Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
0
2
KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson '10
Viktor Örn Margeirsson '84 , sjálfsmark 0-2
21.09.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sterkur vindur frá Fífunni að Sporthúsinu og ringing á teppið.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 252.
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson (KR)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
Höskuldur Gunnlaugsson
5. Elfar Freyr Helgason
8. Viktor Karl Einarsson (f) ('75)
9. Thomas Mikkelsen
10. Brynjólfur Willumsson ('75)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson ('67)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('75)
17. Atli Hrafn Andrason ('67)
19. Hlynur Freyr Karlsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('75)
62. Ólafur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Atli Örn Gunnarsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Jökull I Elísabetarson

Gul spjöld:
Thomas Mikkelsen ('28)
Elfar Freyr Helgason ('32)
Viktor Örn Margeirsson ('69)
Gísli Eyjólfsson ('72)
Óskar Hrafn Þorvaldsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elli Eiríks flautar af!

KR-ingar vinna Blika hér, skýrsla og viðtöl koma innan skamms.
93. mín
KR-ingar taka hornið stutt og halda í boltann.
92. mín
KR fær aukaspyrnu á álitlegum stað.

Pablo með flotta tilraun sem Anton ver rétt framhjá stönginni!
91. mín
Inn:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
91. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar lýkur hér sínum 322 leik í efstu deild, það er met!
90. mín
Gunnar Oddur gefur okkur til kynna að við fáum 3 mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Blikar sækja hratt þar sem Stefán vinnur boltann á miðjunni, setur hann strax út til vinstri á Gísla sem keyrir inn á teiginn og þrumar boltanum yfir.
88. mín
Alexander Helgi fær boltann við teig KR og reynir skotið en Beitir öruggur og grípur boltann.
84. mín SJÁLFSMARK!
Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
ÚFFFF!

Elfar Freyr með hræðileg mistök í vörn Blika á miðjunni og sendir boltann í Óskar sem sleppur í gegn, hraðinn ekki sá sami og áður og kemst Viktor Örn aftan að Óskari og potar boltanum frá Óskari en framhjá Antoni og í hægra hornið útvið stöng.

KR-ingar að gera út um leikinn?
81. mín
Atli Hrafn gerir hrikalega vel í að vinna boltann af Kidda við endalínuna og sendir fyrir en Arnór Sveinn réttur maður á réttum stað og hreinsar.
79. mín Gult spjald: Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik)
Óskar í solid trylling á hliðarlínunni yfir því að hafa ekki fengið víti og uppsker gult.
76. mín
Thomas fær langan bolta upp og vinnur skallann afturfyrir sig í baráttu við Arnór Svein sem er utan í Thomas sem hendir sér niður inní teignum en ekkert dæmt.

Horfði á þetta í endursýningu og Thomas var aldrei í jafnvægi.
75. mín
Inn:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
75. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
74. mín
Atli Sig sendir boltann fyrir markið og Anton Ari grípur.
73. mín
Atli Sig með spyrnuna fyrir og Blikar koma honum í horn.

Kennie tekur stutt á Atla sem sendir inn á markteig og Elfar Freyr skallar yfir, horn hinumegin.
72. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli keyrir af fullum þunga inn í bringuna á Kennie sem er að fara upp kantinn.

Aukaspyrna úti hægra megin.
70. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
70. mín
Atli Sig reynir skot af 40 metrunum en yfir!

Ekki galin tilraun.
69. mín
Kennie neglir boltanum inn á teig en engin hætta skapast.
69. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Haha vá Atli Sig með svakalegan klobba á Viktor í snúningnum og VIktor sparkar hann niður.

Aukaspyrna við endalínuna, beint fyrir framan Rúnar Kristins.
67. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
66. mín
KR-ingar komast í góðan séns eftir flotta sókn og tekur Óskar Örn skotið en Anton ver vel og hirðir boltann í annarri tilraun.
61. mín
Blikar spila vel í gegnum fyrstu pressu KR og Elfar nær að snúa, finnur Högga úti hægra megin sem keyrir á Kidda og reynir fyrirgjöf en boltinn í Kidda og afturfyrir.

Davíð með spyrnuna á nær og Pálmi skallar frá.
60. mín
Atli Sig vinnur boltann á eigin vallarhelming og með vindinn í bakið reynir hann skot af 70 metrunum sirka en langt frá því að hitta á markið og Anton ekkert að stressa sig á þessu.
57. mín
KR-ingar fá hornspyrnu.

Atli með stutta útfærslu en sendir beint á Blika, mjög slappt.
55. mín
Ussss!

Pablo vippar boltanum upp í línuna hjá Blikum þar sem Ægir kassar boltann út á Óskar sem kemur á ferðinni og gjörsamlega hamrar boltann upp í Hamraborg!

Þetta hefði orðið rosalegt mark en hann hittir ekki á markið.
51. mín
Kennie fer í frábæra pressu á Davíð og vinnur boltann, Davíð brýtur á honum við hliðina á vítateig Blika.

Atli Sig reynir skot en það yfir markið!
49. mín
VIKTOR ÖRN MEÐ HRIKALEG MISTÖK EN ÓSKAR ÖRN KLÚÐRAR!

Viktor Örn fær pressu á sig frá Atla Sig og sendir boltann bara beint á Óskar sem brunar að teignum og tekur skotið rétt framhjá stönginni!

Þarna hefði Óskar átt að skora.
46. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja seinni hálfleikinn og sækja á móti vind.
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks hér eftir ansi fjörugan fyrri hálfleik, meira svona eftir hlé takk!
45. mín
GEGGJUÐ SÓKN HJÁ BLIKUM!

Elfar Freyr keyrir í gegnum miðju KR og rennir boltanum á Davíð úti vinstra megin, Davíð neglir boltanum fyrir og Elfar klárar hlaupið vel og er sentímeter frá því að stanga boltann en nær ekki til hans og Arnór Sveinn skallar frá.

Þarna munaði litlu fyrir Blika.
44. mín
Kennie brunar upp hægra megin og fær boltann frá Pablo, Kennie neglir fyrir á Óskar sem leggur boltann út á Atla í færi en Atli skýtur í Viktor sýndist mér, flott sókn hjá KR!
43. mín
Viktor Karl með spyrnuna, boltinn í þvögu og þaðan bakfallsspyrna frá Brynjólfi en framhjá.
42. mín
DAUÐAFÆRI!

Blikar spila vel og halda lengi í boltann áður en Davíð tekur fyrirgjöf, Thomas kemst í boltann sem hrekkur til Brynjólfs sem er einn gegn Beiti en Beitir hrikalega snöggur út á móti og ver vel!

Hornspyrna fyrir Blika.
39. mín
Boltinn berst á Finn Tómas við miðjuna sem rýkur af stað og fer í gegnum þrjá Blika áður en hann lætur vaða en boltinn yfir.

Það hefði verið lyginni líkast ef Finnur Tómas hefðir skorað af 25 metrunum.
37. mín
Atli Sig tekur á rás og keyrir inn miðjuna frá hægri, tekur þríhyrning við Óskar og fer alla leið yfir til vinstri þar sem er brotið á honum og KR fær aukaspyrnu.

Kiddi með boltann fyrir en Blikar skalla frá.
34. mín
Ægir Jarl er sparkaður niður og boltinn berst á Stefán sem Þórður Arnar flaggar rangstæðan, þá dæmir Elli á brotið sem var á Ægi en Þórður heldur flagginu uppi og Blikar í stúkunni tryllast en þetta er bara hárrétt hjá Ella sem er að eiga toppleik hérna í dag!

Ekkert verður þó úr spyrnunni.
32. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elfar Freyr fer af stað með boltann í gegnum sóknarlínu KR og nánast kominn í gegnum miðjuna en Pálmi nær af honum boltanum og Elfar jarðar Pálma fyrir vikið, hárrétt hjá Ella dómara.
31. mín
Óskar setur Atla Sig í fína stöðu sem tapar boltanum og upp bruna Blikar sem endar með föstu skoti frá Högga beint á Beiti sem missir samt boltann frá sér.

Alvöru hraði hérna.
29. mín
Blikar bruna upp hægra megin, Viktor Örn vinnur boltann, Höggi setur boltann svo upp í svæði fyrir Viktor sem neglir fyrir en Thomas tapar baráttunni gegn Arnóri og Thomas liggur eftir, ekkert að þessu.
28. mín Gult spjald: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Thomas missir boltann til Arnórs Sveins og Thomas keyrir hann bara niður, hárrétt hjá Ella!
27. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Brynjólfur snýr skemmtilega með boltann á Kennie sem sparkar hann niður og uppsker hárrétt gult.

Stúkan tryllist og óskar eftir rauðu sem er hlægilegt, gult og ekkert meira.
25. mín
Viktor Karl sendir fyrir og Elfar skallar rétt framhjá en flaggið á loft svo þetta hefði ekki talið.

Atli Sig liggur eftir við stöngina en stendur svo upp og harkar þetta af sér.
24. mín Gult spjald: Stefán Árni Geirsson (KR)
Stefán missti boltann til Brynjólfs við eigin vítateig og togar í hann, hárrétt gult og aukaspyrna við hliðina á teignum.
23. mín
Vá!

Róbert Orri teiknar ruglaða sendingu bakvið vörn KR þar sem Thomas mætir en tekur öööömurlega fyrstu snertingu sem rennur beint til Beitis.

Þarna átti Thomas að gera betur.
21. mín
Davíð Ingvars reynir fyrirgjöf frá vinstri sem fer í hnakkann á Kennie og í horn.

Höggi með spyrnuna en engin hætta skapast af því.
20. mín
Þetta endar í þriggja manna útfærslu þar sem Atli hleypur yfir boltann, Pálmi rennir boltanum til hliðar og Ægir tekur skotið en það afleitt og langt frá markinu.
19. mín
Hraði í þessu!

Stefán Árni keyrir inn að vítateig Blika frá vinstri kantinum og Höggi fer utan í hann og brýtur á honum á fínasta stað fyrir KR.

Það er einhver valkvíði því 5 leikmenn standa yfir boltanum.
17. mín
GÍSLI EYJÓLFS Í DAUÐAFÆRI!

Höggi gerir hrikalega vel og rennir boltanum á Gísla sem gerir enn betur og snýr með boltann inn á teig KR með allan tímann í heiminum og boltann á vinstri tekur hann afleitt skot framhjá.

Hann hefur ekki gert sér grein fyrir því hvað hann hafði mikinn tíma.
15. mín
Vá!

Blikar með hraða sókn og Höggi þrumar boltanum með jörðinni framfyrir teig KR og Brynjólfur er að munda skotfótinn en Kennie rennir sér og nær örlítilli snertingu á boltann sem gerir það að verkum að boltinn rennur í gegnum klof Brynjólfs en ekki beint á ristina hans.

Mjög mikilvæg smásnerting.
13. mín
Blikar með flotta sókn þar sem Viktor Karl brýtur upp pressu KR með geggjaðri sendingu á Gísla, Gísli rennir boltanum svo bakvið á Thomas sem er hálfri skóstærð frá því að ná að pota í boltann áður en Beitir tekur hann.

Thomsa hleypur svo á Beiti sem tók gamla skólann á þetta og stóð það af sér í staðinn fyrir að henda sér niður en lét Ella Eiríks vita að þetta væri ekki í lagi.
10. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
VAAAAÁÁÁ!!!

Stefán Árni lyftir boltanum í svæði bakvið vörn Blika í geeeeggjað hlaup hjá Ægi sem fer aleinn inná teig og setur boltann í netið í fyrstu snertingu framhjá Antoni Ara.

Geggjuð sending, geggjað hlaup og geggjuð afgreiðsla, hinsvegar ekki svo geggjaður varnarleikur hjá Blikum.

Ægir elskar að spila við Blika!
8. mín
Höskuldur tekur spyrnuna frá vinstri með sterkum vind og Blikar þétt inn á marklínu, alvöru pakki sem Beitir er að díla við.

SPYRNAN ER GÓÐ OG GÍSLI NIKKAR BOLTANN RÉTT FRAMHJÁ!

Geggjaður bolti frá Högga.
7. mín
Andri Yeoman tekur fínan sprett með boltann og Kennie sparkar hann niður, Blikar fá aukaspyrnu úti vinstra megin.

Davíð og Viktor Karl standa yfir boltanum.

Davíð með afleita spyrnu og Pálmi með enn verri hreinsun í horn.
6. mín
Vekur smá athygli að Óskar Örn er að spila uppi á topp og Ægir Jarl á miðjunni, Stöð 2 Sport stillti því upp hinsegin.
5. mín
KR-ingar byrja með ágætis tök á leiknum og halda mun betur í boltann en Blikar.

Hafa komist í ágætis stöður en ekki skapað neina hættu þó.
1. mín
Brynjólfur Andersen reynir fyrstu marktilraun leiksins!

Með boltann á hægri af þokkalega löngu færi og hamrar að marki en framhjá.

Ekki galin tilraun.
1. mín
Leikur hafinn
KR-ingar byrja þennan stórleik og sækja í átt að Fífunni!

Góða skemmtun kæru lesendur.
Fyrir leik
KR-ingar koma hér fyrstir út á völl, næst koma Blikar og svo að lokum dómarar leiksins.

Óskar og Höggi fara í dómarahlutkestið fræga með Ella Eiríks og sé ég ekki betur en að Höskuldur vinni það, velur hann sér sinn vallarhelming sem þýðir að KR mun byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita og fólk týnist í stúkuna, allir æstir í að ná miða á þennan stórleik sem er vel skiljanlegt.
Fyrir leik
Ég vek athygli á því að Bjarni Eggerts Guðjónsson, betur þekktur sem Bjarni Guðjóns eða BG4 er skráður á varamannabekk KR-inga, KR er einungis með 5 varamenn í dag með Bjarna en auk hans eru Jói Kiddi sem er sonur Bjarna, Hjalti Sig, Alex Freyr og Gaui Carra á bekknum.

Bjarni er auðvitað eins og allir vita aðstoðarþjálfari KR en tekur sér nýtt hlutverk hér í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar en þau má kynna sér betur hér.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson fær það verðuga verkefni að flauta þennan leik en málarameistarinn er einn sá færasti á landinu í þessu fagi.

Honum til aðstoðar verða Þórður Arnar og Kristján Már Ólafs.
Fyrir leik
Djúpu miðjumennirnir Oliver Sigurjónsson og Arnþór Ingi Kristinsson taka báðir út leikbann, Oliver vegna fjögurra gulra spjalda en Arnþór fyrir beint rautt spjald gegn Stjörnunni.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvisvar áður í sumar, fyrri deildarleikinn vann KR á Meistaravöllum 3-1.

Liðin mættust svo í bikarnum 10. september á þessum velli, Kópavogsvelli og þá hafði KR einnig betur, 4-2.

Markaleikir til þessa, vonandi halda liðin uppteknum hætti hér.

KR vann báða leiki þessara liða í fyrra, ná Blikar að stöðva þetta gengi þeirra gegn meisturunum?
Fyrir leik
Þetta er sannkallaður stórleikur en þessi tvö lið enduðu í tveimur efstu sætunum í fyrra þar sem KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn og Blikar sátu eftir í 2. sætinu.

Það efast enginn um gæði liðanna þrátt fyrir að Blikar sitji í 4. sæti deildarinnar eins og staðan er núna og KR-ingar í 6. sæti.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Stefán Árni Geirsson ('70)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('91)
23. Atli Sigurjónsson ('91)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('91)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('91)
4. Bjarni Guðjónsson
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason
17. Alex Freyr Hilmarsson ('70)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Stefán Árni Geirsson ('24)
Kennie Chopart ('27)

Rauð spjöld: