Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 07. október 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Jón Þór: Gerum ekki ráð fyrir leiftrandi sambafótbolta hérna
Icelandair
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari er brattur fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Jón Þór rétt fyrir æfingu í dag.

„Ég geri ráð fyrir því að Lettar muni liggja mjög djúpt til baka. Við þurfum að fara utan á þær og vera klárar í teignum. Í leik okkar gegn Slóvakíu vorum við ekki nægilega ánægð með hreyfingarnar okkar inni í vítateignum og grimmd okkar þar. Við þurfum að vera þyrstar í boltann," segir Jón Þór.

„Lettar hafa byrjað leikina sína mjög sterkt og komist yfir í öllum leikjunum."

Ljóst er að vallaraðstæður verða ekki upp á það besta á morgun, völlurinn er laskaður og spáð er rigningu á meðan leik stendur.

„Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekkert. Það er einbeiting á það sem við erum að gera og við höfum það mikla reynslu í okkar hópi að það á ekki að hafa áhrif. Við höldum okkar rútínu fyrir leik," segir Jón Þór.

„Þessi leikur mun mikið snúast um fyrirgjafirnar hjá okkur. Við gerum ekki ráð fyrir því að koma hingað til Lettlands til að spila leiftrandi sambafótbolta. Við þurfum að láta boltann ganga hratt í fáum snertingum og auðvitað viljum við að völlurinn sé eins góður og kostur er."

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jón Þór meðal annars um vináttulandsleikinn gegn Frakklandi, stöðuna á hópnum og grímuna sem Dagný Brynjarsdóttir þarf að æfa og spila með.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner