Valur
2
1
HK
Kaj Leo í Bartalsstovu '5 1-0
1-1 Bjarni Gunnarsson '88
Sigurður Egill Lárusson '102 2-1
10.09.2020  -  19:15
Origo völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Kalt septemberkvöld og hliðarvindur, dökkt yfir en flóðljós lýsa.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Rasmus Christiansen (Valur)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('83)
5. Birkir Heimisson ('64)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Rasmus Christiansen
18. Lasse Petry
20. Orri Sigurður Ómarsson ('91)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('78)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('91)
11. Sigurður Egill Lárusson ('78)
14. Aron Bjarnason ('64)
18. Kristófer André Kjeld Cardoso
26. Sigurður Dagsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Þorsteinn Guðbjörnsson

Gul spjöld:
Birkir Heimisson ('49)
Rasmus Christiansen ('60)
Lasse Petry ('72)
Valgeir Lunddal Friðriksson ('79)
Srdjan Tufegdzic ('102)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('114)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur flautar af!

Valur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
123. mín
Valur vinnur aukaspyrnu sem þeir taka auðvitap tíma í...
122. mín
Valsarar hreinsa í innkast við miðju.
121. mín
HK fær aukaspyrnu við miðjuna, síðasti séns?

Arnar Freyr fer fram og Ívar ætlar að taka.
120. mín
DAUÐAFÆRI!!

Bjarni fékk boltann í gegnum börn Vals frá Jonna og var einn gegn Hannesi en setur boltann framhjá!!!

Þarna hefði Bjarni getað tryggt sér vítaspyrnukeppni...
118. mín
Vel spilað hjá HK!

Valgeir og Arnþór spila vel saman og Arnþór finnur svo Ásgeir inná teignum sem snýr og reynir skot en framhjá!
117. mín
Aron Bjarna sendir boltann fyrir þar sem Patrick nær næstum til boltans sem berst þó á Sigga Lár sem hamrar boltann í hliðarnetið!
115. mín
Usss Arnar Freyr með langan fram sem fer yfir vörn Vals og í geggjað hlaup hjá seyðkarlinum Ásgeiri Marteins sem er í vænlegri stöðu en Birkir Már nær að trufla hann og bjarga!

Haugur af HK krökkum kalla eftir víti...
114. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Nú fær Kiddi spjald fyrir litlar sakir.
113. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (HK)
Arnþór togaði vel í Kidda á miðjunni.
112. mín
Usss Kiddi missir boltann frá sér og hendir í tveggja fóta tæklingu en liggur sjálfur eftir, Elli tekur sér tíma og dæmir svo brot á Atla Arnars fyrir að mér sýnist litlar sakir.

Atli er á spjaldi en sleppur þarna fyrst Elli ákvað að dæma á hann.
110. mín
Aron Bjarna geysist upp og vinnur sprett, vinnur svo hornspyrnu.

Valsarar brjóta af sér uppúr spyrnunni.
109. mín
Aron Bjarna tekur svakalegan sprett upp völlinn, fer illa með Leif inná teignum og reynir að chippa yfir Arnar sem ver!

Hefði getað klárað leikinn þarna.
107. mín
HRÆÐILEG MISTÖK HJÁ EIÐ ARON EN HANNES BJARGAR!

Eiður kixar boltann sem dettur í gegn á Valgeir sem tekur skotið og Hannes framarlega en hann ver hrikalega vel!

Þarna átti Valgeir að jafna leikinn...
106. mín
Kiddi gerir vel og rennir boltanum svo á Birki sem vippar fyrir og HK kemur boltanum í horn.

Ekkert verður úr spyrnunni.
106. mín
Áfram gakk.
105. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið.
104. mín
VAAAÁÁÁ boltinn dettur fyrir Jonna Barðdal sem neglir með vinstri rétt framhjá markinu!
102. mín Gult spjald: Srdjan Tufegdzic (Valur)
Tufa fær gult fyrir fagnaðarlæti.
102. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
VALUR ER AÐ KOMAST YFIR!!!

Eiður Aron neglir boltanum fram í fyrsta, Birkir Már vinnur skallaeinvígið gegn Ívar og flikkar boltanum í gegn á Sigga Lár sem klárar í gegnum klofið á Arnari Frey!
101. mín Gult spjald: Atli Arnarson (HK)
Elli Eiríks er að gera allt vitlaust með einhverjum dómum, núna dæmdi hann á HK löngu eftir að brot átti sér stað og Valgeir var kominn inn á teig Valsara í góða stöðu.
95. mín
Birkir Már með svakalegan sprett inn á teiginn þar sem hann fer í gegnum 7 HK-inga og neglir boltanum fyrir en Valsarar koma ekki boltanum á markið.

Þeir verða að gera betur í þessum góðu stöðum.
91. mín
Aron Bjarna vippar inn á teiginn og ÞÞÞ skallar í horn.

Ekkert verður úr því en Valur heldur pressunni á HK og Rasmus nær skalla eftir fyrirgjöf sem HK-ingar hreinsa.
91. mín
Elli flautar framlenginguna í gang.

Hálftími eftir.
91. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Valur) Út:Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
90. mín
+4

Elli Eiríks flautar venjulegan leiktíma af, við erum að fara í framlengingu!
90. mín
+3

Bjarni Gunn sterkur og sækir aukaspyrnu úti vinstra megin, svipaður staður og þegar þeir skoruðu áðan...

Seyðkarlinn með góða spyrnu en enginn rekur tánna í boltann!
90. mín Gult spjald: Brynjar Björn Gunnarsson (HK)
+1
90. mín
Aron Bjarna með svakalegan sprett og leggur boltann svo út í teiginn þar sem Haukur Páll skýtur en Arnar ver.
89. mín
Valur fær aukaspyrnu sem Lasse Petry sendir fyrir en boltanum komið í innkast.

Lasse tekur það langt og Haukur Páll flikkar en boltinn afturfyrir.
88. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (HK)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
ÁSGEIR MARTEINS MEÐ SPYRNUNA OG BJARNI GUNN STANGAR BOLTANN Í NETIÐ!

Seyðkarlinn með frábæra sendingu inn á teiginn og Bjarni með frábæran skalla, varamennirnir að bjarga gestunum?
87. mín
HK fær aukaspyrnu á álitlegum stað.
83. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
83. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
82. mín
Arnþór Ari með örvæntingarfulla tilraun af 35 metrunum sem Hannes grípur.
81. mín
Valur fékk aukaspyrnu á eigin vallarhelming, negldu boltanum fram þar sem Ívar ætlaði að skalla heim á Arnar en boltinn afturfyrir í horn.

Stórhætta úr spyrnunni!

Einar Karl sýndist mér eiga skotið sem Arnar varði vel!
79. mín Gult spjald: Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur)
Brýtur á nafna sínum og herbergisfélaga í u21 landsliðinu.
78. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
78. mín
STÓRSÓKN VALS!

Valgeir Lunddal fær boltann skoppandi og hamrar í rassinn á Kaj, Eiður Aron vinnur svo boltann, sendir á Kaj sem neglir boltanum fyrir í gegnum pakkann og Valsarar aular að pota þessu ekki yfir línuna.
77. mín
Valur kemst í álitlega sókn en Kiddi kemur með afleita sendingu út til vinstri á Kaj, sem reyndar fór ekki á Kaj heldur útaf.
75. mín
ARNÞÓR ARI!

Kemst í geggjaða stöðu á teignum og mundar fótinn en Rasmus Christiansen bjargar á síðustu stundu með frábærri tæklingu!
75. mín
Tufa kallar á Sigga Lár og teiknar eitthvað á taktíktöfluna fyrir hann...
72. mín
Aukaspyrnu-Ívar með spyrnuna sem HK-ingur skallar en Hannes ver auðveldlega, flaggið fór líka á loft þannig það hefði ekki staðið.
72. mín Gult spjald: Lasse Petry (Valur)
Úfff Lasse tekur boltann af Valgeiri sem fellur við en er dæmdur brotlegur og fær gult, harður dómur!
69. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (HK) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Sóknarsinnuð skipting hjá HK.
67. mín
HK fær aukaspyrnu úti hægra megin sem Aukaspyrnu-Ívar tekur.

Spyrnan ekki spes í gegnum pakkann og afturfyrir.
64. mín
Inn:Atli Arnarson (HK) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
64. mín
Inn:Aron Bjarnason (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
63. mín
Það er kominn smá hiti í þetta, Lasse Petry var sparkaður harkalega niður áðan eftir aukaspyrnu HK og núna var Valgeir Valgeirs að strauja nafna sinn en boltinn í markspyrnu fyrir Val.
60. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Rasmus fær gult við litla hrifningu Valsara.

Þetta var undarlegt...
60. mín
Rasmus lendir í vandræðum og hendir sér í tæklingu til að koma boltanum á Valgeir Lunddal, nafni hans Valgeir Valgeirs var að pressa á Rasmus og lendir í tæklingunni og Elli er lengi að hugsa sig um en dæmir svo á Rasmus.
58. mín
Óli í smá vandræðum á miðjunni og tapar boltanum til Kidda, Valsarar bruna strax af stað og Kiddi sendir Kaj í vænlega stöðu en skotið afleitt.
57. mín Gult spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
Óli tapar boltanum á miðjunni og brýtur af sér um leið, hárrétt hjá Ella Eiríks.
56. mín
Góð barátta á vellinum en eitthvað minna um færi eins og er.
49. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
Birkir er of seinn í tæklingu á Ívar Örn og verðskuldar gult.
46. mín
Erlendur flautar seinni hálfleikinn í gang.

Nú sækir Valur í átt að Öskjuhlíðinni.
45. mín
Hálfleikur
Málarameistarinn flautar til hálfleiks.
43. mín
Valur hefur aftur tekið völdin á vellinum og eru að sækja stíft og búa til hættulegar stöður en vantar að binda endahnútinn.
41. mín
Frábær sókn hjá Val!

Kiddi sendir Birki í smá sprett upp hægramegin, Birkir finnur Patrick sem sendir aftur á Birki, Birkir yfir á Kidda sem sendir Kaj á bakvið og hann neglir boltanum fyrir í varnarmann og Arnar bjargar í horn!

Ekkert verður úr hornspyrnunni þó.
36. mín
Úfff Kaj Leó sendir boltann fyrir þar sem Patrick ætlar sér að pota í boltann áður en Arnar kemst í hann en Arnar er á undan í boltann og í kjölfarið verður ljótur árekstur þar sem báðir liggja eftir.

Báðir eru þeir hinsvegar grjótharðir og eru staðnir upp aftur og taka einn ''klesstann'', það gleður mig.
35. mín
Kominn hraði og gæði í leikinn, fagna því!

Einar Karl fær boltann út eftir flotta sókn Vals en smellir honum framhjá.
33. mín
AFTUR BIRNIR Í FÆRI!

Hvað er að gerast í vörn Vals? HK aldeilis að koma sér í góðar stöður núna, eftir fína sókn berst boltinn til vinstri á Bidda inná teignum sem fer á vinstri framhjá Orra og neglir yfir!

Hefði mátt skora þarna líka...
31. mín
BIRNIR SNÆR HVAÐ ERTU AÐ GERA?

Leifur lyftir boltanum snyrtilega yfir vörn Vals þar sem Birnir er kominn einn í gegn með boltann skoppandi en aldrei kemur skotið og tapar hann boltanum!

Svona færi verður Biddi að klára...
28. mín
Martin brýtur á Kidda á ákjósanlegum stað fyrir framan teignn aðeins hægra megin, ekki ósvipaður staður og þegar Einar Karl setti sigurmark gegn Blikum fyrr í sumar.

Viti menn, Einar Karl tekur að sjálfssögðu.

Spyrnan langt frá því að vera jafn góð og á Kópavogsvelli, langt yfir!
27. mín
VÁ BIRNIR SNÆR!

Valgeir naggast vel í Rasmus og endar á að vinna af honum boltann sem berst á Bidda, Birnir keyrir af stað og fintar Rasmus tvisvar af sér, fer svo framhjá honum með því að fara frá vinstri til hægri í þröngu færi inná teignum og smellir boltanum rétt framhjá!

Þarna mátti ekki miklu muna að Biddi myndi galdra fram geggjað mark.
23. mín
Arnþór Ari brýtur á Lasse Petry í annað skiptið á stuttum tíma og Lasse vælir vel í Ella Eiríks yfir þessu sem tekur svo spjallið við Arnþór og málið dautt.
21. mín
Það er afskaplega lítið að frétta hjá HK sóknarlega, Valur með öll völd á vellinum.
19. mín
Martin skallar fyrirgjöf Valgeirs útfyrir teig þar sem Einar Karl er og reynir skot en það yfir markið.
18. mín
Birkir Heimis með frábæra laumusendingu inn á miðjuna á Óla Eyjólfs sem var aleinn og hafði tíma á boltanum en því miður fyrir Birki er Óli ekki með honum í liði.
14. mín
Valur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming HK.

Kaj Leó með spyrnuna og VALGEIR LUNDDAL HVERNIG FERÐU AÐ ÞESSU?!?

Boltinn á fjær þar sem Patrick kemst í hann og boltinn berst fyrir markið þar sem Valgeir er aaaleinn inná markteig en tekst að skjóta í Arnar sem gerir reyndar hrikalega vel í að verja!!

Valgeir var sjálfur farinn að fagna...
12. mín
Birkir Örn Arnarsson, betur þekktur sem Birkir Bekkur er upphitunarstjóri HK og er strax farinn með menn að hreyfa sig.

Spurning hvort mönnum sé kalt eða hvort Brynjar sé farinn að huga að breytingum.
9. mín
Valur er að spila 4-2-3-1
Hannes
Orri, Eiður, Rasmus, Valgeir
Lasse, Einar
Birkir, Kiddi, Kaj
Palli

HK er í sama kerfi
Arnar
ÞÞÞ, Martin, Leifur, Ívar
Óli, Börkur
Valgeir, Arnþór, Biddi
Jonni Barðdal
5. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
Kaj Leó kemur Val yfir!

Eftir ansi mikla stöðubaráttu og langa bolta fyrstu mínúturnar kemur Lasse Petry boltanum út til vinstri á Valgeir Lunddal sem reynir fyrirgjöf en boltinn í ÞÞÞ og þaðan til Kaj Leó sem smellir boltanum með hægri í fjær!
1. mín
Kaj og Kiddi spila sig upp vinstra megin strax og kemst Kaj í fyrirgjafastöðu en gerir illa og missir boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur flautar og Kristinn Freyr sendir á Lasse Petry.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks eitt af öðru og svo dómaratríóið.

HK-ingar skarta hvítum inngöngupeysum og undir þeim er blái varabúningurinn þeirra en Valur kemur út á völl í sínum rauðu treyjum, ekkert aukaskart.

Valur byrjar með boltann og mun sækja í átt að miðbænum á meðan HK-ingar sækja að Öskjuhlíðinni.
Fyrir leik
Það styttist í leik, fólk týnist í stúkuna og teppið er vökvað.

Spennan magnast!
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita, það er komið svolítið rökkur en flóðljósin í gangi, það er ansi kuldalegt og hliðarvindur en vonandi hefur það ekki áhrif á gæði leiksins.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar en Valsarar setja Hauk Pál á bekkinn ásamt Birki Má.

HK-ingar ætla lítið að gefa eftir hér í kvöld en þeir stilla upp gríðarlega sterku liði en eiga þó seyðkarlinn á bekknum ásamt fleiri góðum, flott breidd.
Fyrir leik
Rafn Markús, sérfræðingur fótbolta.net spáði í spilin fyrir leikinn, spá hans má sjá með því að smella hér.
Fyrir leik
Liðin eiga leikmannatengingar eins og staðan er í dag.

Orri Sigurður Ómarsson varnarmaður Vals er uppalinn í HK, Ívar Orri Jónsson kom aftur í uppeldisfélag sitt HK frá Val í glugganum og svo keypti HK kantmanninn Birni Snæ Ingason frá Val á síðasta ári.
Fyrir leik
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson fær það verðuga verkefni að flauta þennan leik en honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram hérna á Origovellinum að Hlíðarenda, heimavelli Vals.

Liðin mættust einmitt hér í deildinni um daginn, nánar tiltekið 30. ágúst þar sem Valur vann 1-0 sigur með marki frá Palla Pedersen.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla!
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('69)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
7. Birnir Snær Ingason ('83)
8. Arnþór Ari Atlason
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('64)
17. Valgeir Valgeirsson
17. Jón Arnar Barðdal
21. Ívar Örn Jónsson
22. Þórður Þorsteinn Þórðarson
28. Martin Rauschenberg

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
10. Ásgeir Marteinsson ('83)
14. Hörður Árnason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
18. Atli Arnarson ('64)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Bjarni Gunnarsson
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Ólafur Örn Eyjólfsson ('57)
Brynjar Björn Gunnarsson ('90)
Atli Arnarson ('101)
Arnþór Ari Atlason ('113)

Rauð spjöld: