Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. júlí 2020 11:15
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán hættur sem þjálfari KA (Staðfest)
Báðir aðilar töldu þörf á breytingum
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson er hættur sem þjálfari KA en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Gengi KA það sem af er tímabili er ekki ásættanlegt og telja báðir aðilar nauðsynlegt að gera þessar breytingar," segir í tilkynningunni.

KA er í ellefta sæti Pepsi Max-deildarinnar og er án sigurs í fimm fyrstu leikjum sínum með þrjú stig. Síðasti leikur liðsins undir stjórn Óla Stefáns var jafnteflisleikur gegn Fjölni en liðið mun leika heimaleik gegn Gróttu á laugardaginn.

Yfirlýsing frá KA
Knattspyrnudeild KA og Óli Stefán Flóventsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Óla hjá félaginu.

Gengi KA það sem af er tímabili er ekki ásættanlegt og telja báðir aðilar nauðsynlegt að gera þessar breytingar til að liðið nái sér á strik og sýni sinn rétta styrk. Liðið náði fimmta sæti undir stjórn Óla Stefáns í fyrra sem er besti árangur félagsins síðan félagið kom aftur upp í deild hinna bestu á Íslandi.

Stjórn Knattspyrnudeildar KA þakkar Óla Stefáni fyrir framlag sitt til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Félagið mun nú þegar skoða sín mál varðandi þjálfun liðsins og mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner