Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 02. september 2020 12:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonny Ngandu frá Coventry til Keflavíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Kasonga Jonathan Ngandu, kallaður Jonny Ngandu, er kominn til Keflavíkur á láni.

Hann kemur til Keflavíkur frá enska félaginu Coventry. Hann kom upp úr akademíunni hjá Coventry og hefur verið að reyna að brjóta sér leið inn í aðalliðið hjá félaginu.

Ngundu er aðeins 18 ára gamall og spilar hann sem miðjumaður.

Keflavík er í harðri baráttu um að komast upp úr Lengjudeildinni, en liðið er sem stendur í öðru sæti með 24 stig.
Athugasemdir