Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
KA
1
0
Grótta
Steinþór Freyr Þorsteinsson '91 1-0
18.07.2020  -  16:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Norðanvindur og 5° hiti. Það er júlí.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Rodrigo Gomes Matejo
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('85)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Almarr Ormarsson (f) ('85)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Mikkel Qvist
22. Hrannar Björn Steingrímsson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('93)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
17. Ýmir Már Geirsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('85)
25. Jibril Antala Abubakar ('93)
29. Adam Örn Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('85)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Gunnar Örvar Stefánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Branislav Radakovic
Stefán Sigurður Ólafsson
Baldur Halldórsson

Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('47)
Ásgeir Sigurgeirsson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Arnar Grétarsson fagnar sigri í fyrsta leik sem þjálfari KA! Þeir þurfti að bíða lengi eftir sigurmarkinu, en það kom frá varamanninum Steinþóri.
Þessi leikur var jafn og spennandi og settu stuðningsmenn Gróttu sterkan svip sinn á leikinn. KA eiga næst útileik gegn FH og Gróttumenn fá Víking R. í heimsókn.
95. mín
Gróttumenn eru ekki mjög lausnamiðaðir hér í restina. Þetta er að sigla í höfn hjá KA.
93. mín
Inn:Kieran Mcgrath (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
93. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Grótta) Út:Sigurvin Reynisson (Grótta)
93. mín
Inn:Jibril Antala Abubakar (KA) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA)
92. mín
KA menn fögnuðu sem óðir væru eðlilega. En nú verða Gróttumenn að taka áhættur!
91. mín MARK!
Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Stoðsending: Guðmundur Steinn Hafsteinsson
STEINÞÓR FREYR SKORAR!!!! Hrannar Björn á fína fyrirgjöf með vinstri inná teig og þar rís Guðmundur Steinn hæst, hann stangar boltann inní markteig og þar mætir Steinþór og skallar boltann framhjá Hákoni! 1-0!
89. mín
Innkastið var hættulegt en boltinn endar þó aftur fyrir og Pétur dæmir markspyrnu, þrátt fyrir mótmæli KA manna um að þeir ættu skilið horn nr. 2049.
88. mín
Guðmundur Steinn á laust skot sem fer af Gróttumanni og annað horn staðreynd. Ekkert kemur uppúr horninu, en Mikkel Qvist undirbýr nú langt innkast.
87. mín
Hrannar á fína fyrirgjöf frá hægri en Gróttumenn hreinsa í horn.
85. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Tvöföld skipting hjá KA mönnum. Hallgrímur hefur verið frískastur KA manna, en nú er að sjá hvort að Steinþór og Sveinn geti blásið lífi í sóknarleik KA síðustu mínúturnar.
85. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
85. mín
Jajalo liggur svo eftir. Sá ekki hvort einhver lenti í honum.
84. mín
Axel keyrir á Andra Fannar og vinnur horn. Kristófer flýtir sér hægt að boltanum. Hornið er beint í fangið á Jajalo.
82. mín
Andri Fannar fær á sig aukaspyrnu og Grótta eru í góðri fyrirgjafastöðu úti á hægri kantinum, upp við vítateig KA. Aukaspyrna Kristófers Melsteð er vægast sagt léleg.
80. mín
Ekki mikill broddur í sóknarleik liðanna þessa stundina.
77. mín
Gróttumennn fá horn. Þeir hafa ógnað mikið í þeim hingað til. Jajalo gerir mjög vel í að kýla boltann burt, afar aðþrengdur í markteignum.
74. mín
PÉTUR Í DAUÐAFÆRI! Hann fær frábæra fyrirgjöf frá Ástbirni og er aleinn á fjærstönginni, en nær engum krafti í skallann og Jajalo grípur boltann.
73. mín
Aukaspyrna Hallgríms fer beint í vegginn.
72. mín
Hákon Rafn lendir í vandræðum með aukaspyrnu Hallgríms! Og þar fá KA menn horn sem að þeir í kjölfarið fá svo aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað eftir hornspyrnuna.
70. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Fyrsta breyting leiksins.
68. mín Gult spjald: Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Skyldubrot til að stoppa skyndisókn Gróttu.
67. mín
AXEL SLEPPUR EINN Í GEGN! Hann er einfaldlega sterkari en Mikkel Qvist og Qvist er heppinn að sleppa við það að fá á sig víti! Jajalo ver frá Axeli sem fær boltann aftur og neglir í Qvist og vill hendi, en það var aldrei hendi.
64. mín
Jajalo liggur í grasinu eftir skógarferð. Hann stendur þó fljótt á fætur.
61. mín
Hallgrímur Mar snýr sig útúr hverri pressunni af fætur annarri og vinnur aukaspyrnu inná miðjum vallarhelmingi Gróttu. Þetta var fallegt að sjá.
60. mín
BRYNJAR Í FRÁBÆRU FÆRI! Valtýr Már fær boltann á afar viðkvæman stað og KA menn fá flugbraut upp hægri kantinn. Þar fær Bjarni tíma og rúm til að negla boltanum inní box beint á Brynjar. Hann stýrir boltanum að markinu, en Gróttumenn komast fyrir skotið sem hefði klárlega farið inn.
59. mín
Bjarni Aðalsteinsson á frábæra skiptingu á Almarr sem kom á fljúgandi siglingu upp vinstri kantinn. Hann nær hinsvegar ekki að setja boltann á markið og KA fær enn eina hornspyrnuna.
57. mín
Hallgrímur með fyrirgjöf frá hægri kantinum sem að Gróttumenn koma ekki burt. Almarr nær örlitlu valdi á boltanum og á skot að marki sem dettur milli Hákons og Guðmundar Steins. Guðmundur fer í Hákon en er bara dæmdur rangstæður, en ekki brotlegur.
54. mín
Rodri liggur nú eftir og þarf á aðhlynningu að halda.
52. mín
Hallgrímur gerir vel í að koma sér í fyrirgjafastöðu eftir að hornið var skallað burt, en ágætis fyrirgjöf hans siglir framhjá öllum og Grótta fær markspyrnu.
51. mín
Hallgrímur sækir aukaspyrnu úti á hægri kanti af harðfylgi og Sigurvin Reynisson, fyrirliði Gróttu er ekki sáttur. KA fá horn uppúr darraðadansinum inná teig eftir aukaspyrnuna.
48. mín
KA í mjög álitlegri sókn sem að Pétur stoppar vegna höfuðmeiðsla Ástbjörns. Sem betur fer er hann heill heilsu og getur haldið áfram.
47. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)
Reynir að stoppa skyndisókn Gróttu sem endaði með því að Hrannar hreinsaði boltann burt á síðustu stundu!
46. mín
Þá förum við aftur af stað. KA menn eru með sterkan meðvind í bakið.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Pétur til hálfleiks. Leikurinn hefur verið ágætis skemmtun. Bæði lið fengið tækifæri til þess að komast yfir. KA menn ívið sterkari fyrri hluta leiks en Grótta unnu sig hægt og bítandi inní leikinn og hafa verið betri síðustu 20 mínútur.
Það verður allt lagt í sölurnar í síðari hálfleik.
44. mín
Leikurinn er í jafnvægi núna. Grótta mæta KA núna ofar á vellinum og hafa öðlast meira sjálfstraust til að halda boltanum.
41. mín
JAJALO Í RUGLINU! Kemur hár bolti aftur fyrir vörn KA manna og Jajalo hleypur út á móti og hittir boltann vægast sagt hræðilega með þeim afleiðingum að boltinn flýgur í átt að marki KA. og Mikkel Qvist nær svo að skalla boltann burt rétt áður en Karl Friðleifur nær til boltans og Karl er dæmdur brotlegur.
40. mín
Brynjar Ingi með frábæra tæklingu! Axel virtist vera að vinna kapphlaupið við hann um boltann, sem hefði komið honum einum í gegn en Brynjar tímasetti tæklinguna fullkomlega.
36. mín
Grótta hafa náð að halda boltanum mun betur síðustu 10 mínúturnar og verið hættulegri en KA.
35. mín
Spyrna Kristófers er beint í vegginn, en þeir koma boltanum fyrir rest inní teig en skalli Arnars er langt yfir.
34. mín
Qvist brýtur af sér rétt fyrir utan vítateig KA, úti á hægri kantinum.
33. mín
Það er martröð að glíma við þessi föstu leikatriði hjá Gróttu. Risastórir og sterkir.
32. mín
Gróttumenn fá aðra hornspyrnu. Ástbjörn er þeirra hættulegasti maður, frábærar fyrirgjafir!
31. mín
Arnar Þór Helgason skallar rétt yfir! Gróttumenn hrúga leikmönnum inní markteig og uppskera næstum því mark fyrir.
31. mín
Nú fá Gróttumenn hornspyrnu. Qvist klaufalegur þarna.
30. mín
Ástbjörn á flotta fyrirgjöf á Pétur Theódór en Jajalo nær að slá boltann burt.
25. mín
ÁSGEIR MEÐ ÞRUMUFLEYG Í SLÁ! Hann klippir inn af vinstri kantinum og sveigir boltanum í fjærhornið rétt fyrir utan vítateig, en tréverkið bjargar gestunum í þetta skiptið! Almarr Ormarsson var fyrstur á frákastið en Gróttumenn fórnuðu lífi og limum til að komast í veg fyrir boltann.
21. mín
Þetta er fljótt að gerast. KA menn hafi verið með boltann sirka 95% en Grótta eru næst því að komast yfir.
19. mín
GRÓTTA SKJÓTA Í STÖNGINA! Þetta kom uppúr engu! Kristófer Orri fær boltann og í einhverju klafsi nær hann góðu skoti framhjá Jajalo í markinu, en tréverkið bjargar KA!
18. mín
Hrannar á fyrirgjöf sem Ástbjörn Þórðarson skallar útí teiginn. Þar kemur Almarr askvaðandi og tekur boltann á lofti. Hann hittir boltann ágætlega en Hákon ver skotið örugglega.
17. mín
Stuðningsmenn Gróttu syngja "Þykjumst eins og við höfum skorað" og tryllast úr fögnuði.
15. mín
Andri Fannar á fyrirgjöf frá vinstri inní teig og Brynjar Ingi virðist vera togaður niður, en ekkert dæmt.
14. mín
Hallgrímur á flotta fyrirgjöf beint á kollinn á Guðmundi. Hann skallar í varnarmann Gróttu og aftur fyrir. Enn ein hornspyrnan, sem endar með annarri hornspyrnu...
13. mín
Aukaspyrnu Hallgríms er rétt framhjá! Setti hann í markmannshornið og Hákon fylgdi boltanum alla leið.
12. mín
Bjarni Aðalsteinsson sýnir frábær tilþrif úti á vinstri kanti og kemur boltanum á Guðmund Stein. Hann fiskar aukaspyrnu á frábærum stað fyrir Hallgrím Mar.
10. mín
Smá skallatennis myndast inná teig Gróttu en Rodri er að lokum dæmdur brotlegur.
9. mín
KA menn halda stífri pressu á Gróttu og sækja á mörgum mönnum. Þeir uppskera þriðja hornið.
9. mín
Ég get ekki hrósað stuðningsfólki Gróttu nóg fyrir þá stemningu sem þau eru að skapa. Þetta er frábært!
8. mín
Bræðurnir Hrannar og Hallgrímur hælsenda á milli sín skemmtilega úti á hægri kantinum áður en Hrannar á fast vinstri fótar skot beint á Hákon Rafn í markinu.
6. mín
KA fá aðra hornspyrnu. Hún er skölluð frá.
4. mín
Ekkert kemur úr horninu, en KA menn halda fínni pressu á Gróttu til að byrja með í þessum leik.
3. mín
Hrannar á hættulega fyrirgjöf sem rennur í gegnum allan teig Gróttu og Bjarni reynir svo að búa sér til skot, en KA menn fá hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Guðmundur Steinn Hafsteinsson kemur leiknum af stað!
Fyrir leik
Margir Seltirningar mættir í blíðuna á Akureyri. Vonandi verður góð stemning á leiknum og við fáum að sjá fínan fótbolta!
Fyrir leik
Ég sé kerfi KA sem 4-3-3. Enginn náttúrulegur vinstri bakvörður í byrjunarliði KA og ég skýt því á að annaðhvort Hrannar Björn eða Andri Fannar leysi þá stöðu.
Fyrir leik
Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Álasund var fenginn til þess að spá í 7. umferð Pepsi Max deildarinnar og spáir hann KA 2-0 heimasigri.

,,Það er stígandi í þessu hjá Gróttu finnst mér. KA menn sigla þessu samt heim á grasinu á Akureyrarvelli og 3 stig í fyrsta leik hjá Adda G.''

Fyrir leik
Óli Stefán sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem að hann þakkaði fyrir sig. Hann talaði í skemmtilegu myndmáli og sagði að sér hefði verið treyst fyrir því að stýra skútunni ákveðna leið, þó leiðin hafi kannski ekki alltaf verið bein þá hefði stefnan ávallt verið skýr.
Hann lýsti því sem forréttindum að hafa fengið að stýra KA og að hafa unnið með fólkinu í kringum félagið.

,,Nú tekur nýr skipstjóri við og ég óska honum alls hins besta með þá heitu ósk um að hann komi skútunni í þá leið sem óskað er eftir. Það mikilvægasta hjá mér er að fara yfir liðinn tíma með gagnrýnis gleraugun á. Ég þarf að skoða þau mistök sem að ég hef sjálfur gert. Sumt sé ég mjög skýrt nú þegar en það tek ég með mér áfram og læri af.''

Fyrir leik
KA menn tilkynntu í miðri viku að Óli Stefán Flóventsson væri hættur þar sem að báðir aðilar töldu að þörf væri á breytingum.
Samdægurs var það svo staðfest að Arnar Grétarsson væri staðgengill Óla Stefáns og myndi taka við út tímabilið.

Varðandi hvernig ráðningin hefði komið til sagði Arnar:

,,Aðdragandinn var eins stuttur og þeir gerast. Ég heyrði í þeim í gær. Þetta gerðist einn, tveir og bingó.''

Arnar var svo spurður í lok viðtals hvort að möguleikinn væri fyrir hendi að vera lengur en út tímabilið.

,,Við ætlum að skoða það þegar nær dregur. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum. Við ætlum að byrja á þessu. Við vorum sammála um það. Svo tökum við næstu skref í framhaldinu.''

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Fyrir leik
Seltirningar nældu í sinn fyrsta sigur í 5. umferð þegar þeir unnu góðan útisigur á Fjölni. Áður höfðu þeir gert 4-4 jafntefli við HK í frábærum fótboltaleik, en fengu svo skell í síðasta leik þegar að þeir urðu ÍA að bráð - 4-0 var niðurstaðan þar. Gróttuliðið hefur verið að tapa leikjum sínum ansi stórt þegar leikirnir hafa tapast, en ég býst við hörkuleik hér í dag.

Það er mikið undir og bæði lið munu selja sig dýrt til að ná í stigin þrjú.
Fyrir leik
KA menn eru í dauðaleit að sínum fyrsta sigri og voru grátlega nærri því að landa honum þegar Breiðablik mætti í heimsókn og gerði dramatískt 2-2 jafntefli, þar sem að bæði lið skoruðu í uppbótartíma. Það loðir oft við lið neðarlega í töflunni að lítið detti með þeim og það reyndist hverju orði sannara þann daginn.
Síðan þá hafa Akureyringar tapað 4-1 fyrir Fylki og gert 1-1 jafntefli við neðsta lið deildarinnar, Fjölni.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Gróttu í Pepsi Max deild karla.

Leikurinn er sannkallaður sex stiga leikur þar sem að Grótta getur með sigri slitið sig örlítið frá neðstu liðunum tveimur, KA og Fjölni. KA menn eiga þó leik til góða.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason
2. Arnar Þór Helgason
5. Patrik Orri Pétursson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('93)
9. Axel Sigurðarson
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('70)
19. Kristófer Melsted
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson ('93)

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson
17. Kieran Mcgrath ('93)
19. Axel Freyr Harðarson ('93)
21. Óskar Jónsson
29. Óliver Dagur Thorlacius ('70)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: