Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 10. september 2020 12:10
Elvar Geir Magnússon
Rabbi spáir öruggum sigri Vals: Of stór biti fyrir HK
Valur - HK klukkan 19:15
Patrick Pedersen hefur skorað fjögur mörk gegn HK í sumar.
Patrick Pedersen hefur skorað fjögur mörk gegn HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
8-liða úrslitin í Mjólkurbikar karla klárast í dag með þremur leikjum. ÍBV er komið í undanúrslit en það skýrist í dag hvað lið fylgja þeim áfram.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolti.net rýnir í leiki dagsins. Hann spáir því að Valsmenn vinni HK-inga sannfærandi í kvöld.

Sjá einnig:
Rabbi rýnir í FH - Stjarnan
Rabbi rýnir í Breiðablik - KR

Fyrri viðureignir í bikar: Þetta er anna leikur félagana í bikarkeppni KSÍ. HK hefur unnið eina leikinn á milli félagana en félögin mættumst árið 2004 í 8-liða úrslitum á Kópavogsvelli þar sem Hörður Már Magnússon skoraði eina mark leiksins.

Við hverju má búast? Liðin mættust í síðasta leik fyrir landsleikjahlé þar sem Valur vann 1-0 í skítaveðri á Hlíðarenda. Gengi liðanna hefur verið ólíkt í sumar en bæði liðin eru þannig séð í góðum málum miðað við líkleg markmið fyrir mót, Valur á toppnum og HK með nokkuð góðu forystu á liðin í fallsætunum. HK-ingar hafa unnið góða sigra gegn liðum eins og KR og Breiðabliki í sumar en hafa inn á milli átt mjög slaka leiki. Valur hefur verið að spila vel og áhrif Heimis augljós á liðið. Pressan er öll á Val sem hefur átt frábært Íslandsmót en þetta er auðvitað önnur keppni. Til þess að HK eigi möguleiki þurfa þeir að spila þéttan varnarleik án þess kannski endilega að leggjast lágt aftur á völlinn með liðið. Sóknarleikur Valsmanna er vel skipulagður og sækja á mörgum mönnum. Það mun því reyna mikið á varnarleik HK í heild sinni og sama tíma þurfa þeir að vera klókir að finna leiðir, sækja hratt og nýta vel föst leikatriði.

Gaman að fylgjast með? Gaman verður að fylgjast með Patrick Pedersen og hvort hann haldi áfram að skora gegn HK, en hann hefur verið frábær og skorað fjögur mörk gegn HK í sumar.

Hvernig fer leikurinn? Eins og staðan er í dag er lið Vals einfaldlega of stór biti fyrir HK. Valsmenn eru með mjög góðan mannskap þar sem margir leikmenn geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Það er klárt mál að allir sem koma að Val vilja gera allt sem þeir gera til að vinna bæði deild og bikar í ár. Valur mun vinna örugglega 3-0.

Mjólkurbikar karla í dag: 8-liða úrslit
16:30 FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik - KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur - HK (Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner