Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þór
1
3
Keflavík
Alvaro Montejo '17 1-0
1-1 Joey Gibbs '31
1-2 Nacho Heras '36
1-3 Joey Gibbs '45
07.09.2020  -  17:30
Þórsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: 6° hiti og vindur. Haustið maður.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 195
Maður leiksins: Joey Gibbs
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Sigurjónsson
Emanuel Nikpalj ('57)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('79)
5. Loftur Páll Eiríksson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
15. Guðni Sigþórsson ('57)
16. Jakob Franz Pálsson ('72)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('57)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
6. Ólafur Aron Pétursson ('57)
8. Nikola Kristinn Stojanovic ('79)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('57)
14. Jakob Snær Árnason ('57)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Iðunn Elfa Bolladóttir
Birkir Hermann Björgvinsson
Gestur Örn Arason

Gul spjöld:
Sigurður Marinó Kristjánsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Keflavíkur staðreynd! Þeir lentu undir en létu það ekki á sig fá og skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik sem kláruðu leikinn. Þórsarar eru svo gott sem dottnir úr baráttunni um sæti í efstu deild. Keflvíkingar stökkva upp í 2. sætið með leik til góða.
91. mín
Jakob Snær með GEGGJAÐAN sprett! Leikur vörn Keflavíkur sundur og saman og kemst inná teiginn. Þar neglir hann á markið en Sindri ver í horn!
90. mín
4 mínútum bætt við.
88. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
87. mín
Þarna munaði litlu að Nacho skoraði sjálfsmark sumarsins! Nacho gefur einfalda sendingu aftur á Sindra, sem ætlar að taka á móti boltanum. Það fer ekki betur en svo að óslétta á vellinum lætur boltann skoppa yfir löpp Sindra og hann nær að hreinsa boltann útaf rétt áður en hann lekur yfir línuna!
87. mín
Þórsarar mása og blása en þeir hafa ekki náð að skapa sér mikið.
83. mín
Sindri Kristinn grípur djúpa fyrirgjöf og lendir illa. Hann virðist þó ætla að harka af sér og halda áfram.
81. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Brýtur á Davíð Snæ.
81. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
79. mín
Inn:Nikola Kristinn Stojanovic (Þór ) Út:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
79. mín
Eftir fáránlegan skallatennis á miðjunni þá sleppur Ari Steinn í gegn og er í dauðafæri en setur boltann framhjá!
76. mín
Frábær sprettur hjá Alvaro, sem kemur honum á Jóhann Helga. Jóhann á gott skot en Sindri ver það vel í horn!
72. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Jakob Franz Pálsson (Þór )
70. mín
Jakob Franz liggur eftir og er hjálpað útaf vellinum. Vonandi nær hann sér fljótt.
70. mín
Inn:Tristan Freyr Ingólfsson (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
65. mín
Vel varið hjá Sindra! Bjarki Þór Viðarsson á snöggt innkast upp kantinn á Jakob Snæ sem klippir inn á vinstri löppina og á fínasta skot á mark Keflvíkinga. Sindri tekur þokkalega sjónvarpsvörslu og blakar boltanum yfir!
64. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)
Togar í Jóhann Helga.
62. mín
Lítið um opnanir þessa stundina, en baráttan er til fyrirmyndar.
58. mín
Þórsarar gera þrefalda skiptingu og eftir hana á Sigurður Marinó afleita aukaspyrnu í vegginn.
57. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Guðni Sigþórsson (Þór )
57. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
57. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (Þór ) Út:Emanuel Nikpalj (Þór )
56. mín
Alvaro er tekinn niður rétt fyrir utan teig. Keflvíkingar brjálaðir og vilja meina að Spánverjinn hafi dýft sér.
54. mín
Ótrúlegt miðjumoð síðustu mínútur og liðin hreinlega vilja ekki taka snertingu á boltanum, nema þá til að sparka eða skalla boltann hátt upp í loftið.
50. mín
Jakob Franz á góðan sprett og setur hann á Fannar á hægri kantinum. Fannar á flotta fyrirgjöf þvert fyrir markið en Anton Freyr kemur boltanum í horn á síðustu stundu.
47. mín
Aftur ver Aron Birkir! Rúnar Þór á fast skot utan af velli og Aron ver það í horn.
46. mín
Nú byrja Keflvíkingar á að fá færi í upphafi hálfleiks! Aron Birkir missir fyrirgjöf Rúnars Þórs og boltinn dettur fyrir Dag Inga. Hann leggur boltann fyrir sig en Aron Birkir er fljótur út á móti og ver skot hans!
46. mín
Kian kemur seinni hálfleiknum af stað.
45. mín
Hálfleikur
Keflvíkingar hafa snúið þessum leik algjörlega á haus eftir að Alvaro Montejo kom Þórsurum yfir. Nú þurfa heimamenn að klífa nokkuð bratta brekku til að koma sér aftur inn í leikinn.
Þrælskemmtilegur leikur og vonandi fleiri mörk í boði í seinni hálfleik!
45. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
ÞVÍLÍKT MARK!!! Kian setur Hermann Helga undir mikla pressu og hann hreinsar boltann illa frá. Joey Gibbs tekur boltann niður á kassann og leyfir boltanum að skoppa einu sinni áður en hann þrumar boltanum með vinstri af D-boganum í bláhornið! Frábærlega gert hjá Gibbs. 1-3!
42. mín
Sindri Kristinn í vandræðum! Hann missir fyrirgjöf Sigurðar Marinós og boltinn dettur fyrir Emanuel sem nær ekki að finna mann fyrir opnu marki. Sindri var heppinn þarna!
41. mín Gult spjald: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík)
Brot á Alvaro
40. mín
Hermann Helgi bjargar því að Dagur Ingi sé fyrir opnu marki og hreinsar boltann frá.
39. mín
Rúnar Þór rennur þegar hann ætlar að koma boltanum frá sér og missir boltann aftur fyrir. Þórsarar fá horn. Uppúr horninu nær Emanuel að skalla boltann, en yfir fer boltinn.
36. mín MARK!
Nacho Heras (Keflavík)
Stoðsending: Kian Williams
NACHO KEMUR KEFLVÍKINGUM YFIR!!! Keflvíkingar fengu nokkur horn í röð og eftir mikið kraðak í teignum kýlir Aron Birkir boltann út í teiginn. Þar tekur Kian Williams við boltanum og lyftir frábærri fyrirgjöf beint á kollinn á Nacho. Hann skallar boltann af öryggi í mark Þórsara. 1-2!
35. mín
Keflvíkingar hafa náð að þræða bolta í gegnum miðjuna hjá Þórsurum nokkuð oft. Það gera þeir enn einu sinni og boltinn endar hjá Kian inná teignum. Hann færir boltann yfir á vinstri löppina en setur hann í varnarmann og Keflvíkingar fá horn.
31. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Valsson
KEFLVÍKINGAR JAFNA!!! Rúnar Þór á aukaspyrnu inná teiginn frá hægri kantinum og Dagur Ingi Valsson skallar boltann einhvernveginn beint fyrir fætur Joey Gibbs. Hann gerir nákvæmlega engin mistök og neglir boltann framhjá Aroni í markinu. 1-1!
30. mín
Mikil barátta og hraði þessa stundina. Ég verð steinhissa ef við fáum ekki fleiri mörk.
28. mín
Guðni Sigþórsson sleppur í gegn en þrengir vinkilinn svolítið fyrir sér á sprettinum. Hann nær þó skoti sem að Sindri ver, enda kominn alveg ofan í Guðna.
25. mín
Ari Steinn kemst í ágætis skotfæri en Orri Sigurjónsson kastar sér fyrir skotið og blokkar það!
21. mín
Joey Gibbs á frábæran snúning á vinstri kantinum og kemur boltanum á Davíð Snæ. Davíð Snær setur Dag Inga í gegn en Aron Birkir ver örugglega frá honum.
17. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
Stoðsending: Sigurður Marinó Kristjánsson
AÐ SJÁLFSÖGÐU VAR ÞAÐ ALVARO!!! Sigurður Marinó á frábæran sprett upp hægri kantinn, kemur boltanum fyrir og þar ná Keflvíkingar ekki að hreinsa boltann frá betur en svo að hann endar beint fyrir fætur Alvaro.
Hann lætur ekki bjóða sér það tvisvar og neglir boltann viðstöðulaust með vinstri framhjá Sindra. 1-0!
15. mín
Kian liggur eftir samskipti við Hermann Helga. Hermann var aftastur og Keflvíkingar vildu brot. Það hefði verið harður dómur, sýndist mér.
13. mín Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Stoppar Alvaro í skyndisókn.
12. mín
Keflvíkingar fá aukaspyrnu úti á vinstri kanti. Ekkert kemur úr henni.
6. mín
Keflvíkingar spila vel sín á milli og Sindri Þór á flotta fyrirgjöf úr hægri bakverðinum. Aron Birkir er rétt á undan Degi Inga og handsamar boltann. Hættuleg sókn!
4. mín
Anton Freyr alltof lengi að hreinsa boltann og Alvaro kemur í pressuna og blokkar hreinsunina, en blessunarlega fyrir Anton þá skýst boltinn til Sindra Kristins.
1. mín
Sindri Kristinn með magnaða vörslu hér strax í byrjun! Sigurður Marinó brunar í gegnum miðjuni og setur boltann í varnarmann. Boltinn breytir um stefnu en Sindri gerir frábærlega í að blaka boltanum yfir!
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn koma leiknum af stað!
Fyrir leik
Smellið hér til að sjá beina útsendingu af leiknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Emanuel Nikpalj byrjar sinn fyrsta leik fyrir Þór eftir skiptin frá KF. Hann koma inná sem varamaður í leiknum gegn Vestra.

Nokkrar breytingar eru á liði Þórs frá þeim leik. Sveinn Elías Jónsson fær sér sæti á bekknum ásamt Ólafi Aroni Péturssyni og Jóhanni Helga Hannessyni. Hermann Helgi Rúnarsson, Emanuel Nikpalj og Guðni Sigþórsson koma inn í byrjunarliðið.

Lið Keflavíkur er óbreytt frá síðasta leik við Leikni R.
Fyrir leik
Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás Þórs.
Fyrir leik
Keflvíkingar styrktu sig í glugganum og fengu Kasonga Jonathan Ngandu, eða Jonny, til liðsins frá Coventry. Um er að ræða lánssamning.

Jonny er 18 ára miðjumaður og hefur spilað einn leik fyrir aðallið Coventry, í 2-0 tapi gegn Cheltenham í enska Deildarbikarnum.
Fyrir leik
Þórsarar riðu ekki feitum hesti þegar þeir heimsóttu spræka Vestramenn á Ísafjörð í síðustu umferð og fengu skell, 4-1. Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði mark Þórs í leiknum, en á meðal markaskorara Vestra var Nacho Gil sem hafði spila með Þór síðastliðin tvö ár.

Gestirnir voru einnig löðrungaðir í sínum síðasta leik. Þeir mættu í Breiðholtið og fengu óblíðar móttökur frá Leikni R. Niðurstaðan var 5-1 tap og sáu Keflvíkingar aldrei til sólar í leiknum. Mark Keflavíkur skoraði Dagur Ingi Valsson.
Fyrir leik
Í hinum leik dagsins eigast við ÍBV og Grindavík. Bæði lið eru í harðri baráttu um að komast í efstu deild og gæti því komist alvöru mynd á lokasprettinn eftir daginn í dag.
Fyrir leik
Leikurinn er báðum liðum mikilvægur í baráttunni um sæti í Pepsi Max deild karla. Þórsarar hreinlega verða að ná í þrjú stig í dag ef að þeir ætla að halda sér í umræðunni. Með sigri kæmust þeir í 23 stig en tap myndi endalega gera út um vonir þeirra, leyfi ég mér að fullyrða.

Keflvíkingar eiga enn leik til góða eftir leikinn í dag, en þeir færu með sigri í 2. sætið og væru með 27 stig, fjórum stigum minna en topplið Fram. Það er því að miklu að keppa í dag og má búast við hörkuleik á Þórsvelli.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér fer fram textalýsing á leik Þórs og Keflavíkur í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson ('88)
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson ('70)
10. Kian Williams ('81)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
3. Andri Fannar Freysson ('88)
5. Magnús Þór Magnússon (f)
10. Kristófer Páll Viðarsson
11. Helgi Þór Jónsson ('81)
15. Tristan Freyr Ingólfsson ('70)
38. Jóhann Þór Arnarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason

Gul spjöld:
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('13)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('41)
Nacho Heras ('64)

Rauð spjöld: