Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 07. október 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Jón Þór: Gerum ekki ráð fyrir leiftrandi sambafótbolta hérna
Icelandair
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari er brattur fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Jón Þór rétt fyrir æfingu í dag.

„Ég geri ráð fyrir því að Lettar muni liggja mjög djúpt til baka. Við þurfum að fara utan á þær og vera klárar í teignum. Í leik okkar gegn Slóvakíu vorum við ekki nægilega ánægð með hreyfingarnar okkar inni í vítateignum og grimmd okkar þar. Við þurfum að vera þyrstar í boltann," segir Jón Þór.

„Lettar hafa byrjað leikina sína mjög sterkt og komist yfir í öllum leikjunum."

Ljóst er að vallaraðstæður verða ekki upp á það besta á morgun, völlurinn er laskaður og spáð er rigningu á meðan leik stendur.

„Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekkert. Það er einbeiting á það sem við erum að gera og við höfum það mikla reynslu í okkar hópi að það á ekki að hafa áhrif. Við höldum okkar rútínu fyrir leik," segir Jón Þór.

„Þessi leikur mun mikið snúast um fyrirgjafirnar hjá okkur. Við gerum ekki ráð fyrir því að koma hingað til Lettlands til að spila leiftrandi sambafótbolta. Við þurfum að láta boltann ganga hratt í fáum snertingum og auðvitað viljum við að völlurinn sé eins góður og kostur er."

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jón Þór meðal annars um vináttulandsleikinn gegn Frakklandi, stöðuna á hópnum og grímuna sem Dagný Brynjarsdóttir þarf að æfa og spila með.
Athugasemdir
banner
banner