Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 07. október 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Jón Þór: Gerum ekki ráð fyrir leiftrandi sambafótbolta hérna
Icelandair
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari er brattur fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Jón Þór rétt fyrir æfingu í dag.

„Ég geri ráð fyrir því að Lettar muni liggja mjög djúpt til baka. Við þurfum að fara utan á þær og vera klárar í teignum. Í leik okkar gegn Slóvakíu vorum við ekki nægilega ánægð með hreyfingarnar okkar inni í vítateignum og grimmd okkar þar. Við þurfum að vera þyrstar í boltann," segir Jón Þór.

„Lettar hafa byrjað leikina sína mjög sterkt og komist yfir í öllum leikjunum."

Ljóst er að vallaraðstæður verða ekki upp á það besta á morgun, völlurinn er laskaður og spáð er rigningu á meðan leik stendur.

„Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekkert. Það er einbeiting á það sem við erum að gera og við höfum það mikla reynslu í okkar hópi að það á ekki að hafa áhrif. Við höldum okkar rútínu fyrir leik," segir Jón Þór.

„Þessi leikur mun mikið snúast um fyrirgjafirnar hjá okkur. Við gerum ekki ráð fyrir því að koma hingað til Lettlands til að spila leiftrandi sambafótbolta. Við þurfum að láta boltann ganga hratt í fáum snertingum og auðvitað viljum við að völlurinn sé eins góður og kostur er."

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jón Þór meðal annars um vináttulandsleikinn gegn Frakklandi, stöðuna á hópnum og grímuna sem Dagný Brynjarsdóttir þarf að æfa og spila með.
Athugasemdir
banner
banner