55. mín
Fanndís með skot. Hátt yfir markið.
54. mín
Alexandra með hættulega marktilraun en boltinn í hliðarnetið.
53. mín
Ísland heldur áfram að sækja og sækja.

Þess má geta að eftir að hafa textalýst fyrri hálfleiknum utandyra þá er ég núna mættur inn í hlýjuna. Huggulegt glerbox sem er fyrir fjölmiðlamenn hérna.
50. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
Lettar ná ekki að koma boltanum í burtu eftir að Hlín átti skalla og boltinn skoppar um teiginn. Elín fær hann á endanum og klárar af miklu öryggi!
49. mín
Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum er alveg gígantískur. Bara spurning hversu stór þessi íslenski sigur verður.
47. mín
Hlín vinnur hornspyrnu. Hallbera mætir á vettvang til að taka hornið en fyrirgjöf hennar fer afturfyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Öruggt hjá okkar stelpum... en guð minn góður. Lettland getur ekkert.
45. mín SJÁLFSMARK!
Marija Ibragimova (Lettland)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
SPRELLIMARK!!!!

Fanndís skorar beint úr hornspyrnu. Marija Ibragimova lítur kjánalega út í markinu og kýlir boltann inn. Á barmi þess að teljast sjálfsmark.

Uppfært: Eftir að hafa ráðlagt mig við VAR herbergið í Reykjavík þá skráist þetta sjálfsmark. Boltinn ku hafa verið á leið framhjá þegar markvörðurinn slær boltann inn.
45. mín
Inn:Ligita Tumane (Lettland) Út:Laura Sondore (Lettland)
42. mín
Naujjjj Lettland með marktilraun!!! Skot af löngu færi úr aukaspyrnu sem fór yfir.
36. mín
Leikmaður Letta sem þurfti aðhlynninguna áðan er mættur aftur inn. Lenti í drullupollinum í markteignum og treyjan hennar er nánast meira brún en hvít. Meiri drullan!
34. mín
Ísland hefur átt 11 marktilraunir. Lettland 0 marktilraunir. Það segir nánast alla söguna!
33. mín
Leikurinn stopp því leikmaður Letta þarf aðhlynningu.
32. mín
Skot af löngu færi. Hallbera með skotið en Marija Ibragimova ver í horn. Ekkert verður merkilegt upp úr horninu.
29. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
FORYSTAN TVÖFÖLDUÐ!!!

Hallbera með sendingu úr aukaspyrnunni, Dagný Brynjarsdóttir ákveðnust og stangar boltann í fjærhornið. Skoraði nánast með grímunni eins og Kristjana spáði!
28. mín Gult spjald: Karlina Miksone (Lettland)
Brot rétt fyrir utan teig vinstra megin.
27. mín
Hlín með skot en kraftlítið og beint á lettneska markvörðinn. Nota tækifærið og minni á kassmerkið #fotboltinet ef fólk hefur innlegg í umræðuna á Twitter.
26. mín
Hlín með góðan sprett en rennur svo í skotinu og boltinn í varnarmann.
24. mín
Áfram heldur Gunnhildur Yrsa að koma með hættulega bolta inn í teiginn. Dagný nú með skalla yfir markið.
23. mín
Fanndís með skalla en nær ekki sama krafti og áðan. Beint á markvörð Lettlands.
22. mín
Ísland reynir að koma inn öðru marki en Lettland hefur enn ekki átt marktilraun.
21. mín
Fanndís nú með fyrirgjöf frá vinstri en Ibragimova handsamar knöttinn.
17. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Stoðsending: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
FANNDÍS SKORAR MEÐ SKALLA FRÁ FJÆRSTÖNGINNI! SLÁIN INN!!!

Frábær fyrirgjöf frá hægri! Gunnhildur Yrsa var sett í hægri bakvörð til að koma með svona bolta inn í teiginn!
17. mín Gult spjald: Sandra Voitane (Lettland)
Fyrir brot.
16. mín
Lettar fá aukaspyrnu og Jón Þór öskrar "Ertu að djóka??? Það er ekkert á þetta!!!" á íslensku. Ætla að leyfa mér að efast um að hollenski dómarinn hafi skilið þetta en jæja.
13. mín
Dagný átti skottilraun áðan en beint á Ibragimovu í marki Letta.
12. mín
Alexandra með skot í hliðarnetið! Hallbera með hættulega sendingu. Ísland stjórnar leiknum eins og við var búist og lettneska liðið er í skotgröfunum.
10. mín
Eins og ég hef tönglast á þá er völlurinn alveg skelfilegur, og hann verður bara verri með hverri mínútunni.
8. mín
Alexandra fær boltann í teignum eftir horn en skýtur í varnarmann.
6. mín
ÍSLAND GERIR TILKALL TIL AÐ FÁ VÍTI!!!

Olga Matisa virðist brjóta klaufalega á Hlín rétt fyrir innan teiginn en ekkert er dæmt. Jón Þór lætur í sér heyra og fær tiltal frá fjórða dómara.
5. mín
Hallbera með háa fyrirgjöf sem endar ofan á þaknetinu.
4. mín
Íslenska liðið dælir boltum í teiginn hér í upphafi en vallaraðstæður eru þegar farnar að hafa áhrif. Leikmenn eru að renna á erfiðum vellinum. Ísland fékk horn sem varð svo að öðru horni.
2. mín
Fyrsta fyrirgjöf íslenska liðsins komin. Það verður mikið um fyrirgjafir í þessum leik samkvæmt leikplani Jóns Þórs. Markvörður Letta kýldi boltann í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!!!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru að baki. Það má heyra saumnál detta í stúkunni. Aðeins í kringum 60 áhorfendur eru mættir! Fullt af lausum sætum.
Fyrir leik
Úfff... eftir smá upphitun er völlurinn þegar orðinn mun verri! Afskaplega brúngrænn. Þetta verður ekki fagurt í kvöld. En endar vonandi með þremur stigum til Íslands!
Fyrir leik
Spákona leiksins er Kristjana Arnarsdóttir á RÚV en hún spáir því að Ísland taki hér 3-0 sigur. "Mettan skorar tvo og Dagný skorar eitt með grímunni."

Svo biður Óskar Nikulásson að heilsa heim til Íslands! Hann kemur ekki strax heim eftir þessa ferð því hann er að fara til Póllands á morgun.
Fyrir leik
Styttist í leik. Leikurinn verður flautaður á klukkan 20:00 að staðartíma. Flóðljósaleikur og völlurinn er rennandi blautur. Það heldur áfram að rigna. Líklegt að þetta verði drullug barátta þegar upp verður staðið!
Fyrir leik
Fyrir leik
Jón Þór Hauksson hefur opinberað byrjunarliðið. Gunnhildur Yrsa leikur í bakverðinum í dag og Dagný Brynjarsdóttir kemur inn í byrjunarliðið frá Frakkaleiknum.

Alexandra er áfram í byrjunarliðinu en Ingibjörg Sigurðardóttir fer á bekkinun.
Fyrir leik
Íslenska landsliðið mun leggja áherslu á að fá inn góðar fyrirgjafir í teiginn í Liepaja í dag.

"Ég geri ráð fyrir því að Lettar muni liggja mjög djúpt til baka. Við þurfum að fara utan á þær og vera klárar í teignum. Í leik okkar gegn Slóvakíu vorum við ekki nægilega ánægð með hreyfingarnar okkar inni í vítateignum og grimmd okkar þar. Við þurfum að vera þyrstar í boltann," segir Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari en viðtalið við hann má sjá í heild sinni með því að smella hérna.
Fyrir leik
Þetta er annar leikur íslenska liðsins í þessum glugga. Á föstudaginn töpuðu stelpurnar okkar fyrir sterku liði Frakklands 4-0 í vináttulandsleik. Okkar lið sá ekki til sólar í þeim leik en það er allt annað verkefni uppi á teningnum í dag. Það er komið að okkur að vera stóra liðið.
Fyrir leik
"Við eigum bara að vinna þennan leik. En þær komust yfir gegn Svíþjóð og þær sænsku áttu erfitt með að brjóta þær niður. Það er bara verkefni fyrir okkur að sýna okkar styrkleika, sérstaklega sóknarlega," segir Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Íslands.
Fyrir leik
Lettar töpuðu fyrir Slóvakíu á dögunum og eru án stiga eftir tvær umferðir. Íslenska liðið hefur unnið báða leiki sína og krafan á okkar stelpur eru að skila þriðja sigrinum í hús hér í dag.

Leikurinn hefst 20:00 að staðartíma en 17:00 að íslenskum tíma.
Fyrir leik
Velkomin með okkur til Liepaja í suðurhluta Lettlands. Daugava leikvangurinn liggur við Eystrarsaltið og þar eru stelpurnar okkar að fara að mæta Lettlandi. Dómarar leiksins koma frá Hollandi en þar fer fremst í flokki með flautuna hún Vivian Peeters.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('68)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('68)
16. Elín Metta Jensen ('73)
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Ásta Eir Árnadóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('68)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('73)
17. Agla María Albertsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('68)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Ian David Jeffs

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Jón Þór Hauksson ('85)