Eimskipsvöllurinn
miðvikudagur 09. september 2020  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Þróttur R. 1 - 1 Þór/KA
1-0 Stephanie Mariana Ribeiro ('43)
1-1 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('47)
Byrjunarlið:
1. Friðrika Arnardóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
6. Laura Hughes
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
9. Stephanie Mariana Ribeiro
10. Morgan Elizabeth Goff
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
16. Mary Alice Vignola
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
22. Sóley María Steinarsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
3. Mist Funadóttir
4. Hildur Egilsdóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
14. Margrét Sveinsdóttir
18. Andrea Magnúsdóttir
20. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir

Liðstjórn:
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason

Gul spjöld:
Andrea Rut Bjarnadóttir ('84)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið hér á Eimskipsvellinum. Tvö svekkt lið ganga af velli með stig sem gerir lítið fyrir þau.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín
Þróttur fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu. Síðasti séns?
Eyða Breyta
90. mín
Komið fram í uppbótartíma hér í Laugardalnum.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
Ekki lengi að ná sér í spjald.
Eyða Breyta
86. mín Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Gabriela Guillen Alvarez (Þór/KA)

Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Þrumar boltanum í burtu eftir að Guðmundur dæmdi hana brotlega. Hafði lítin húmor fyrir því.
Eyða Breyta
82. mín
Mary með skot fyrir Þrótt sem Lauren missir frá sér en nær á endanum.
Eyða Breyta
80. mín
6 horn á tíu mínútum það er vel í lagt.
Eyða Breyta
79. mín
Ein eitt horn Þróttar.
Eyða Breyta
78. mín
Maria Chaharina sleppur í gegnum vörn Þróttar og Friðrika hikar á línunni en Maria reynir að setja boltann yfir hana en hittir ekki markið. Þessi færi verða að nýtast!
Eyða Breyta
76. mín
Þvílík varsla hjá Lauren frá Stephanie sem var sloppinn í gegn. Mætir henni og ver í horn.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Berglind Baldursdóttir (Þór/KA)
Teikar Mary og rífur hana niður, klárt gult spjald.
Eyða Breyta
73. mín
Þung pressa Þróttar sem fá horn eftir horn eftir horn.
Eyða Breyta
71. mín
Boltinn í fætur Stephanie sem á skot í varnarmann.
Eyða Breyta
70. mín
Þróttur fær hornspyrnu. Hafa verið að bæta í sóknina.
Eyða Breyta
66. mín
Það er lítið af færum í þessu og satt að segja lítið um að vera á vellinum. Bæði lið föst fyrir og gefa fá færi á sér. En jafnteflið gerir lítið fyrir liðin og það vita þau bæði svo það mun einhver taka sénsa.
Eyða Breyta
61. mín María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Madeline Rose Gotta (Þór/KA)

Eyða Breyta
60. mín Georgia Stevens (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
57. mín
Þróttur fær horn.
Eyða Breyta
56. mín
Kraftur og barátta einkennir leikinn þessar mínútur sem fyrr.
Eyða Breyta
51. mín
Goff með fínt skot að marki gestanna en boltinn siglir framhjá.
Eyða Breyta
47. mín MARK! Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
Þær jafna!

Þvagan í teignum var þétt en okkur sýnist að það hafi verið Heiða sem kom boltanum yfir línunna eftir mistök Andreu við að skalla boltann frá.
Eyða Breyta
46. mín
Gestirnir sækja horn hér strax
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leikinn hér í síðari hálfleik. Þurfa heldur betur að bæta við í seinni hálfleik en þær munu sitja í fallsæti endi leikurinn með sigri Þróttar.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þróttur leiðir í hálfleik eftir þennan fína fótboltaleik. Baráttan á botninum verður bara áhugaverðari og áhugaverðari.
Eyða Breyta
43. mín MARK! Stephanie Mariana Ribeiro (Þróttur R.)
Þvílíkt mark!!!!!!!!

Fær heiðurinn ein og óstudd. Fær boltann við miðjubogann og snýr strax í átt að marki. Með alla varnarlínu Þórs/KA fyrir framan sig keyrir hún í átt að teignum og lætur vaða af 18-20 metrum og boltinn syngur í bláhorninu.

Geggjað mark
Eyða Breyta
40. mín
Þróttur nær upp fínni pressu en vantar þessa úrslitasendingu til að skapa færi.
Eyða Breyta
38. mín
Mikilvægi leiksins skín í gegn í baráttu liðanna en það bitnar kannski ögn á gæðunum. Leikurinn þó langt í frá leiðinlegur en lítið um færi.
Eyða Breyta
33. mín
Ólöf Sigríður liggur á miðjum vellinum og kveinkar sér, Virðist héðan séð hafa fengið hnykk á hálsinn.
Eyða Breyta
31. mín
Stangarskot!!!!!

Hulda Ósk nær skot að marki Þróttar eftir hinn fræga darraðadans i teig Þróttar en því miður fyrir gestinna smellur boltinn í stönginni og út.
Eyða Breyta
29. mín
Ólöf Sigríður með skot af talsverðu færi sem Lauren þarf að hafa töluvert fyrir að verja.
Eyða Breyta
26. mín
Þetta er svo sannarlega stál í stál hér á Eimskipsvellinum og barist um hvern einasta lausa bolta.
Eyða Breyta
22. mín
Gestirnir með hornspyrnu og Þrótti gegngur bölvanlega að hreinsa. Hafa þó heppnina með sér og boltinn á endanum í hendur Friðriku.
Eyða Breyta
17. mín
Frábær skyndisókn Þróttar!!

Mary Alice með lagleg tilþrif á eigin vallarhelming og keyrir upp. Færir boltann frá vinstri til hægri yfir á Ísabellu Önnu sem mætir á ferðinni keyrir inná teiginn og á fínt skot sem siglir hárfínt framhjá.
Eyða Breyta
16. mín
Horninu rennt út á Mary Alice sem á hörkuskot en rétt framhjá.
Eyða Breyta
15. mín
Þróttur fær horn.
Eyða Breyta
14. mín
Berglind Baldursdóttir í ágætu færi í teig Þróttar eftir fyrirgjöf frá hægri en nær ekki góðri snertingu á boltann sem fer afturfyrir.
Eyða Breyta
11. mín
Stephanie með skot aö marki Þór/KA en í varnarmann og þaðan í fang Lauren.
Eyða Breyta
7. mín
Heiða Ragney með skot að marki Þróttar af 20 metrum en boltinn vel yfir markið.
Eyða Breyta
6. mín
Barningur er orðið hér. Gestirnir þó heilt yfir líklega ögn skarpari. En varla það þó.
Eyða Breyta
3. mín
Þór/KA sækir Madeline Rose Gotta kemur upp vinstra megin og nær fyrirgjöf en boltinn siglir í gegnum teiginn og í innkast.
Eyða Breyta
2. mín
Ákveðni í Þrótti hér í upphafi. Mary Alice kemst upp að endamörkum en fyrirgjöf hennar hreinsuð frá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin að mæta til vallar. Vonumst líkt og alltaf eftir góðum og skemmtilegum leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Baráttan á botninum virðist bara ætla að herðast en þegar þetta er ritað rétt fyrir leik er hálfleikur í leikjum KR og FH í deildinni.

KR leiðir 2-0 gegn ÍBV Bein textalýsing frá leiknum
FH leiðir 2-0 gegn Fylki Bein textalýsing frá leiknum
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þróttur gerir eina breytingu frá 0-4 tapinu gegn Breiðablik á dögunum. Andrea Magnúsdóttir fær sér sæti á varamannabekknum en Sóley María Steinarsdóttir kemur inn í hennar stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Margét Árnadóttir tekur út leikbann vegna brottvísunar í liði Þór/KA í dag og María Catharina fær sér sæti á bekknum. Inn fyrir þær koma þær Madeline Rose Gotta og Gabriela Guillen Alvarez.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin að hita upp af miklum móð og byrjunarliðin mætt hér til hliðar.

Maður rekur strax augun í það að aðeins fjórir leikmenn skipa varamannabekk gestanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þróttur

Þróttur situr fyrir leikinn í 8.sæti deildarinnar með 10 stig aðeins stigi á eftir gestunum frá Akureyri. 1 sigur í síðustu 5 leikjum hljómar kannski ekki mikið en gerir þó að verkum að nýliðarnir sitja í öruggu sæti eins og er. FH fylgir þó í humátt á eftir aðeins stigi á eftir og því ljóst að sigur er nauðsynlegur Þrótti í baráttunni um að halda sér í deildinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA

Norðanstúlkur sitja fyrir leik dagsins í 7.sæti deildarinnar með 11 stig eftir 12 leiki. Gengið upp á síðskastið hefur ekki verið gott hjá liðinu og hafa þeir tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deild.

Liðið þarf því að bíta í skjaldarrendur og ná í sigur á Eimsipsvellinum í kvöld til þess að fjarlægja sig frá fallsvæðinu. Erfiðir leikir gegn toppliðum deildarinnar bíða ásamt leikjum gegn liðunum á fallsvæðinu,
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Þróttar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Lauren Amie Allen (m)
3. Madeline Rose Gotta ('61)
4. Berglind Baldursdóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
9. Saga Líf Sigurðardóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('60)
16. Gabriela Guillen Alvarez ('86)
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
12. Harpa Jóhannsdóttir (m)
13. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('61)
19. Georgia Stevens ('60)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('86)
27. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Liðstjórn:
Perry John James Mclachlan
Anna Catharina Gros
Bojana Besic
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)

Gul spjöld:
Berglind Baldursdóttir ('74)
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('88)

Rauð spjöld: