Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Belgía
5
1
Ísland
0-1 Hólmbert Aron Friðjónsson '10
Axel Witsel '13 1-1
Michy Batshuayi '17 2-1
Dries Mertens '51 3-1
Michy Batshuayi '70 4-1
Jérémy Doku '80 5-1
08.09.2020  -  18:45
King Baudouin Brussel
Þjóðadeildin
Aðstæður: Skýjað og 18 gráður
Dómari: Pawel Raczkowski (Pól)
Áhorfendur: Áhorfendabann
Byrjunarlið:
13. Koen Casteels (m) ('56)
2. Toby Alderweireld
3. Jason Denayer
5. Jan Vertonghen
6. Axel Witsel
7. Jérémy Doku
7. Kevin de Bruyne ('81)
14. Dries Mertens
15. Thomas Meunier
16. Thorgan Hazard ('66)
23. Michy Batshuayi

Varamenn:
1. Davy Roef (m)
12. Simon Mignolet (m) ('56)
4. Leander Dendoncker
8. Youri Tielemans
9. Nany Dimata
9. Leandro Trossard
10. Eden Hazard
14. Hans Vanaken ('81)
18. Yari Verschaeren ('66)
19. Dennis Praet
21. Timothy Castagne

Liðsstjórn:
Roberto Martínez (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Topplið heimslistans með algjöra yfirburði. Einkunnagjöf og frekari umfjöllun á leiðinni.
90. mín
3 mínútum bætt við.
88. mín
Vonandi verður uppbótartíminn ekki of drjúgur.
82. mín
Mertens með skot. Framhjá.
81. mín
Inn:Hans Vanaken (Belgía) Út:Kevin de Bruyne (Belgía)
80. mín MARK!
Jérémy Doku (Belgía)
Þessi ungi leikmaður leikur á Birki Bjarnason og smyr boltann. Virkilega vel afgreitt hjá þessum 18 ára leikmanni Anderlecht í hans fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Belgíu.
78. mín
Toby Alderweireld er að spila sinn 100. landsleik. Hann á hér þrumuskot vel yfir markið.
72. mín
Inn:Mikael Neville Anderson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
Mikael að leika sinn sjötta landsleik.
70. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Ísland)
70. mín MARK!
Michy Batshuayi (Belgía)
Stoðsending: Yari Verschaeren
Það hlaut að koma að því.

Frábær afgreiðsla frá Batshuayi, skorar með hælnum eftir fyrirgjöf.
69. mín
Verschaeren með skot sem er varið. Hver belgíska sóknin á fætur annarri dynur á okkar mönnum.
68. mín
Witsel með hörkuskot sem Ögmundur ver, heldur ekki boltanum og Jón Guðni skallar í burtu. Það liggur í loftinu, fjórða mark heimamanna.
67. mín
Belgar með hættulega sóknarlotu og eru nálægt því að skora fjórða mark sitt.
66. mín
Inn:Yari Verschaeren (Belgía) Út:Thorgan Hazard (Belgía)
19 ára leikmaður Anderlecht mætir af bekknum.
65. mín
Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá ungstirninu Jérémy Doku hjá Belgíu.
64. mín
Ísland fær hornspyrnu. Ari með hornið frá hægri. Ekkert kemur út úr því.
63. mín
Albert aftur að ógna, búinn að koma sér í tvö ágæt færi með stuttu millibili. Er í þröngri stöðu núna og kemur skotinu ekki á markið.
61. mín
Flott spil hjá Íslandi og Albert sýnir lipur tilþrif og á skot sem Simon Mignolet nær að verja.
60. mín
Tölfræði:
Marktilraunir: 10-3
Á markið: 5-2
Horn: 1-2
58. mín
Föst sending inn í teiginn sem Ögmundur slær frá.
56. mín
Inn:Simon Mignolet (Belgía) Út:Koen Casteels (Belgía)
Casteels getur ekki haldið leik áfram. Hann er með sprungna vör og Simon Mignolet kemur inn.
54. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland) Út:Andri Fannar Baldursson (Ísland)
53. mín
Dæmt sóknarbrot á Jón Guðna Fjóluson, Casteels markvörður Belga þarf aðhlynningu.
51. mín MARK!
Dries Mertens (Belgía)
20. landsliðsmark Mertens. Hann gerði þetta vel.

Belgar spiluðu stutt úr horninu, De Bruyne kom boltanum á Mertens sem skoraði með hnitmiðuðu skoti.
50. mín
De Bruyne með skot sem sleikti stöngina. Belgar fá horn, sýndist það vera rangur dómur.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Óbreytt hjá báðum liðum.

Hamren að gefa skilaboð til Emils Hallfreðssonar um að hann komi inná bráðlega.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.
44. mín
Mertens nær lúmsku skoti eftir góða sókn heimamanna en Ögmundur nær að verja.
42. mín
Batshuayi með skot rosalega langt framhjá.
40. mín
Lítið um opin marktækifæri í þónokkurn tíma.
36. mín
De Bruyne með fyrirgjöf sem Hjörtur Hermannsson kemur í burtu.
34. mín
Arnór skokkar aftur inná völlinn. Heldur leik áfram.
33. mín
Arnór Sigurðsson lenti í árekstri við Vertonghen og þarf aðhlynningu. Högg á hné.
30. mín
Belgar með fyrirgjöf frá hægri. Batshuayi braut á Hólmari í teignum.
27. mín
Með boltann:
Belgía 67% - Ísland 33%
24. mín
Arnór með skot eftir gott samspil hans og Birkis en Casteels með þetta í teskeið.
20. mín
Hættuleg hornspyrna frá Arnóri en Casteels í markinu nær að slá boltann og Belgar geysast í STÓRHÆTTULEGA skyndisókn tveir gegn þremur. De Bruyne á Mertens sem var í dauðafæri en skot hans hittir ekki markið. Sem betur fer!
18. mín
Ísland fær hornspyrnu.... og svo aðra hornspyrnu.
17. mín MARK!
Michy Batshuayi (Belgía)
Witsel með skot sem Ögmundur ver en Batshuayi hirðir frákastið og skorar.

Albert spilaði hann réttstæðan.
13. mín MARK!
Axel Witsel (Belgía)
Ögmundur með frábæra markvörslu eftir aukaspyrnuna en boltinn fór á Axel Witsel sem skallaði á markið.

Jón Guðni virtist bjarga á línu en aðstoðardómarinn dæmdi mark. Boltinn fór innfyrir línuna.
12. mín Gult spjald: Hjörtur Hermannsson (Ísland)
Belgar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
10. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Ísland)
ÞETTA VAR ROSALEGT MARK!!!

HÓLMBERT MEÐ SKOT RÉTT FYRIR UTAN VÍTATEIGSBOGANN, boltinn hafði viðkomu í Denayer og skaust upp, fór svo í slána, stöngina og inn!
6. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Birkir Bjarnason með frábæra fyrirgjöf. Hólmbert aleinn í dauðafæri en skallar boltann yfir! Þarna átti hann einfaldlega að skora!
5. mín
Hjörtur með fyrirgjöf, fasta fyrirgjöf inn í teiginn. Alderweireld kemur boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann í Brussel.

Ísland spilar 4-3-3 með Albert og Arnór á vængjunum og Hólmbert fremstan.
Fyrir leik
Íslenska liðið er í hvítu varatreyjunum í dag. Verið að spila þjóðsöngvana á King Baudouin leikvangnum.
Fyrir leik
Íslenska landsliðið er að fara að etja kappi við besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar. Kevin De Bruyne var valinn leikmaður ársins af samherjum sínum í deildinni en niðurstaðan var opinberuð rétt áðan!
Fyrir leik
Úrvalslið leikmanna sem vantar í íslenska liðið
Það vantar marga leikmenn í íslenska landsliðið fyrir þennan leik. Svo marga að Atli Viðar Björnsson, fyrrum sóknarmaður FH, tók saman heilt byrjunarlið leikmanna sem eru ekki með í þessum leik.

Ekki með liðið (3-5-2):
Hannes Þór Halldórsson

Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason

Birkir Már Sævarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Aron Einar Gunnarsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Jóhann Berg Guðmundsson

Alfreð Finnbogason
Kolbeinn Sigþórsson
Fyrir leik
Kári Árnason á Stöð 2 Sport um Belgíu:
"Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent. Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við."
Fyrir leik
Freyr Alexandersson á Stöð 2 Sport um byrjunarliðið:
"Við vildum hafa eins hátt orkustig í liðinu og kostur er á. Við sjáum þetta sem kjörið tækifæri til að skoða leikmenn í djúpu lauginni. Þetta er svo sannarlega djúpa laugin. Við teljum að Andri Fannar sé tilbúinn í þetta verkefni og spennandi að sjá hann spreyta sig gegn þeim bestu í heiminum."
Fyrir leik
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV:
Að mörgu leyti mjög spennandi byrjunarlið. Vonandi jafn góð frammistaða og vinnuframlag og var á laugardag.
Fyrir leik
Brandon Mechele, landsliðsmaður Belgíu sem var ónotaður varamaður í sigri gegn Danmörku á laugardaginn, kom jákvæður úr Covid-19 testi í gær og var tekinn úr hópnum.

Allir aðrir landsliðsmenn Belga fóru í nýtt test í morgun og greindust öll sýnin þar neikvæð.
Fyrir leik
Romelu Lukaku, sóknarmaður Inter, Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, eru ekki með Belgum í dag. Kevin de Bruyne, einn besti miðjumaður í heimi, snýr þó aftur í byrjunarliðið eftir að hafa ekki verið með gegn Danmörku. Eden Hazard byrjar á bekknum. Simon Mignolet er ekki í markinu, heldur Koen Casteels, markvörður Wolfsburg.

Byrjunarlið Belgíu:
13. Koen Casteels (m)
2. Toby Alderweireld
3. Jason Denayer
5. Jan Vertonghen
6. Axel Witsel
7. Kevin de Bruyne
9. Michy Batshuayi
11. Jeremy Doku
14. Dries Mertens
15. Thomas Meunier
16. Thorgan Hazard
23. Michy Batshuayi
Fyrir leik
Fyrir leik
Samkvæmt mynd sem KSÍ birtir á samfélagsmiðlum er Ísland að fara að spila 4-3-3. Sjáum hvað setur. Við allavega göngum út frá 4-4-2 þar til annað kemur í ljós.
Fyrir leik
Ögmundur byrjar í markinu en Hannes Þór Halldórsson tekur ekki þátt í þessum leik. Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson mynda miðvarðaparið og Ari Freyr Skúlason er fyrirliði í dag.

Hinn átján ára Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, byrjar á miðjunni og fremstir eru Hólmbert Aron Friðjónsson og Albert Guðmundsson.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2):
Ögmundur Kristinsson (m)

Hjörtur Hermannsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Jón Guðni Fjóluson
Ari Freyr Skúlason (f)

Arnór Sigurðsson
Andri Fannar Baldursson
Guðlaugur Victor Pálsson
Birkir Bjarnason

Hólmbert Aron Friðjónsson
Albert Guðmundsson
Fyrir leik
Við vorum líka með Belgum í síðustu Þjóðadeild. Þá skoraði Batshuay bæði mörkin í 2-0 sigri Belga á þessum leikvangi. Á Laugardalsvelli unnu Belgar svo 3-0. Alls hafa þjóðirnar mæst ellefu sinnum og Belgía unnið alla leikina.
Fyrir leik
Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, var ekki með Belgum gegn Danmörku en hann er í hópnum í kvöld. Hann fékk frí gegn Danmörku þar sem hann tók á móti barni en spilar þennan leik. Alvöru verkefni að ná að loka fyrir hans sköpunarmátt.
Fyrir leik
Hjörtur Hermannsson, varnarmaður Íslands:
Það gefur augaleið að þegar þú ert í A-deild Þjóðadeildarinnar þá mætir þú stórum þjóðum í erfiðum leikjum. Við erum bara gíraðir í það. Við þurfum bara að vinna þetta saman. Standa þétt og 'breika' á þá þegar við eigum möguleikann. Eins og íslenska landsliðinu er von og vísa þurfum við svo að nýta öll föstu leikatriðin sem við munum fá. Ég er alveg viss um að við getum gefið þeim góðan leik.
Fyrir leik
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson fór ekki með til Belgíu og ekki heldur Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason sem léku gegn Englendingum. Þeir snéru aftur til félagsliða sinna til að sleppa við sóttkví sem þeir hefðu annars þurft að fara í.

Þá er varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Englendingum.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld. Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Brussel! Belgía mætir Íslandi í Þjóðadeildinni en Pólverjinn Pawel Raczkowski dæmir leikinn.

Belgía vann 2-0 útisigur gegn Danmörku á Parken um helgina. Belgar eru eitt besta landslið heims, reyndar það besta samkvæmt styrkleikalista FIFA.

Við Íslendingar töpuðum naumlega fyrir Englandi á laugardaginn eins og lesendur vita vel.
Fyrir leik
Enginn íslenskur íþróttafréttamaður er staddur í Belgíu vegna Covid-19 ástandsins. Þessi textalýsing er tekin í gegnum beina útsendingu á Stöð 2 Sport en þar er leikurinn sýndur
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
3. Jón Guðni Fjóluson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Hjörtur Hermannsson
8. Birkir Bjarnason
8. Arnór Sigurðsson ('72)
8. Andri Fannar Baldursson ('54)
11. Hólmbert Aron Friðjónsson ('70)
11. Albert Guðmundsson
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
12. Patrik Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
7. Samúel Kári Friðjónsson
9. Jón Dagur Þorsteinsson
18. Mikael Neville Anderson ('72)
20. Emil Hallfreðsson ('54)
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Jón Daði Böðvarsson ('70)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Hjörtur Hermannsson ('12)

Rauð spjöld: